Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202401349

  • 24. janúar 2024

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #843

    Borist hef­ur er­indi frá Hirti Brynj­ars­syni f.h. Brú­arfljót ehf., dags. 16.01.2024, með ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu at­hafn­ar­lóð­ar að Bugðufljóti 6. Óskað er eft­ir heim­ild til þess að byggja bíla­þvotta­að­stöðu við endagafl húss utan bygg­ing­ar­reit­ar sem hluta land­mót­un­ar lóð­ar auk nýrr­ar inn­keyrslu við aust­ur­enda lóð­ar, í sam­ræmi við gögn.

    Af­greiðsla 604. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 843. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 19. janúar 2024

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #604

      Borist hef­ur er­indi frá Hirti Brynj­ars­syni f.h. Brú­arfljót ehf., dags. 16.01.2024, með ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu at­hafn­ar­lóð­ar að Bugðufljóti 6. Óskað er eft­ir heim­ild til þess að byggja bíla­þvotta­að­stöðu við endagafl húss utan bygg­ing­ar­reit­ar sem hluta land­mót­un­ar lóð­ar auk nýrr­ar inn­keyrslu við aust­ur­enda lóð­ar, í sam­ræmi við gögn.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að óveru­legt frá­vik skipu­lags, um minni­hátt­ar hús­bygg­ingu utan bygg­ing­ar­reit­ar og aðra að­komu lóð­ar, skuli með­höndlað í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Um­fang bygg­ing­ar mun ekki breyt­ast svo sýni­legt sé þar sem um­rætt mann­virki verð­ur hluti af lóða­frá­gangi vegna mis­hæð­ar lóð­ar. Þeg­ar eru for­dæmi fyr­ir öðr­um teng­ing­um við göt­ur þar sem end­an­leg­ur frá­gang­ur hef­ur enn ekki ver­ið klár­að­ur. Máls­að­ili skal þó greiða all­an kostn­að sem mögu­lega af frá­viki þessu hlýst og kosta frá­g­ang nýrr­ar að­komu þar sem við á. Einn­ig skal lóð­ar­hafi og hús­byggj­andi fylgja hæða- og mæli­blöð­um við frá­g­ang lóð­ar­inn­ar vegna mis­hæð­ar og stöll­un­ar sem fyr­ir­liggj­andi gögn hönn­uða sýna. Bygg­ing­ar­full­trúa er heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.