9. júní 2016 kl. 16:30,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir (ÓAÞ) formaður
- Sturla Sær Erlendsson varaformaður
- Bylgja Bára Bragadóttir aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Jón Jóhannsson aðalmaður
- Katharina Knoche (KK) áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stefna í þróunar- og ferðamálum201601269
Farið yfir nýsamþykkta framkvæmdaráætlun fyrir tímabilið 2016-2018.
Umræður og yfirferð á framkvæmdaráætlun.
2. Í túninu heima 2016201602326
Upplýst um stöðu mála við undirbúning bæjarhátíðar.
Lagt fram.
3. Ferðaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu - markaðssamstarf sveitarfélaga201505025
Upplýst um stöðu mála.
Lagt fram.
4. Merkingar við bæjarmörk201312121
Lagt fram til upplýsinga erindi til Vegagerðarinnar.
Lagt fram.
5. Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar201304391
Tillaga að breytingum á reglum vegna þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar.
Samþykkt með öllum atkvæðum að leggja fram breytingar á reglum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar. Viðurkenningin verði auglýst annað hvert ár. Nefndin leggur áherslu á að fjármagn til að veita viðurkenninguna verði óbreytt þrátt fyrir þessa breytingu. Þeirri umræðu er vísað í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017.