Mál númer 202312094
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Borist hefur erindi og umsókn um byggingarleyfi frá Stúdíó Suðurá ehf., dags. 06.12.2023, með ósk um heimild til þess að staðsetja og reisa 1-2 37 m2 hús innan lóðarinnar að Reykjahlíð L123758. Um er að ræða stakstæð hús ætluð til gistingar og vinnuaðstöðu erlendra listamanna.
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. janúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #604
Borist hefur erindi og umsókn um byggingarleyfi frá Stúdíó Suðurá ehf., dags. 06.12.2023, með ósk um heimild til þess að staðsetja og reisa 1-2 37 m2 hús innan lóðarinnar að Reykjahlíð L123758. Um er að ræða stakstæð hús ætluð til gistingar og vinnuaðstöðu erlendra listamanna.
Skipulagsnefnd telur að grenndarkynna skuli umrædd áform í samræmi 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar að fullnægjandi gögn liggja fyrir. Málsaðili skal vinna aðaluppdrætti fyrirliggjandi áforma og afstöðumynd lóðar. Skila skal inn umsókn um byggingarleyfi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.