Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. mars 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir (ÓAÞ) formaður
  • Sturla Sær Erlendsson varaformaður
  • Bylgja Bára Bragadóttir aðalmaður
  • Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
  • Jón Jóhannsson aðalmaður
  • Katharina Knoche (KK) áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Stefna í þró­un­ar- og ferða­mál­um201601269

    Lögð fram drög að stefnu í þróunar- og ferðamálum og tveggja ára aðgerðaráætlun.

    Sam­þykkt með öll­um at­kvæð­um að vísa drög­um að end­ur­skoð­aðri stefnu í þró­un­ar- og ferða­mál­um ásamt fram­kvæmda­áætlun til bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar til um­fjöll­un­ar og stað­fest­ing­ar.

    Gestir
    • Hugrún Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri
    • 2. Í tún­inu heima 2016201602326

      Umræða um undirbúning fyrir bæjarhátíðina í Túninu heima 2016.

      Hug­rún Ósk Ólafs­dótt­ir verk­efna­stjóri bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima var á fund­in­um und­ir þess­um lið.

      • 3. Þró­un­ar og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar201304391

        Umræða um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu 2016

        Sam­þykkt með öll­um at­kvæð­um að leggja til við bæj­ar­stjórn að aug­lýst verði eft­ir um­sókn­um um þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ingu ann­að hvort ár og að næst verði aug­lýst eft­ir um­sókn­um árið 2017.

        Almenn erindi - umsagnir og vísanir

        • 4. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2016201601613

          Ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020.

          Sam­þykkt með öll­um at­kvæð­um að leggja áherslu á að vinna að því mark­miði að Mos­fells­bær sé gest­ris­inn bær sem taki vel á móti ferða­löng­um.

        • 5. Um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um Lax­ness­set­ur að Gljúfra­steini í Mos­fells­bæ201602229

          Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar þróunar- og ferðamálanefndar.

          Mos­fells­bær styð­ur heils­hug­ar við hug­mynd­ir um upp­bygg­ingu menn­ing­ar­húss, Lax­ness­set­urs að Gljúfra­steini í Mos­fells­bæ. Sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur frá upp­hafi tek­ið um­leit­un­um og hug­mynd­um um upp­bygg­ingu að Gljúfra­steini fagn­andi og eru mikl­ir mögu­leik­ar á að gera bet­ur þar. Ævi­st­arf Hall­dórs Lax­ness er dýr­mæt­ur þjóð­ar­ar­f­ur og ber að standa vörð um hann. Mos­fells­bær tek­ur þátt í því með því að minn­ast Hall­dórs Lax­ness með marg­vís­leg­um hætti í menn­ing­ar­lífi bæj­ar­ins á ári hverju.

          Mos­fells­dal­ur­inn hef­ur vissu­lega sér­stöðu í sögu­legu og menn­ing­ar­legu til­liti og hvet­ur Mos­fells­bær til þess að þessi sér­staða verði gerð að­gengi­leg og sýni­leg fyr­ir bæði heima­mönn­um og gest­um. Al­hliða menn­ing­ar­set­ur þar sem verð­ur lögð áhersla á bók­mennt­ir og rann­sókn­ir ásamt um­gjörð um ævi og starf Nó­bel skálds­ins stuðl­ar að því og væri bæði já­kvæð og æski­leg nálg­un.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.