Mál númer 202401205
- 7. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #844
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs vegna erindis um hjólastíg í Varmalandi, í samræmi við afgreiðslu á 604. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi til afgreiðslu.
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. febrúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #605
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs vegna erindis um hjólastíg í Varmalandi, í samræmi við afgreiðslu á 604. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi til afgreiðslu.
Með vísan í fyrirliggjandi umsögn skipulagsfulltrúa, samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum framkvæmdaleyfi vegna stígagerðar í Varmalandi. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grundvelli markmiða aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 um stígagerð og útivistarsvæði.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Borist hefur erindi frá Birni Traustasyni f.h. Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, dags. 12.12.2023, þar sem óskað er eftir heimild fyrir lagningu hjólastígar innan Varmalandsjarðarinnar þar sem félagið hefur samninga um landgræðslu á landi Mosfellsbæjar. Framkvæmdin er unnin fyrir hjóladeild Aftureldingar og er hluti af hringleið sem nýtast mun starfinu sem og almenningi.
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. janúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #604
Borist hefur erindi frá Birni Traustasyni f.h. Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, dags. 12.12.2023, þar sem óskað er eftir heimild fyrir lagningu hjólastígar innan Varmalandsjarðarinnar þar sem félagið hefur samninga um landgræðslu á landi Mosfellsbæjar. Framkvæmdin er unnin fyrir hjóladeild Aftureldingar og er hluti af hringleið sem nýtast mun starfinu sem og almenningi.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar á umhverfissviði.