Mál númer 202208758
- 12. desember 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1650
Tillaga um breytingu á samkomulagi um samræmda móttöku lögð fyrir bæjarráð til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um undirritun samkomulags um samræmda móttöku vegna 40 einstaklinga sem gildi til 30. júní 2025.
- 5. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #852
Tillaga um framlengingu samnings um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.
Afgreiðsla 1627. fundar bæjarráðs samþykkt á 852. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30. maí 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1627
Tillaga um framlengingu samnings um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlengja samning um samræmda móttöku flóttafólks í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 6. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #846
Tillaga um framlengingu á samningi um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.
Afgreiðsla 1614. fundar bæjarráðs samþykkt á 846. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #846
Tillaga um framlengingu á samningi um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.
Afgreiðsla 1615. fundar bæjarráðs samþykkt á 846. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. febrúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1615
Tillaga um framlengingu á samningi um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlengja samning um samræmda móttöku flóttafólks í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 22. febrúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1614
Tillaga um framlengingu á samningi um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.
Frestað vegna tímaskorts.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Staða á viðræðum milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytis um framlengingu samnings um móttöku flóttafólks kynnt.
Afgreiðsla 16. fundar velferðarnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. janúar 2024
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #16
Staða á viðræðum milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytis um framlengingu samnings um móttöku flóttafólks kynnt.
Lagt fram til kynningar.
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Tillaga um tímabundna framlengingu samnings um samræmda móttöku flóttafólks.
Afgreiðsla 1602. fundar bæjarráðs samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. nóvember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1602
Tillaga um tímabundna framlengingu samnings um samræmda móttöku flóttafólks.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlengja núverandi samning um samræmda móttöku flóttafólks um fjóra mánuði í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Samningur um samræmda móttöku flóttafólks kynntur fyrir velferðarnefnd.
Afgreiðsla 5. fundar velferðarnefndar samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. mars 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #5
Samningur um samræmda móttöku flóttafólks kynntur fyrir velferðarnefnd.
Velferðarnefnd fagnar því að Mosfellsbær hafi undirritað samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Samningurinn er forsenda þess að ráðuneytið komi með fjárframlög inn í móttöku flóttafólks. Flóttafólk kemur til Mosfellsbæjar hvort sem við erum með samning um móttöku eða ekki. Með því að taka þátt í verkefninu er því tryggt að við fáum fjármagn til að standa undir kostnaði við að þjónusta flóttafólk sem flytur í bæinn á markvissan hátt með ráðgjöf og stuðningi til að tryggja farsæla móttöku þess.
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Tillaga framkvæmdastjóra velferðarsviðs um að ganga til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.
Afgreiðsla 1571. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Lagt er til að gengið verði til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um samræmda móttöku flóttafólks.
Afgreiðsla 1570. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1571
Tillaga framkvæmdastjóra velferðarsviðs um að ganga til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulag við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks sem feli í sér að Mosfellsbær taki á móti allt að 80 flóttamönnum á árinu 2023.
***
Bókun D lista:
Fulltrúar D-lista í bæjarráði Mosfellsbæjar eru hlynntir móttöku flóttafólks, en því fylgir mikil ábyrgð og mikilvægt að innviðir sveitarfélagsins ráði við verkefnið.Fulltrúar D-lista lýsa yfir áhyggjum yfir því hvort stjórnsýsla, stofnanir og innviðir bæjarins séu í stakk búnir til að taka við 80 manns á árinu 2023.
Sérstaklega er bent á að húsnæðismál verða mjög krefjandi auk þess sem sá fjölþætti stuðningur sem fylgir verkefninu mun auka mjög á álag starfsmanna og stofnana sem er ærið fyrir og hefur aukist eftir heimsfaraldur.
Einnig er bent á að sá mannafli og fjármagn sem reiknað er með í verkefnið liggur ekki fyrir.
Einnig þarf að skýra betur í fyrirliggjandi samningsdrögum milli Mosfellsbæjar og ríkisins hvernig ríkið ætlar að útvega húsnæði fyrir flóttafólkið ef það tekst ekki hjá Mosfellsbæ eins og kveðið er á um í samningsdrögunum.
Fulltrúar D lista í bæjarráði hafa kallað eftir upplýsingum um fyrirhugaðan kostnað við verkefnið þar sem það liggur fyrir að það fjármagn sem kemur frá ríkinu í verkefnið dugir skammt fyrir kostnaði.Það er því mikilvægt að tryggja starfsfólki skóla, leikskóla og stofnana bæjarins nægan stuðning, mannafla, tæki, tól og fjármagn til að takast á við þetta mikilvæga verkefni af fagmennsku.
Bókun B, C og S lista:
Bæjarfulltrúar B, S og C lista þakka starfsfólki fyrir ítarlega og vandaða vinnu við undirbúning samnings um samræmda móttöku flóttafólks.Verkefnið er vel undirbúið og samráð var haft við forsvarsmenn stofnana sem munu leiða vinnu við móttöku fólksins.
Eins og kunnugt er þá kemur mikill fjöldi flóttamanna til landsins í dag og hefur ríkið kallað eftir samstarfi við sveitarfélög landsins svo unnt sé að tryggja farsæla móttöku þess.
Flóttafólk kemur til Mosfellsbæjar hvort sem við erum með samning eða ekki. Með því að taka þátt í verkefninu er því tryggt að við fáum fjármagn til að standa undir kostnaði.
Það er samfélagsleg ábyrgð Mosfellsbæjar að taka þátt í þessu sameiginlega verkefni ríkisstjórnar Íslands og sveitarfélaganna.
- 2. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1570
Lagt er til að gengið verði til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um samræmda móttöku flóttafólks.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Staða vinnu við samning um samræmda móttöku flóttafólks kynnt.
Afgreiðsla 2. fundar velferðarnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. janúar 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #2
Staða vinnu við samning um samræmda móttöku flóttafólks kynnt.
Velferðarnefnd tekur jákvætt í að ganga til samninga við ráðuneytið, á þeim forsendum að innviðir séu til staðar og óskar jafnframt eftir því að framkvæmdarstjóri velferðarsviðs kalli eftir upplýsingum frá fræðslusviði hver geta skólakerfisins er til að taka á móti flóttabörnum og þær upplýsingar fylgi með til bæjarráðs.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Afgreiðsla 1552. fundar bæjarráðs samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. október 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1552
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að vinna áfram að málinu í samstarfi við ráðuneytið og eftir atvikum önnur sveitarfélög.
Bókun bæjarráðs Mosfellsbæjar:
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur fullan vilja til að taka þátt samningnum um samræmda móttöku flóttafólks. Mosfellsbær hefur tvívegis áður tekið þátt í slíkum verkefnum með góðum árangri. Eins og fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði þarf að huga frekar að tveimur þáttum varðandi samninginn svo sveitarfélagið geti tekið þátt og sinnt verkefninu með sóma. Annars vegar þarf að koma til sérstakur stuðningur vegna skólagöngu barna og hins vegar þarf að endurskoða húsnæðisþáttinn. - 14. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #811
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Afgreiðsla 1547. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. september 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1547
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.