Mál númer 202208758
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Staða vinnu við samning um samræmda móttöku flóttafólks kynnt.
Afgreiðsla 2. fundar velferðarnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. janúar 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #2
Staða vinnu við samning um samræmda móttöku flóttafólks kynnt.
Velferðarnefnd tekur jákvætt í að ganga til samninga við ráðuneytið, á þeim forsendum að innviðir séu til staðar og óskar jafnframt eftir því að framkvæmdarstjóri velferðarsviðs kalli eftir upplýsingum frá fræðslusviði hver geta skólakerfisins er til að taka á móti flóttabörnum og þær upplýsingar fylgi með til bæjarráðs.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Afgreiðsla 1552. fundar bæjarráðs samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. október 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1552
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að vinna áfram að málinu í samstarfi við ráðuneytið og eftir atvikum önnur sveitarfélög.
Bókun bæjarráðs Mosfellsbæjar:
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur fullan vilja til að taka þátt samningnum um samræmda móttöku flóttafólks. Mosfellsbær hefur tvívegis áður tekið þátt í slíkum verkefnum með góðum árangri. Eins og fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði þarf að huga frekar að tveimur þáttum varðandi samninginn svo sveitarfélagið geti tekið þátt og sinnt verkefninu með sóma. Annars vegar þarf að koma til sérstakur stuðningur vegna skólagöngu barna og hins vegar þarf að endurskoða húsnæðisþáttinn. - 14. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #811
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Afgreiðsla 1547. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. september 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1547
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.