Mál númer 202107097
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Bréf Betri samgangna ohf. varðandi framlög ársins 2024.
Afgreiðsla 1609. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. janúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1609
Bréf Betri samgangna ohf. varðandi framlög ársins 2024.
Upplýsingar um framlög Mosfellsbæjar til Betri Samgangna vegna Samgöngusáttamálans á árinu 2024 lagðar fram til kynningar.
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Framlög til Betri samgangna ohf. árið 2023.
Afgreiðsla 1565. fundar bæjarráðs samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. janúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1565
Framlög til Betri samgangna ohf. árið 2023.
Lagt fram
- 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Erindi Betri samgangna ohf. um framlög samkvæmt Samgöngusáttmála vegna 2022 lagt fram til kynningar.
Bókun L-lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar kallaði eftir því þegar Samgöngusáttmálinn var samþykktur í bæjarstjórn Mosfellsbæjar haustið 2019 að lagðar yrðu fram ígrundaðar áætlanir um stofnkostnað og rekstur svokallaðrar borgarlínu og þeirra stofnvegaframkvæmda sem hvoru tveggja eru hornsteinninn í sáttmálanum.Núna rúmum tveimur árum síðar hafa ekki verið lagðar fram slíkar áætlanir eða að minnsta kosti ekki verið kynntar kjörum fulltrúm í Mosfellsbæ.
Það er að mati bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar ekki aðeins nauðsynlegt heldur einnig skylda kjörinna fulltrúa gagnvart skattgreiðendum að fyrir liggi, áður en ráðist er í svo risavaxið verkefni sem Samgöngusáttmálinn er, að nákvæm áætlun um stofn- og rekstrarkostnað liggi fyrir í upphafi vegferðar.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins tekur undir bókun Vina Mosfellsbæjar enda ítrekar hún stöðu þessa máls þegar það var afgreitt af þorra bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ á sínum tíma.Bókun C-, D-, S- og V-lista:
Í samgöngusáttmálanum liggur fyrir kostnaðarmat á þeim framkvæmdum sem áætlaðar eru samkvæmt honum á næstu 15 árum. Frumkostnaðaráætlun liggur fyrir að 1. áfanga Borgarlínu sem og kostnaðarmat á nýju leiðarkerfi Strætó ásamt rekstri Borgarlínu. Þessi mál hafa verið kynnt á sérstökum fundum fyrir borgar- og bæjarfulltrúum á vegum SSH.Gagnbókun L- og M-lista:
Það er algjört grundvallaratriði þegar lagt er af stað í viðamikil opinber langtímaverkefni, af þeirri stærðargráðu sem hér er, að öll gögn og ítarlegar úttektir liggi fyrir varðandi áformaðan rekstur, fjárfestingu og þau útgjöld sem skattgreiðendur munu á endanum bera.Þessi bókun D, V, C og S lista lýsir vel hve illa upplýstir þeir fulltrúar voru um þetta verkefni þegar þau afgreiddu Samgöngusáttmálann, fyrir hönd skattgreiðenda í Mosfellsbæ, á sínum tíma. Það eitt að nefna leiðakerfi Strætó bs. í bókun sinni lýsir ónógri þekkingu þar sem rekstur og leiðakerfi Strætó er utan samgöngusáttmálans.
***
Afgreiðsla 1519. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. janúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1519
Erindi Betri samgangna ohf. um framlög samkvæmt Samgöngusáttmála vegna 2022 lagt fram til kynningar.
Bókun M-lista:
Í gögnum kemur fram að gert var ráð fyrir að Betri samgöngur ohf. fengi í framlög frá Mosfellsbæ kr. 25 milljónir fyrir árið 2022 vegna fyrri ára sem frestað var frá tímabilinu 2020-2021. Þann 11. janúar 2022 var með verðbótum fyrri ára gert ráð fyrir kr. 91 milljón sem greiddist 2022 og með leiðréttu erindi nú nýlega 18. janúar sem framlög Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 og fyrri ára kr. 87 milljónir þó svo að gert hafi verið ráð fyrir 84 milljónum króna í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar.Bókun D- og V-lista:
Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir 84 milljónum króna til Betri Samgangna ohf. vegna Samgöngusáttmálans. Greiðsla ársins hækkar í 87 milljónir vegna verðbóta og hækkar því um 3 milljónir króna frá áætlun. Greiðslan er fyrir árið 2022 og vegna uppgjörs fyrri ára.***
Erindi Betri samgangna ohf. lagt fram til kynningar. - 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Erindi SSH, frá 7. júlí 2021, þar sem samningur um fjárhagsskipan Betri samgangna ohf. er lagður fram til kynningar.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Erindi SSH, frá 7. júlí 2021, þar sem samningur um fjárhagsskipan Betri samgangna ohf. er lagður fram til kynningar.
Afgreiðsla 1497. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Erindi SSH, frá 7. júlí 2021, þar sem samningur um fjárhagsskipan Betri samgangna ohf. er lagður fram til kynningar.
Afgreiðsla 1497. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Erindi SSH, frá 7. júlí 2021, þar sem samningur um fjárhagsskipan Betri samgangna ohf. er lagður fram til kynningar.
Afgreiðsla 1497. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar.
- 15. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1497
Erindi SSH, frá 7. júlí 2021, þar sem samningur um fjárhagsskipan Betri samgangna ohf. er lagður fram til kynningar.
Samningur um fjárhagsskipan Betri samgangna ohf. lagður fram til kynningar.