20. janúar 2015 kl. 16:30,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir (ÓAÞ) formaður
- Sturla Sær Erlendsson varaformaður
- Bylgja Bára Bragadóttir aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Katharina Knoche (KK) áheyrnarfulltrúi
- Jón Jóhannsson 1. varamaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tjaldstæði Mosfellsbæjar201203081
Rekstraryfirlit vegna sumarsins 2014 lagt fram.
Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið. Rekstraryfirlit lagt fram.
2. Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar201304391
Settar upp tímasetningar um auglýsingu og afhendingu viðurkenningarinnar fyrir árið 2015.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að auglýsa eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar samkvæmt framkomnu minnisblaði.
3. Merking sveitabýla í Mosfellssveit201412263
Óskað eftir merkingum á gömlum sveita- og eyðibýlum í Mosfellsbæ.
Samþykkt að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að afla frekari upplýsinga um verkefnið og áætla kostnað.
4. Bæklingur fyrir ferðamenn201003315
Kynnt þátttaka Mosfellsbæjar í þemakorti um sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram.