Mál númer 202404052
- 8. janúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #863
Skipulagsnefnd samþykkti á 616. fundi sínum að kynna nýtt deiliskipulag við Dælustöðvarveg í Reykjahverfi, í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 24.10.2024 til og með 08.12.2024. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 25.11.2024, Einari Þór Valdimarssyni, dags. 26.11.2024, Veitum ohf., dags. 02.12.2024 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 11.12.2024.
Afgreiðsla 622. fundar skipulagsnefndar staðfest á 863. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. desember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #622
Skipulagsnefnd samþykkti á 616. fundi sínum að kynna nýtt deiliskipulag við Dælustöðvarveg í Reykjahverfi, í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 24.10.2024 til og með 08.12.2024. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 25.11.2024, Einari Þór Valdimarssyni, dags. 26.11.2024, Veitum ohf., dags. 02.12.2024 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 11.12.2024.
Umsagnir lagðar fram til kynningar. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls.
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi við Dælustöðvarveg í Reykjahverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #616
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi við Dælustöðvarveg í Reykjahverfi. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Áætlunin var tekin fyrir og kynnt á 608. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt með áberandi hætti í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is, Lögbirtingablaðinu og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni til umsagnar og athugasemda.