1. mars 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir (ÓAÞ) formaður
- Sturla Sær Erlendsson varaformaður
- Bylgja Bára Bragadóttir aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Jón Jóhannsson aðalmaður
- Katharina Knoche (KK) áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stefna í þróunar- og ferðamálum201601269
Lögð fram drög að stefnu í þróunar- og ferðamálum og tveggja ára aðgerðaráætlun.
Samþykkt með öllum atkvæðum að vísa drögum að endurskoðaðri stefnu í þróunar- og ferðamálum ásamt framkvæmdaáætlun til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar til umfjöllunar og staðfestingar.
Gestir
- Hugrún Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri
2. Í túninu heima 2016201602326
Umræða um undirbúning fyrir bæjarhátíðina í Túninu heima 2016.
Hugrún Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri bæjarhátíðarinnar Í túninu heima var á fundinum undir þessum lið.
3. Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar201304391
Umræða um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu 2016
Samþykkt með öllum atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu annað hvort ár og að næst verði auglýst eftir umsóknum árið 2017.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016201601613
Ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020.
Samþykkt með öllum atkvæðum að leggja áherslu á að vinna að því markmiði að Mosfellsbær sé gestrisinn bær sem taki vel á móti ferðalöngum.
5. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ201602229
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar þróunar- og ferðamálanefndar.
Mosfellsbær styður heilshugar við hugmyndir um uppbyggingu menningarhúss, Laxnessseturs að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ. Sveitarfélagið hefur frá upphafi tekið umleitunum og hugmyndum um uppbyggingu að Gljúfrasteini fagnandi og eru miklir möguleikar á að gera betur þar. Ævistarf Halldórs Laxness er dýrmætur þjóðararfur og ber að standa vörð um hann. Mosfellsbær tekur þátt í því með því að minnast Halldórs Laxness með margvíslegum hætti í menningarlífi bæjarins á ári hverju.
Mosfellsdalurinn hefur vissulega sérstöðu í sögulegu og menningarlegu tilliti og hvetur Mosfellsbær til þess að þessi sérstaða verði gerð aðgengileg og sýnileg fyrir bæði heimamönnum og gestum. Alhliða menningarsetur þar sem verður lögð áhersla á bókmenntir og rannsóknir ásamt umgjörð um ævi og starf Nóbel skáldsins stuðlar að því og væri bæði jákvæð og æskileg nálgun.