Mál númer 202310606
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Nefndarmenn sem að sóttu fundinn í Hörpu fyrir hönd Ungmennaráðs kynna niðurstöður fundarins.
Afgreiðsla 68. fundar ungmennaráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. desember 2023
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #68
Nefndarmenn sem að sóttu fundinn í Hörpu fyrir hönd Ungmennaráðs kynna niðurstöður fundarins.
Þrír aðilar frá Ungmennaráði Mosfellsbæjar fóru fyrir hönd Mosfellsbæjar á ráðstefnu í Hörpunni um loftslagsmál. Ungmennaráð UNICEF á Íslandir stóð fyrir ráðstefnunni fyrir ma. Ungmennaráð barnvænna sveitarfélaga. Þarna fengu ungmennin tækifæri til þess að fræðast, hittast og leggja á ráðin. Okkar fólk var mjög ánægt með fundinn og þakklátt fyrir tækifærið. Meðfylgjandi er niðurstaða og ályktun fundarins.
Undir þessum lið sagði einnig Eyrun Birna frá fundi sem að hún fór á fyrir hönd Ungmennaráðs í tengslum við nýja umferðaröryggisáætlun fyrir Mosfellsbæ. Ungmennaráð er mjög ánægt með að vera boðuð á slíka fundi og minnir aðra starfsmenn og nefndarmenn Mosfellsbæjar á mikilvægi þess að fá álit og raddir ungmenna þegar að mál og málefni sem að varða ungt fólk í Mosfellsbæ eru rædd.
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Boð á fund ungmennaráða í Barnvænum sveitarfélögum.
Afgreiðsla 67. fundar ungmennaráðs samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. október 2023
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #67
Boð á fund ungmennaráða í Barnvænum sveitarfélögum.
Boð á fund ungmennaráða í Barnvænum sveitafélögum.
UNICEF á Íslandi býður Ungmennaráðum Barnvænna sveitarfélaga til fundar í Björtuloftum í Hörpu fimmtudaginn 2. nóvember kl 19:30 ? 21:30. Á fundinum verða í boði léttar veitingar, kvöldsnarl og drykkir.
Á fundinum verður erindi frá Finni Ricard Andrasyni, forseta ungra umhverfissinna, ásamt því að ungmennin munu taka þátt í borðavinnu. Á fundinum verður ályktun Ungmennaráða Barnvænna sveitarfélaga rædd og að lokum vonandi samþykkt.
Starfsfólk innanlandsteymis UNICEF verður á svæðinu og vinnur í kringum fundinn og verða meðlimir Ungmennaráðs UNICEF í hlutverki borðstjóra og stýra Teams umræðum fyrir þau ungmennaráð sem eiga ekki heimangengt. Ungmennaráð UNICEF hefur veg og vanda að skipulagningu þessa fundar.
Ungmennaráðsfólk þakkar boðið , og munu allir Þeir sem að komast þetta kvöld mæta á fundinn með starfsmanni.