Mál númer 202311200
- 14. janúar 2025
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #19
Starfsmaður nefndarinnar fer yfir stöðu aðgerðaáætlunar með atvinnustefnu Mosfellsbæjar 2023-2026.
Nefndin þakkar starfsmanni fyrir yfirferð yfir stöðu aðgerða á aðgerðaáætlun atvinnustefnu. Nefndin fagnar því það gangi vel að vinna að aðgerðum atvinnustefnunnar, að sex aðgerðum sé þegar lokið og að ellefu aðrar aðgerðir séu í vinnslu.
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnir og fer yfir stöðu aðal- og deiliskipulags atvinnusvæða í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. nóvember 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #18
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnir og fer yfir stöðu aðal- og deiliskipulags atvinnusvæða í sveitarfélaginu.
Nefndin þakkar Kristni Pálssyni fyrir góða yfirferð yfir aðal- og deiliskipulag atvinnusvæða. Yfirferðin sýnir að það eru mjög fjölbreytt atvinnusvæði og miklir möguleikar til staðar til að koma á öflugri atvinnustarfsemi í Mosfellsbæ. Það ásamt þeirri vinnu við að bæta upplýsingagjöf á vef Mosfellsbæjar um atvinnulóðir og atvinnulíf eru mikilvægar aðgerðir í atvinnustefnu Mosfellsbæjar.
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Yfirferð yfir stöðu aðgerðaáætlunar atvinnustefnu Mosfellsbæjar 2023-2030.
Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. september 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #16
Yfirferð yfir stöðu aðgerðaáætlunar atvinnustefnu Mosfellsbæjar 2023-2030.
Nefndin þakkar starfsmanni fyrir yfirferð yfir stöðu aðgerða á aðgerðaáætlun atvinnustefnu. Nefndin fagnar að tveimur aðgerðum sé þegar lokið og að tólf aðgerðir séu þegar komnar í vinnslu.
DÖG mætti kl. 16:56
- 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Starfsmaður nefndarinnar fer yfir stöðuna á aðgerðaáætlun atvinnustefnu.
Afgreiðsla 11. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. febrúar 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #11
Starfsmaður nefndarinnar fer yfir stöðuna á aðgerðaáætlun atvinnustefnu.
Nefndin þakkar starfsmanni fyrir yfirferð yfir ábyrgðaraðila, tímaáætlun og stöðu aðgerða í aðgerðaáætlun atvinnustefnunnar. Nefndin leggur áherslu á að staða aðgerðaáætlunar sé lögð fyrir nefndina með reglubundnum hætti.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Starfsmaður nefndarinnar fer yfir stöðu á innleiðingu atvinnustefnu Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 10. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Tillaga að útliti fyrir Atvinnustefnu Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. janúar 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #10
Starfsmaður nefndarinnar fer yfir stöðu á innleiðingu atvinnustefnu Mosfellsbæjar.
Útlit atvinnustefnu lagt fram og samþykkt. Starfsmaður kynnti stöðuna á vinnu við skilgreiningu ábyrgðar og tímaáætlun innleiðingarinnar.
- 12. desember 2023
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #9
Tillaga að útliti fyrir Atvinnustefnu Mosfellsbæjar
Tillaga um útlit atvinnustefnu Mosfellsbæjar samþykkt.
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Kynning á mögulegu útliti atvinnustefnu og vinna við fyrstu skref innleiðingar.
Afgreiðsla 8. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. nóvember 2023
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #8
Kynning á mögulegu útliti atvinnustefnu og vinna við fyrstu skref innleiðingar.
Nefndin samþykkti að útlit atvinnustefnu Mosfellsbæjar taki mið af framsetningu í glærum númer fjögur og sjö sem kynntar voru á fundinum. Starfsmanni nefndarinnar falið að undirbúa hnitmiðaða framsetningu á stefnunni sem unnt verði að miðla á vef sveitarfélagsins og á samfélagsmiðlum. Jafnframt var starfsmanni nefndarinnar falið að vinna tillögu að tímasetningu á framkvæmd aðgerða, skilgreiningu ábyrgðaraðila aðgerða og vinna úr fram komnum tillögum að mælikvörðum.