Mál númer 202104236
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
ReSource kemur og heldur kynningu á niðurstöðum tilraunaverkefnis varðandi loftgæðamæla í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 249. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. júní 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #249
ReSource kemur og heldur kynningu á niðurstöðum tilraunaverkefnis varðandi loftgæðamæla í Mosfellsbæ.
Kynning af hálfu fulltrúa ReSource um niðurstöður mælinga frá Airly í samanburði við fasta mæla Umhverfisstofnunar. Upplýst var að skýrsla um mæliniðurstöður Airly í Mosfellsbæ muni verða gefin út í næstu viku.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
ReSource kemur og heldur kynningu fyrir umhverfisnefnd um niðurstöður loftgæðamælinga hjá Mosfellsbæ vegna ársins 2023. Áheyrnarfulltrúi L-lista Vina Mosfellsbæjar var einnig búinn að óska eftir því að þetta mál yrði tekið fyrir. Kynning sett inn á fundargátt leið og hún berst frá ReSource.
Afgreiðsla 244. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. janúar 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #244
ReSource kemur og heldur kynningu fyrir umhverfisnefnd um niðurstöður loftgæðamælinga hjá Mosfellsbæ vegna ársins 2023. Áheyrnarfulltrúi L-lista Vina Mosfellsbæjar var einnig búinn að óska eftir því að þetta mál yrði tekið fyrir. Kynning sett inn á fundargátt leið og hún berst frá ReSource.
Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir og Brian Barr frá ReSource kynntu niðurstöður loftgæðamælinga í Mosfellsbæ fyrir árið 2023.
Umhverfisnefnd þakkar kærlega fyrir góða kynningu. - 29. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #790
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um að ganga til samninga við Resource International um uppsetningu loftgæðamælakerfis í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1503. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1503
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um að ganga til samninga við Resource International um uppsetningu loftgæðamælakerfis í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gengið verði til samninga við Resource International um kaup og utanumhald loftgæðamæla í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög. Samráð um framkvæmd verði haft við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis til samræmis við fyrirliggjandi minnisblað.
- 30. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #786
Lögð fram tillaga að loftgæðamælaneti fyrir Mosfellsbæ
Afgreiðsla 220. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. júní 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #220
Lögð fram tillaga að loftgæðamælaneti fyrir Mosfellsbæ
Umhverfisnefnd leggur til að tillögu um uppsetningu loftgæðamælanets verði komið í framkvæmd. Nefndin undirstrikar mikilvægi þess að hefja loftgæðamælingar enda er það í samræmi við umhverfisstefnu Mosfellsbæjar.
- 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Kynning ReSource International ehf. á hugmyndum um sameiginilegt loftmælanet fyrir höfuðborgarsvæðið. Fulltrúi ráðgjafafyrirtækisins kemur á fundinn.
Afgreiðsla 218. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. apríl 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #218
Kynning ReSource International ehf. á hugmyndum um sameiginilegt loftmælanet fyrir höfuðborgarsvæðið. Fulltrúi ráðgjafafyrirtækisins kemur á fundinn.
Karl Eðvaldsson frá ReSouce International kynnti hugmyndir um loftgæðamælanet fyrir höfuðborgarsvæðið.
Umhverfisnefnd leggur til að Mosfellsbær skoði tillögur ReSource International og felur umhverfisstjóra að vinna áfram að málinu.