Mál númer 202311200
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Kynning á mögulegu útliti atvinnustefnu og vinna við fyrstu skref innleiðingar.
Afgreiðsla 8. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. nóvember 2023
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #8
Kynning á mögulegu útliti atvinnustefnu og vinna við fyrstu skref innleiðingar.
Nefndin samþykkti að útlit atvinnustefnu Mosfellsbæjar taki mið af framsetningu í glærum númer fjögur og sjö sem kynntar voru á fundinum. Starfsmanni nefndarinnar falið að undirbúa hnitmiðaða framsetningu á stefnunni sem unnt verði að miðla á vef sveitarfélagsins og á samfélagsmiðlum. Jafnframt var starfsmanni nefndarinnar falið að vinna tillögu að tímasetningu á framkvæmd aðgerða, skilgreiningu ábyrgðaraðila aðgerða og vinna úr fram komnum tillögum að mælikvörðum.