Mál númer 202301450
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Umsögn forstöðumanns bókasafns og menningarmála um áætlaðan kostnað við fjárfestingar og rekstur Hlégarðs á árinu 2023 lögð fram.
Afgreiðsla 4. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. mars 2023
Menningar- og lýðræðisnefnd #4
Umsögn forstöðumanns bókasafns og menningarmála um áætlaðan kostnað við fjárfestingar og rekstur Hlégarðs á árinu 2023 lögð fram.
Umsögn forstöðumanns bókasafns og menningarmála lögð fram.
- 15. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #821
Menningar- og lýðræðisnefnd heimsækir félagsheimilið Hlégarð og skoðar aðstæður í húsi.
Afgreiðsla 3. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 821. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. febrúar 2023
Menningar- og lýðræðisnefnd #3
Menningar- og lýðræðisnefnd heimsækir félagsheimilið Hlégarð og skoðar aðstæður í húsi.
Menningar- og lýðræðisnefnd heimsótti Hlégarð vegna yfirstandandi vinnu nefndarinnar við mótun framtíðarstefnu hússins.
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Húsaleigusamningur rekstraraðila Hlégarðs er runninn út. Umræður um málefni Hlégarðs og rekstur hússins til skemmri og lengri tíma.
Afgreiðsla 2. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. janúar 2023
Menningar- og lýðræðisnefnd #2
Húsaleigusamningur rekstraraðila Hlégarðs er runninn út. Umræður um málefni Hlégarðs og rekstur hússins til skemmri og lengri tíma.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir svohljóðandi bókun með öllum greiddum atkvæðum:
Nefndin felur forstöðumanni menningarmála að vinna tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 sem gerir ráð fyrir því að Mosfellsbær taki yfir rekstur Hlégarðs. Í áætluninni komi fram notkun stofnana Mosfellsbæjar á húsinu auk þeirrar félagsstarfsemi sem hefur nýtt húsið í viðburða- og fundahald. Gera þarf ráð fyrir kostnaði vegna starfsmannahalds, fjárfestingu í lágmarksbúnaði ásamt öðrum rekstrarkostnaði og athuga tekjumöguleika hússins. Mikilvægt er að samráð verði haft við Eignarsjóð sem fer með viðhald hússins og að tekið verið tillit til viðhaldsáætlunar ársins.