Mál númer 202401103
- 15. mars 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #608
Skipulagsnefnd samþykkti á 604. fundi sínum að auglýsa og kynna tillög að deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarhúsalóð að Engjavegi 8 í samræmi við framlögð gögn. Tillagan felur í sér aukna viðbyggingarheimild úr 50 m² í 120 m² þar sem ný íverurýma tengjast núverandi íbúð og fasteign, í samræmi við gögn unnin af Arinbirni Vilhjálmssyni, arkitekt, dags. desember 2023. Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, skipulagsgáttinni og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til þinglýstra eigenda lóða og landa að Engjavegi 6, 8, Dælustöðvarvegi 6 og Reykjalundi L125400. Athugasemdafrestur var frá 31.01.2024 til og með 29.02.2024. Engar athugasemdir bárust.
Lagt fram.
- 7. mars 2024
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #76
Skipulagsnefnd samþykkti á 604. fundi sínum að auglýsa og kynna tillög að deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarhúsalóð að Engjavegi 8 í samræmi við framlögð gögn. Tillagan felur í sér aukna viðbyggingarheimild úr 50 m² í 120 m² þar sem ný íverurýma tengjast núverandi íbúð og fasteign, í samræmi við gögn unnin af Arinbirni Vilhjálmssyni, arkitekt, dags. desember 2023. Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, skipulagsgáttinni og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til þinglýstra eigenda lóða og landa að Engjavegi 6, 8, Dælustöðvarvegi 6 og Reykjalundi L125400. Athugasemdafrestur var frá 31.01.2024 til og með 29.02.2024. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Erindi barst frá Arinbirni Vilhjálmssyni, f.h. Ævars Arnar Jósepssonar, dags. 04.01.2024, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsbreytingu að Engjavegi 8. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina þar sem viðbyggingarheimild skipulagsins er aukin úr 50 m² í 110 m². Meðfylgjandi er skýringarmynd viðbyggingar nýrra íverurýma sem tengjast núverandi íbúð og fasteign.
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. janúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #604
Erindi barst frá Arinbirni Vilhjálmssyni, f.h. Ævars Arnar Jósepssonar, dags. 04.01.2024, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsbreytingu að Engjavegi 8. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina þar sem viðbyggingarheimild skipulagsins er aukin úr 50 m² í 110 m². Meðfylgjandi er skýringarmynd viðbyggingar nýrra íverurýma sem tengjast núverandi íbúð og fasteign.
Tillagan er framsett sem textabreyting greinargerðar gildandi deiliskipulags. Með hliðsjón af 5.8.2. gr. skipulagsreglugerðar samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum breytinguna sem óverulega þar sem landnotkun er hin sama en nýtingarhlutfall, útlit og form húss tekur breytingum. Breytingin varðar grenndarhagsmuni aðliggjandi lóða og er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa og kynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum lóða og landa að Engjavegi 6, 8, Dælustöðvarvegi 6 og Reykjalundi L125400 til kynningar og athugasemda. Auk þess verður breyting aðgengileg í Skipulagsgáttinni og á vef Mosfellsbæjar, mos.is.