Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. maí 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Haraldur Haraldsson varaformaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður L Einarsson aðalmaður
  • Birta Jóhannesdóttir (BJó) áheyrnarfulltrúi
  • Hjalti Árnason 1. varamaður
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og kynningamála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bæj­ar­há­tíð­in Í tún­inu heima 2013201304390

    Sameiginlegur undirbúningsfundur með Menningarmálanefnd og framkvæmdastjóra bæjarhátíðar

    Á fund­inn mætti Daði Þór Ein­ars­son um­sjón­ar­mað­ur bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar og fór yfir drög að dagskrá 2013.

    Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd og menn­ing­ar­mála­nefnd fór yfir dag­skrána og kom at­huga­semd­um á fram­færi við skipu­leggj­end­ur há­tíð­ar­inn­ar.

    • 2. Menn­ing­ar­haust201305046

      Til umfjöllunar menningarviðburðurinn Menningarhaust 2013 á sameiginlegum fundi þróunar- og ferðamálanefndar og menningarmálanefndar.

      Hug­mynd­ir um menn­ing­ar­haust 2013 kynnt­ar og lagt til að kanna sam­starfs­mögu­leika við ferð­þjón­ustu­að­ila í bæn­um um þenn­an við­burð.

      • 3. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2013201301560

        Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 sendur frá umhverfisnefnd til þróunar- og ferðamálanefndar til kynningar. Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 139. fundi umhverfisnefndar þann 21. mars 2013.

        Verk­efna­listi stað­ar­dag­skrár 21 fyr­ir árið 2013 lagð­ur fram. Lið­ir núm­er 6 og 16.rædd­ir sér­stak­lega. Áhugi hjá nefnd­inni að eiga sam­st­arf við um­hverf­is­nefnd um skilti og merk­ing­ar í bæn­um.

        • 4. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2012201302068

          Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar. Lögð fram bókun S-lista frá 599. fundi bæjarstjórnar um að nefndir bæjarins geri kannanir sem beinist að þjónustuþegum í viðkomandi málaflokkum.

          Þjón­ustu­könn­un lögð fram til kynn­ing­ar. Bók­un S-lista les­in upp og rædd.

          • 5. Sam­tök ferða­þjón­ustu­að­ila í Mos­fells­bæ201304389

            Minnisblað forstöðumanns þjónustu- og upplýsingamál um stofnun samtaka ferðaþjónustuaðila í Mosfellsbæ lagt fram.

            Minn­is­blað lagt fram og nefnd­in fagn­ar stofn­un sam­taka af þessu tagi.

            • 6. Þró­un­ar og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar 2013201304391

              Lögð fram tillaga að tímasetningu á auglýsingum og afhendingu viðurkenningarinnar 2013

              Til­laga að tíma­setn­ingu lögð fram og sam­þykkt. Til­laga að því að um­sækj­end­ur komi og kynni verk­efni sín stutt­lega í eig­in per­sónu fyr­ir nefnd­inni lögð fram og sam­þykkt.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00