Mál númer 202306129
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Lögð eru fram til frekari umræðu drög að frumgreiningu Græna stígsins í Græna treflinum. Lögð er fram til kynningar tillaga að umsögn til svæðisskipulagsnefndar í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 595. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #595
Lögð eru fram til frekari umræðu drög að frumgreiningu Græna stígsins í Græna treflinum. Lögð er fram til kynningar tillaga að umsögn til svæðisskipulagsnefndar í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar.
Í samræmi við umræður og vísan í fyrirliggjandi minnisblað skipulagsfulltrúa samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum fyrirliggjandi umsögn.
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 10.06.2023, þar sem svæðisskipulagsnefnd óskar eftir umsögn við kynnta frumgreiningu á legu græna stígsins. Þráinn Hauksson hjá Landslagi kynnti hjálögð drög og niðurstöður frumgreiningar á mögulegri legu stígsins á 118. fundi svæðisskipulagsnefndar þann 07.06.2023. Umsagnafrestur er til og með 15.09.2023.
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #592
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 10.06.2023, þar sem svæðisskipulagsnefnd óskar eftir umsögn við kynnta frumgreiningu á legu græna stígsins. Þráinn Hauksson hjá Landslagi kynnti hjálögð drög og niðurstöður frumgreiningar á mögulegri legu stígsins á 118. fundi svæðisskipulagsnefndar þann 07.06.2023. Umsagnafrestur er til og með 15.09.2023.
Lagt fram og kynnt. Í samræmi við umræður á fundinum er tillögunni vísað til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa og umhverfissviði.
Afgreitt með fimm atkvæðum.