14. janúar 2014 kl. 17:15,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Birta Jóhannesdóttir (BJó) aðalmaður
- Hjalti Árnason vara áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og kynningamála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá201310253
Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda, umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá.
Lagt fram.
3. Tjaldstæði Mosfellsbæjar201203081
Kynning á uppgjöri sumarsins 2013, rekstraryfirlit lagt fram.
Frestað.
4. Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013201304391
Endurskoðun á reglum.
Formanni nefndarinnar og Forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála falið að koma með tillögur að breytingum.
5. Merkingar við bæjarmörk201312121
Umræður vegna mögulegrar aðkomu nefndarinnar við að láta merkja bæjarmörk Mosfellsbæjar.
Forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála falið að hafa samband við aðila sem gætu komið að hönnun og framleiðslu skilta á grindur við bæjarmörkin og koma með tillögur.
6. Verkefni og starfsáætlun þróunar- og ferðamálanefndar201109430
Starfsáætlun fyrir árið 2014 og áætlun um tímasetningar á fundum árið 2014
Formanni nefndarinnar og Forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála falið að koma með tillögu að áætlun fyrir árið.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Fornminjar í Krikahverfi, minnisblað KM201301405
Í samræmi við bókun skipulagsnefndar 26. nóvember 2013 er skýrsla fornleifafræðinga um rannsókn á ætluðum fornminjum á lóðum við Sunnukrika send þróunar- og ferðamálanefnd til upplýsingar.
Lagt fram.