15. apríl 2014 kl. 17:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Sigurður L Einarsson aðalmaður
- Birta Jóhannesdóttir (BJó) aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og kynningamála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014201401438
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 sendur frá umhverfisnefnd til þróunar- og ferðamálanefndar til kynningar. Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 149. fundi umhverfisnefndar þann 13. mars 2014, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.
Verkefnalisti lagður fram.
2. Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar201304391
Lögð fram til samþykktar drög endurskoðuðum reglum.
Endurskoðaðar reglur Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar samþykktar. Forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála falið að auglýsa eftir umsóknum í maímánuði.
3. Heilsueflandi samfélag201208024
Lagður fram til samþykktar samningur við Heilsuvin vegna aðgerðaráætlunar verkefnisins Heilsueflandi samfélag fyrir árið 2014.
Samþykkt með fjórum atkvæðum að vísa hjálagðri umsögn þróunar- og ferðamálanefndar til bæjarráðs.