Mál númer 202312327
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Bréf frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. (SHS) varðandi tillögur starfshóps um húsnæðismál SHS er lúta að staðsetningu slökkvistöðva á höfuðborgarsvæðinu auk greinagerðar starfshópsins, sem stjórn SHS hefur samþykkt og vísað til aðildarsveitarfélaganna.
Afgreiðsla 1608. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. janúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1608
Bréf frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. (SHS) varðandi tillögur starfshóps um húsnæðismál SHS er lúta að staðsetningu slökkvistöðva á höfuðborgarsvæðinu auk greinagerðar starfshópsins, sem stjórn SHS hefur samþykkt og vísað til aðildarsveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að unnið verði að framgangi framkvæmdaáætlunar í samræmi við tillögur starfshópsins og samþykki stjórnar SHS. Ekki er gert ráð fyrir að tillögurnar hafi áhrif á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins á yfirstandandi ári. Bæjarráð felur fjármálastjóra í samráði við fjármálastjóra aðildarsveitarfélaganna að undirbúa tillögu að fjármögnun fyrir árið 2025 sem og langtímaáætlanir í samræmi við fyrirliggjandi tillögur starfshópsins.