Mál númer 202312352
- 8. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #850
Lagt er til að bæjarráð heimili umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðendur vegna útboðs á hirðu úrgangs í Mosfellsbæ.
Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
***
Afgreiðsla 1623. fundar bæjarráðs samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum. - 2. maí 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1623
Lagt er til að bæjarráð heimili umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðendur vegna útboðs á hirðu úrgangs í Mosfellsbæ.
Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila umhverfissviði að taka tilboði lægstbjóðenda vegna útboðs á hirðu úrgangs í hverjum útboðshluta í kjölfar útboðs að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Lægstbjóðendur voru eftirfarandi:
Útboðshluti 1, lífrænt og almennt sorp - Íslenska gámafélagið ehf.
Útboðshluti 2, pappír og plast - Íslenska gámafélagið ehf.
Útboðshluti 3, djúpgámar - Terra umhverfisþjónustaVakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 6. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #846
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs á hirðu úrgangs við heimili í Mosfellsbæ í samvinnu við Garðabæ.
Afgreiðsla 1615. fundar bæjarráðs samþykkt á 846. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. febrúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1615
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs á hirðu úrgangs við heimili í Mosfellsbæ í samvinnu við Garðabæ.
Fyrirhugað útboð Mosfellsbæjar og Garðabæjar á hirðu úrgangs frá heimilum kynnt. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboðið í samvinnu við Garðabæ í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út sorphirðu frá heimilum í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1608. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. janúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1608
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út sorphirðu frá heimilum í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að undirbúa útboð á sorphirðu frá heimilum.