Mál númer 202401349
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Borist hefur erindi frá Hirti Brynjarssyni f.h. Brúarfljót ehf., dags. 16.01.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu athafnarlóðar að Bugðufljóti 6. Óskað er eftir heimild til þess að byggja bílaþvottaaðstöðu við endagafl húss utan byggingarreitar sem hluta landmótunar lóðar auk nýrrar innkeyrslu við austurenda lóðar, í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. janúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #604
Borist hefur erindi frá Hirti Brynjarssyni f.h. Brúarfljót ehf., dags. 16.01.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu athafnarlóðar að Bugðufljóti 6. Óskað er eftir heimild til þess að byggja bílaþvottaaðstöðu við endagafl húss utan byggingarreitar sem hluta landmótunar lóðar auk nýrrar innkeyrslu við austurenda lóðar, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að óverulegt frávik skipulags, um minniháttar húsbyggingu utan byggingarreitar og aðra aðkomu lóðar, skuli meðhöndlað í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umfang byggingar mun ekki breytast svo sýnilegt sé þar sem umrætt mannvirki verður hluti af lóðafrágangi vegna mishæðar lóðar. Þegar eru fordæmi fyrir öðrum tengingum við götur þar sem endanlegur frágangur hefur enn ekki verið kláraður. Málsaðili skal þó greiða allan kostnað sem mögulega af fráviki þessu hlýst og kosta frágang nýrrar aðkomu þar sem við á. Einnig skal lóðarhafi og húsbyggjandi fylgja hæða- og mæliblöðum við frágang lóðarinnar vegna mishæðar og stöllunar sem fyrirliggjandi gögn hönnuða sýna. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.