Mál númer 202404052
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi við Dælustöðvarveg í Reykjahverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #616
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi við Dælustöðvarveg í Reykjahverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt með áberandi hætti í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is, Lögbirtingablaðinu og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni til umsagnar og athugasemda.