Mál númer 202301450
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Lögð fram til kynningar skýrsla um hljóðvistaútreikninga fyrir stærri sal Hlégarðs.
Afgreiðsla 14. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. janúar 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd #14
Lögð fram til kynningar skýrsla um hljóðvistaútreikninga fyrir stærri sal Hlégarðs.
Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs kynnir skýrslu hljóðvistarútreikninga fyrir aðalsal Hlégarðs. Jafnframt greindi hann frá þeim aðgerðum sem þegar hefur verið gripið til sem eru tjöld á sviði og við enda salar og fyrirhuguð kaup á leiktjöldum og myrkvunargardínum til að bæta hljóðvist og auka hlýleika.
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Tillaga menningar- og lýðræðisnefndar um tímabundna ráðningu viðburðastjóra í Hlégarði frá 1. maí næstkomandi.
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Bókun D lista:
Við fögnum og styðjum ráðningu viðburðastjóra en erum á móti því að sveitarfélagið taki að sér allan rekstur Hlégarðs, þ.e. veitingarekstur, áfengissölu og annað sem fellur til.Bókun B, S og C lista
Sú tillaga sem hér liggur fyrir er lögð fram af menningar- og lýðræðisnefnd þar sem hún var samþykkt á 5. fundi nefndarinnar, af öllum nefndarmönnum, þ.e. bæði fulltrúum meirihluta og minnihluta. Það vekur því furðu að einn bæjarfulltrúi sem samþykkti tillöguna á fundi menningar- og lýðræðisnefndar velji nú að sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar í bæjarstjórn.Við ítrekum að umrædd tillaga snýr að því að rekstur hússins verði á hendi Mosfellsbæjar næstu tvö árin sem tilraunaverkefni og verði það endurskoðað að þeim tíma liðnum.
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Lögð fram tillaga menningar- og lýðræðisnefndar um rekstur Hlégarðs og ráðningu viðburðastjóra.
Afgreiðsla 5. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. apríl 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1576
Tillaga menningar- og lýðræðisnefndar um tímabundna ráðningu viðburðastjóra í Hlégarði frá 1. maí næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um tímabundna ráðningu viðburðastjóra Hlégarðs til allt að tveggja ára. Jafnframt er samþykkt að fela fjármálastjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar vegna ráðningarinnar. Fulltrúar D lista sitja hjá við afgreiðsluna.
- 11. apríl 2023
Menningar- og lýðræðisnefnd #5
Lögð fram tillaga menningar- og lýðræðisnefndar um rekstur Hlégarðs og ráðningu viðburðastjóra.
Kl. 17:20 víkur Arnar Jónsson af fundi.Lögð fram til umræðu og samþykkt með fimm atkvæðum svohljóðandi tillaga menningar- og lýðræðisnefndar til bæjarráðs:
Hlégarður er miðstöð menningarlífs í Mosfellsbæ og leggur menningar- og lýðræðisnefnd til að Mosfellsbær taki alfarið yfir rekstur Hlégarðs frá og með 1. maí nk.
Lögð er til tímabundin ráðning viðburðastjóra Hlégarðs til allt að tveggja ára. Viðburðastjóri Hlégarðs hefur einnig umsjón með bæjarhátíðinni Í túninu heima og hátíðarhöldum vegna 17. júní og öðrum viðburðum á vegum Mosfellsbæjar í sumar.
Áætlaður kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda við ráðningu viðburðastjóra Hlégarðs er 6,8 m.kr. en ekki var áætlað fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2023.
Óskað er eftir því að bæjarráð undirbúi gerð viðauka við fjárhagsáætlun til að standa straum af kostnaði við framkvæmd þessarar tillögu.Tillögunni fylgir greinargerð.
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Umsögn forstöðumanns bókasafns og menningarmála um áætlaðan kostnað við fjárfestingar og rekstur Hlégarðs á árinu 2023 lögð fram.
Afgreiðsla 4. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. mars 2023
Menningar- og lýðræðisnefnd #4
Umsögn forstöðumanns bókasafns og menningarmála um áætlaðan kostnað við fjárfestingar og rekstur Hlégarðs á árinu 2023 lögð fram.
Umsögn forstöðumanns bókasafns og menningarmála lögð fram.
- 15. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #821
Menningar- og lýðræðisnefnd heimsækir félagsheimilið Hlégarð og skoðar aðstæður í húsi.
Afgreiðsla 3. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 821. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. febrúar 2023
Menningar- og lýðræðisnefnd #3
Menningar- og lýðræðisnefnd heimsækir félagsheimilið Hlégarð og skoðar aðstæður í húsi.
Menningar- og lýðræðisnefnd heimsótti Hlégarð vegna yfirstandandi vinnu nefndarinnar við mótun framtíðarstefnu hússins.
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Húsaleigusamningur rekstraraðila Hlégarðs er runninn út. Umræður um málefni Hlégarðs og rekstur hússins til skemmri og lengri tíma.
Afgreiðsla 2. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. janúar 2023
Menningar- og lýðræðisnefnd #2
Húsaleigusamningur rekstraraðila Hlégarðs er runninn út. Umræður um málefni Hlégarðs og rekstur hússins til skemmri og lengri tíma.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir svohljóðandi bókun með öllum greiddum atkvæðum:
Nefndin felur forstöðumanni menningarmála að vinna tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 sem gerir ráð fyrir því að Mosfellsbær taki yfir rekstur Hlégarðs. Í áætluninni komi fram notkun stofnana Mosfellsbæjar á húsinu auk þeirrar félagsstarfsemi sem hefur nýtt húsið í viðburða- og fundahald. Gera þarf ráð fyrir kostnaði vegna starfsmannahalds, fjárfestingu í lágmarksbúnaði ásamt öðrum rekstrarkostnaði og athuga tekjumöguleika hússins. Mikilvægt er að samráð verði haft við Eignarsjóð sem fer með viðhald hússins og að tekið verið tillit til viðhaldsáætlunar ársins.