Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202409050

  • 25. september 2024

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #857

    Borist hef­ur er­indi frá Reykja­vík­ur­borg, dags. 29.08.2024, með ósk um um­sagn­ar­beiðni vegna skipu­lags­lýs­ing­ar nýs deili­skipu­lags að Hrafn­hól­um á Kjal­ar­nesi. Sam­kvæmt gögn­um er til­gang­ur deili­skipu­lags­ins að styrkja búrekst­ur á jörð­inni þar sem tvinn­að verð­ur sam­an fjöl­breytt­um en hóf­söm­um land­bún­aði, gist­ingu, heilsu­tengdri þjón­ustu og úti­vist. At­huga­semda­frest­ur er frá 29.08.2024 til og með 19.09.2024. Hjálagt er minn­is­blað og um­sögn um­hverf­is­sviðs.

    Af­greiðsla 616. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 857. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 20. september 2024

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #616

      Borist hef­ur er­indi frá Reykja­vík­ur­borg, dags. 29.08.2024, með ósk um um­sagn­ar­beiðni vegna skipu­lags­lýs­ing­ar nýs deili­skipu­lags að Hrafn­hól­um á Kjal­ar­nesi. Sam­kvæmt gögn­um er til­gang­ur deili­skipu­lags­ins að styrkja búrekst­ur á jörð­inni þar sem tvinn­að verð­ur sam­an fjöl­breytt­um en hóf­söm­um land­bún­aði, gist­ingu, heilsu­tengdri þjón­ustu og úti­vist. At­huga­semda­frest­ur er frá 29.08.2024 til og með 19.09.2024. Hjálagt er minn­is­blað og um­sögn um­hverf­is­sviðs.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir við fyr­ir­liggj­andi skipu­lags­lýs­ingu en árétt­ar ákvæði að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 um hverf­is­vernd­ar­svæði Leir­vogs­ár og markmið um tak­mark­að­ar fram­kvæmd­ir nær ár­bakk­an­um. Þá er áin við­kvæm­ur við­taki sem renn­ur úr í Leiru­vog sem frið­lýst­ur var þann 16. sept­em­ber 2022. Á fram­kvæmda­tíma skuli kom­ið í veg fyr­ir meng­un of­an­vatns með leir­burði og los­un frá bygg­ing­ar­svæð­um ber­ist út í yf­ir­borð­s­vatn. Þá bend­ir nefnd­in einn­ig á að að­koma að Hrafn­hól­um frá Þing­valla­vegi er um hér­aðs­veg­inn Hrafn­hóla­veg (4365). Veg­ur­inn ligg­ur um einka­lönd og fer m.a. í gegn­um land Skeggjastaða í Mos­fells­bæ. Reykja­vík­ur­borg skal tryggja sam­ráð við land­eig­end­ur vegna þeirr­ar auknu um­ferð­ar og nota sem orð­ið geta á veg­in­um vegna þeirr­ar þjón­ustu sem til stend­ur að byggja upp að Hrafn­hól­um. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að skila um­sögn sveit­ar­fé­lags­ins í sam­ræmi við bók­un og fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.