Mál númer 202311218
- 17. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #611
Hafsteinn Helgi Halldórsson Granaskjól 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 10 í samræmi við framlögð gögn. Byggingarformin voru grenndarkynntkynnt, athugasemdafrestur var til og með 02.04.2024, engar athugasemdir bárust. Stærðir: 129,3 m², 505,95 m³.
Lagt fram.
- 17. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #611
Skipulagsnefnd samþykkti á 604. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir 129,3 m² tveggja hæða steinsteyptu frístundahúsí Hamrabrekkum 10 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum lóða og landa að Hamrabrekkum, 5, 6, 8, 9, 11, 13, 14 og 15. Gögn voru aðgengileg á vef. Athugasemdafrestur var frá 28.02.2024 til og með 02.04.2024. Engar athugasemdir bárust.
Lagt fram.
- 7. maí 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #521
Hafsteinn Helgi Halldórsson Granaskjól 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 10 í samræmi við framlögð gögn. Byggingarformin voru grenndarkynntkynnt, athugasemdafrestur var til og með 02.04.2024, engar athugasemdir bárust. Stærðir: 129,3 m², 505,95 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
- 6. maí 2024
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #78
Skipulagsnefnd samþykkti á 604. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir 129,3 m² tveggja hæða steinsteyptu frístundahúsí Hamrabrekkum 10 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum lóða og landa að Hamrabrekkum, 5, 6, 8, 9, 11, 13, 14 og 15. Gögn voru aðgengileg á vef. Athugasemdafrestur var frá 28.02.2024 til og með 02.04.2024. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, teljast áformin samþykkt og er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Hafsteini Helga Halldórssyni vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 10. Um er að ræða 129,3 m² tveggja hæða steinsteypt hús. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 510. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á staðnum.
Afgreiðsla 604. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. janúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #604
Hafsteinn Helgi Halldórsson Granaskjól 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 10 í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: 129,3 m², 505,95 m³.
Lagt fram.
- 19. janúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #604
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Hafsteini Helga Halldórssyni vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 10. Um er að ræða 129,3 m² tveggja hæða steinsteypt hús. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 510. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á staðnum.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum lóða og landa að Hamrabrekkum, 5, 6, 8, 9, 11, 13, 14 og 15 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.
- 12. janúar 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #510
Hafsteinn Helgi Halldórsson Granaskjól 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 10 í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: 129,3 m², 505,95 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.