Mál númer 202409050
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 29.08.2024, með ósk um umsagnarbeiðni vegna skipulagslýsingar nýs deiliskipulags að Hrafnhólum á Kjalarnesi. Samkvæmt gögnum er tilgangur deiliskipulagsins að styrkja búrekstur á jörðinni þar sem tvinnað verður saman fjölbreyttum en hófsömum landbúnaði, gistingu, heilsutengdri þjónustu og útivist. Athugasemdafrestur er frá 29.08.2024 til og með 19.09.2024. Hjálagt er minnisblað og umsögn umhverfissviðs.
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #616
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 29.08.2024, með ósk um umsagnarbeiðni vegna skipulagslýsingar nýs deiliskipulags að Hrafnhólum á Kjalarnesi. Samkvæmt gögnum er tilgangur deiliskipulagsins að styrkja búrekstur á jörðinni þar sem tvinnað verður saman fjölbreyttum en hófsömum landbúnaði, gistingu, heilsutengdri þjónustu og útivist. Athugasemdafrestur er frá 29.08.2024 til og með 19.09.2024. Hjálagt er minnisblað og umsögn umhverfissviðs.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu en áréttar ákvæði aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 um hverfisverndarsvæði Leirvogsár og markmið um takmarkaðar framkvæmdir nær árbakkanum. Þá er áin viðkvæmur viðtaki sem rennur úr í Leiruvog sem friðlýstur var þann 16. september 2022. Á framkvæmdatíma skuli komið í veg fyrir mengun ofanvatns með leirburði og losun frá byggingarsvæðum berist út í yfirborðsvatn. Þá bendir nefndin einnig á að aðkoma að Hrafnhólum frá Þingvallavegi er um héraðsveginn Hrafnhólaveg (4365). Vegurinn liggur um einkalönd og fer m.a. í gegnum land Skeggjastaða í Mosfellsbæ. Reykjavíkurborg skal tryggja samráð við landeigendur vegna þeirrar auknu umferðar og nota sem orðið geta á veginum vegna þeirrar þjónustu sem til stendur að byggja upp að Hrafnhólum. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að skila umsögn sveitarfélagsins í samræmi við bókun og fyrirliggjandi minnisblað.