Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202301450

  • 24. janúar 2024

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #843

    Lögð fram til kynn­ing­ar skýrsla um hljóð­vista­út­reikn­inga fyr­ir stærri sal Hlé­garðs.

    Af­greiðsla 14. fund­ar menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar sam­þykkt á 843. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 16. janúar 2024

      Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd #14

      Lögð fram til kynn­ing­ar skýrsla um hljóð­vista­út­reikn­inga fyr­ir stærri sal Hlé­garðs.

      Arn­ar Jóns­son sviðs­stjóri menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs kynn­ir skýrslu hljóð­vistar­út­reikn­inga fyr­ir að­alsal Hlé­garðs. Jafn­framt greindi hann frá þeim að­gerð­um sem þeg­ar hef­ur ver­ið grip­ið til sem eru tjöld á sviði og við enda sal­ar og fyr­ir­hug­uð kaup á leiktjöld­um og myrkv­un­ar­gard­ín­um til að bæta hljóð­vist og auka hlý­leika.

    • 26. apríl 2023

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #826

      Til­laga menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar um tíma­bundna ráðn­ingu við­burða­stjóra í Hlé­garði frá 1. maí næst­kom­andi.

      Af­greiðsla 1576. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 826. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trú­ar D lista sitja hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

      ***
      Bók­un D lista:
      Við fögn­um og styðj­um ráðn­ingu við­burða­stjóra en erum á móti því að sveit­ar­fé­lag­ið taki að sér all­an rekst­ur Hlé­garðs, þ.e. veit­ing­a­rekst­ur, áfeng­is­sölu og ann­að sem fell­ur til.

      Bók­un B, S og C lista
      Sú til­laga sem hér ligg­ur fyr­ir er lögð fram af menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd þar sem hún var sam­þykkt á 5. fundi nefnd­ar­inn­ar, af öll­um nefnd­ar­mönn­um, þ.e. bæði full­trú­um meiri­hluta og minni­hluta. Það vek­ur því furðu að einn bæj­ar­full­trúi sem sam­þykkti til­lög­una á fundi menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar velji nú að sitja hjá við af­greiðslu til­lög­unn­ar í bæj­ar­stjórn.

      Við ít­rek­um að um­rædd til­laga snýr að því að rekst­ur húss­ins verði á hendi Mos­fells­bæj­ar næstu tvö árin sem til­rauna­verk­efni og verði það end­ur­skoð­að að þeim tíma liðn­um.

      • 26. apríl 2023

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #826

        Lögð fram til­laga menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar um rekst­ur Hlé­garðs og ráðn­ingu við­burða­stjóra.

        Af­greiðsla 5. fund­ar menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar sam­þykkt á 826. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 19. apríl 2023

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1576

          Til­laga menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar um tíma­bundna ráðn­ingu við­burða­stjóra í Hlé­garði frá 1. maí næst­kom­andi.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um tíma­bundna ráðn­ingu við­burða­stjóra Hlé­garðs til allt að tveggja ára. Jafn­framt er sam­þykkt að fela fjár­mála­stjóra að und­ir­búa við­auka við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar vegna ráðn­ing­ar­inn­ar. Full­trú­ar D lista sitja hjá við af­greiðsl­una.

        • 11. apríl 2023

          Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd #5

          Lögð fram til­laga menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar um rekst­ur Hlé­garðs og ráðn­ingu við­burða­stjóra.

          Lögð fram til um­ræðu og sam­þykkt með fimm at­kvæð­um svohljóð­andi til­laga menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar til bæj­ar­ráðs:

          Hlé­garð­ur er mið­stöð menn­ing­ar­lífs í Mos­fells­bæ og legg­ur menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd til að Mos­fells­bær taki al­far­ið yfir rekst­ur Hlé­garðs frá og með 1. maí nk.

