6. maí 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Sigurður L Einarsson aðalmaður
- Birta Jóhannesdóttir (BJó) áheyrnarfulltrúi
- Hjalti Árnason 1. varamaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og kynningamála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bæjarhátíðin Í túninu heima 2013201304390
Sameiginlegur undirbúningsfundur með Menningarmálanefnd og framkvæmdastjóra bæjarhátíðar
Á fundinn mætti Daði Þór Einarsson umsjónarmaður bæjarhátíðarinnar og fór yfir drög að dagskrá 2013.
Þróunar- og ferðamálanefnd og menningarmálanefnd fór yfir dagskrána og kom athugasemdum á framfæri við skipuleggjendur hátíðarinnar.
2. Menningarhaust201305046
Til umfjöllunar menningarviðburðurinn Menningarhaust 2013 á sameiginlegum fundi þróunar- og ferðamálanefndar og menningarmálanefndar.
Hugmyndir um menningarhaust 2013 kynntar og lagt til að kanna samstarfsmöguleika við ferðþjónustuaðila í bænum um þennan viðburð.
3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013201301560
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 sendur frá umhverfisnefnd til þróunar- og ferðamálanefndar til kynningar. Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 139. fundi umhverfisnefndar þann 21. mars 2013.
Verkefnalisti staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 lagður fram. Liðir númer 6 og 16.ræddir sérstaklega. Áhugi hjá nefndinni að eiga samstarf við umhverfisnefnd um skilti og merkingar í bænum.
4. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012201302068
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar. Lögð fram bókun S-lista frá 599. fundi bæjarstjórnar um að nefndir bæjarins geri kannanir sem beinist að þjónustuþegum í viðkomandi málaflokkum.
Þjónustukönnun lögð fram til kynningar. Bókun S-lista lesin upp og rædd.
5. Samtök ferðaþjónustuaðila í Mosfellsbæ201304389
Minnisblað forstöðumanns þjónustu- og upplýsingamál um stofnun samtaka ferðaþjónustuaðila í Mosfellsbæ lagt fram.
Minnisblað lagt fram og nefndin fagnar stofnun samtaka af þessu tagi.
6. Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013201304391
Lögð fram tillaga að tímasetningu á auglýsingum og afhendingu viðurkenningarinnar 2013
Tillaga að tímasetningu lögð fram og samþykkt. Tillaga að því að umsækjendur komi og kynni verkefni sín stuttlega í eigin persónu fyrir nefndinni lögð fram og samþykkt.