Mál númer 202306129
- 7. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #844
Bréf barst frá svæðisskipulagsstjóra SSH, Jóni Kjartani Ágústssyni, dags. 14.12.2023, með vísan í afgreiðslu og bókun 122. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 08.12.2023. Lögð var fram til afgreiðslu frumdragaskýrsla um legu græna stígsins ásamt umsögnum og athugasemdum. Svæðisskipulagsnefnd hvetur aðildarsveitarfélög til þess að innleiða legu græna stígsins í áætlanir sínar. Lögð eru fram til kynningar skýrsla, umsagnir og minnisblað til upplýsinga og umfjöllunar.
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. febrúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #605
Bréf barst frá svæðisskipulagsstjóra SSH, Jóni Kjartani Ágústssyni, dags. 14.12.2023, með vísan í afgreiðslu og bókun 122. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 08.12.2023. Lögð var fram til afgreiðslu frumdragaskýrsla um legu græna stígsins ásamt umsögnum og athugasemdum. Svæðisskipulagsnefnd hvetur aðildarsveitarfélög til þess að innleiða legu græna stígsins í áætlanir sínar. Lögð eru fram til kynningar skýrsla, umsagnir og minnisblað til upplýsinga og umfjöllunar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að tillögur græna stígsins verði innfærðar í nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2040. Skipulagsnefnd leggur þó áherslu á að í umfjöllun aðalskipulags verði sýndar tvær leiðir, „græni stígurinn“ ofan byggðar og „græna stígurinn strax“ innan bæjarins, eins og fjallað er um í frumdragaskýrslu og umsögn Mosfellsbæjar dags. 08.09.2023. Á skipulagstímabilinu mun Mosfellsbær vinna að, í samráði við Reykjavíkurborg, lausn vegna framtíðartenginga Mosfellsbæjar yfir Leirvogsá í átt að Esjumelum.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Fylgibréf og fylgigögn frá 122. fundi svæðisskipulagsnefndar - Græni stígurinn lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla 244. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. janúar 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #244
Fylgibréf og fylgigögn frá 122. fundi svæðisskipulagsnefndar - Græni stígurinn lagt fram til kynningar.
Lagt fram og rætt.
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Lögð eru fram til frekari umræðu drög að frumgreiningu Græna stígsins í Græna treflinum. Lögð er fram til kynningar tillaga að umsögn til svæðisskipulagsnefndar í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 595. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #595
Lögð eru fram til frekari umræðu drög að frumgreiningu Græna stígsins í Græna treflinum. Lögð er fram til kynningar tillaga að umsögn til svæðisskipulagsnefndar í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar.
Í samræmi við umræður og vísan í fyrirliggjandi minnisblað skipulagsfulltrúa samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum fyrirliggjandi umsögn.
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 10.06.2023, þar sem svæðisskipulagsnefnd óskar eftir umsögn við kynnta frumgreiningu á legu græna stígsins. Þráinn Hauksson hjá Landslagi kynnti hjálögð drög og niðurstöður frumgreiningar á mögulegri legu stígsins á 118. fundi svæðisskipulagsnefndar þann 07.06.2023. Umsagnafrestur er til og með 15.09.2023.
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #592
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 10.06.2023, þar sem svæðisskipulagsnefnd óskar eftir umsögn við kynnta frumgreiningu á legu græna stígsins. Þráinn Hauksson hjá Landslagi kynnti hjálögð drög og niðurstöður frumgreiningar á mögulegri legu stígsins á 118. fundi svæðisskipulagsnefndar þann 07.06.2023. Umsagnafrestur er til og með 15.09.2023.
Lagt fram og kynnt. Í samræmi við umræður á fundinum er tillögunni vísað til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa og umhverfissviði.
Afgreitt með fimm atkvæðum.