          Lögð er til tíma­bund­in ráðn­ing við­burða­stjóra Hlé­garðs til allt að tveggja ára. Við­burða­stjóri Hlé­garðs hef­ur einn­ig um­sjón með bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima og há­tíð­ar­höld­um vegna 17. júní og öðr­um við­burð­um á veg­um Mos­fells­bæj­ar í sum­ar.

          Áætl­að­ur kostn­að­ur vegna launa og launa­tengdra gjalda við ráðn­ingu við­burða­stjóra Hlé­garðs er 6,8 m.kr. en ekki var áætlað fyr­ir þeim kostn­aði í fjár­hags­áætlun árs­ins 2023.
          Óskað er eft­ir því að bæj­ar­ráð und­ir­búi gerð við­auka við fjár­hags­áætlun til að standa straum af kostn­aði við fram­kvæmd þess­ar­ar til­lögu.

          Til­lög­unni fylg­ir grein­ar­gerð.

          Kl. 17:20 vík­ur Arn­ar Jóns­son af fundi.
        • 15. mars 2023

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #823

          Um­sögn for­stöðu­manns bóka­safns og menn­ing­ar­mála um áætl­að­an kostn­að við fjár­fest­ing­ar og rekst­ur Hlé­garðs á ár­inu 2023 lögð fram.

          Af­greiðsla 4. fund­ar menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar sam­þykkt á 823. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 7. mars 2023

            Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd #4

            Um­sögn for­stöðu­manns bóka­safns og menn­ing­ar­mála um áætl­að­an kostn­að við fjár­fest­ing­ar og rekst­ur Hlé­garðs á ár­inu 2023 lögð fram.

            Um­sögn for­stöðu­manns bóka­safns og menn­ing­ar­mála lögð fram.

          • 15. febrúar 2023

            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #821

            Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd heim­sæk­ir fé­lags­heim­il­ið Hlé­garð og skoð­ar að­stæð­ur í húsi.

            Af­greiðsla 3. fund­ar menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar sam­þykkt á 821. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

            • 7. febrúar 2023

              Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd #3

              Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd heim­sæk­ir fé­lags­heim­il­ið Hlé­garð og skoð­ar að­stæð­ur í húsi.

              Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd heim­sótti Hlé­garð vegna yf­ir­stand­andi vinnu nefnd­ar­inn­ar við mót­un fram­tíð­ar­stefnu húss­ins.

              • 1. febrúar 2023

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #820

                Húsa­leigu­samn­ing­ur rekstr­ar­að­ila Hlé­garðs er runn­inn út. Um­ræð­ur um mál­efni Hlé­garðs og rekst­ur húss­ins til skemmri og lengri tíma.

                Af­greiðsla 2. fund­ar menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar sam­þykkt á 820. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                • 26. janúar 2023

                  Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd #2

                  Húsa­leigu­samn­ing­ur rekstr­ar­að­ila Hlé­garðs er runn­inn út. Um­ræð­ur um mál­efni Hlé­garðs og rekst­ur húss­ins til skemmri og lengri tíma.

                  Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd sam­þykk­ir svohljóð­andi bók­un með öll­um greidd­um at­kvæð­um:

                  Nefnd­in fel­ur for­stöðu­manni menn­ing­ar­mála að vinna til­lögu að fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2023 sem ger­ir ráð fyr­ir því að Mos­fells­bær taki yfir rekst­ur Hlé­garðs. Í áætl­un­inni komi fram notk­un stofn­ana Mos­fells­bæj­ar á hús­inu auk þeirr­ar fé­lags­starf­semi sem hef­ur nýtt hús­ið í við­burða- og funda­hald. Gera þarf ráð fyr­ir kostn­aði vegna starfs­manna­halds, fjár­fest­ingu í lág­marks­bún­aði ásamt öðr­um rekstr­ar­kostn­aði og at­huga tekju­mögu­leika húss­ins. Mik­il­vægt er að sam­ráð verði haft við Eign­ar­sjóð sem fer með við­hald húss­ins og að tek­ið ver­ið til­lit til við­haldsáætl­un­ar árs­ins.