Mál númer 202202287
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Drög að umferðaröryggisáætlun lögð fram til kynningar. Skipulagsnefnd samþykkti þann 14.júní á 613. fundi að fela ráðgjöfum og umhverfissviði áframhaldandi vinnu máls og klára aðgerðaráætlun.
Afgreiðsla 251. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2024. Farið yfir stöðumat sveitarfélagsins og greiningarvinnu sem liggur fyrir. Var þar á meðal umferðarmagn á gatnakerfi, umferðarhraða, umferðarslys, almenningssamgöngur o.fl. Óvarðir vegfarendur og skólar og gönguleiðir skólabarna var sérstaklega fjallað um. Komið var að markmiðum og áhersluatriðum í umferðaröryggisáætluninni ásamt framkvæmdaáætlun og forgangsröðun verkefna. Áætlað er að tekið sé tillit til umferðaröryggisáætlunar við gerð árlegra fjárhagsáætlana sveitarfélagsins. Umferðarráðgjafar EFLU þekkingarstofu kynntu áætlunina, aðgerðir og niðurstöður á 613. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #616
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2024. Farið yfir stöðumat sveitarfélagsins og greiningarvinnu sem liggur fyrir. Var þar á meðal umferðarmagn á gatnakerfi, umferðarhraða, umferðarslys, almenningssamgöngur o.fl. Óvarðir vegfarendur og skólar og gönguleiðir skólabarna var sérstaklega fjallað um. Komið var að markmiðum og áhersluatriðum í umferðaröryggisáætluninni ásamt framkvæmdaáætlun og forgangsröðun verkefna. Áætlað er að tekið sé tillit til umferðaröryggisáætlunar við gerð árlegra fjárhagsáætlana sveitarfélagsins. Umferðarráðgjafar EFLU þekkingarstofu kynntu áætlunina, aðgerðir og niðurstöður á 613. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum uppfærða umferðaröryggisáætlun. Skipulagsnefnd þakkar íbúum og öðrum hagaðilum sem lögðu til ábendingar og tóku þátt í samráði um aðgerðarlista og forgangsröðun. Skipulagsnefnd eftirlætur skipulagsfulltrúa og umhverfissviði að leggja fram tillögur að verkefnum, aðgerðum og framkvæmdum fyrir gerð komandi fjárhagsáætlunar.
- 10. september 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #251
Drög að umferðaröryggisáætlun lögð fram til kynningar. Skipulagsnefnd samþykkti þann 14.júní á 613. fundi að fela ráðgjöfum og umhverfissviði áframhaldandi vinnu máls og klára aðgerðaráætlun.
Drög að uppfærðri umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar. Umræða um skýrsluna.
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, skipulags- og byggingartæknifræðingur frá Eflu þekkingarstofu kynna niðurstöður greininga, drög nýrrar umferðaröryggisáætlunar og tillögu aðgerðaráætlunar.
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. júní 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #613
Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, skipulags- og byggingartæknifræðingur frá Eflu þekkingarstofu kynna niðurstöður greininga, drög nýrrar umferðaröryggisáætlunar og tillögu aðgerðaráætlunar.
Berglind Hallgrímsdóttir og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir kynntu og svöruðu spurningum. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela ráðgjöfum og umhverfissviði áframhaldandi vinnu máls og klára aðgerðaráætlun í samræmi við umræður.
- 27. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #835
Í kjölfar verk- og verðkönnunar hefur umhverfissvið ráðið Eflu verkfræðistofu við gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunar Mosfellsbæjar í samræmi við ákvörðun nefndarinnar um endurskoðun. Þær Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, skipulags- og byggingartæknifræðingur munu stýra gerð áætlunar og kynna fyrir skipulagsnefnd verklýsingu og næstu skref.
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 22. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #596
Í kjölfar verk- og verðkönnunar hefur umhverfissvið ráðið Eflu verkfræðistofu við gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunar Mosfellsbæjar í samræmi við ákvörðun nefndarinnar um endurskoðun. Þær Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, skipulags- og byggingartæknifræðingur munu stýra gerð áætlunar og kynna fyrir skipulagsnefnd verklýsingu og næstu skref.
Lagt fram og kynnt. Ráðgjafar Eflu kynntu áætlun, tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum. Skipulagsnefnd þakkar kynninguna og samþykkir með 5 atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa og umhverfissviði áframhaldandi vinnu máls.
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Kynnt er samantekt til upplýsinga um framvindu verkefna framkvæmdaáætlunar á gildandi umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2016. Í undirbúningi er ný umferðaröryggisáætlun í samræmi við afgreiðslu á 559. fundi nefndarinnar. Gögn verða kynnt á fundi.
Afgreiðsla 595. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #595
Kynnt er samantekt til upplýsinga um framvindu verkefna framkvæmdaáætlunar á gildandi umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2016. Í undirbúningi er ný umferðaröryggisáætlun í samræmi við afgreiðslu á 559. fundi nefndarinnar. Gögn verða kynnt á fundi.
Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs, kynnti samantekt um framkvæmdir og aðgerðir í umferðaröryggismálum.
- 23. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #799
Lögð er fram til kynningar tillaga umhverfissviðs um endurskoðun umferðaröryggisáætlunar Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 559. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 799. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. febrúar 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #559
Lögð er fram til kynningar tillaga umhverfissviðs um endurskoðun umferðaröryggisáætlunar Mosfellsbæjar.
Jón Pétursson fulltrúi M-lista, Miðflokks, vék af fundi.
Skipulagsnefnd fagnar tillögu um endurskoðun umferðaröryggisáætlunar og felur umhverfissviði að vinna að endurskoðun hennar.