Mál númer 202304452
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Lagt er fram til kynningar og umræðu minnisblað umhverfissviðs vegna nýrra tillagna Veitna að spennistöðvum, frágangi og hönnun við Bjarkarholt og Háholt í miðbæ Mosfellsbæjar. Skipulagsnefnd gerði athugasemd við leyfisumsókn Veitna að nýrri spennistöð við Bjarkarholt 1B á 592. fundi sínum vegna ásýndaráhrifa innsendra uppdrátta. Skipulagsnefnd óskaði eftir samræmi spennistöðva og dreifimannvirkja við götuna með nýrri hönnun og útliti fyrri Bjarkarholt 1B og Háholt 9.
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #616
Lagt er fram til kynningar og umræðu minnisblað umhverfissviðs vegna nýrra tillagna Veitna að spennistöðvum, frágangi og hönnun við Bjarkarholt og Háholt í miðbæ Mosfellsbæjar. Skipulagsnefnd gerði athugasemd við leyfisumsókn Veitna að nýrri spennistöð við Bjarkarholt 1B á 592. fundi sínum vegna ásýndaráhrifa innsendra uppdrátta. Skipulagsnefnd óskaði eftir samræmi spennistöðva og dreifimannvirkja við götuna með nýrri hönnun og útliti fyrri Bjarkarholt 1B og Háholt 9.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að heimila byggingarfulltrúa að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum um nýtt útlit spennistöðva. Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa og umhverfissviði eftirfylgni litavals og útlits í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Til samræmis við fyrri bókun skulu mannvirki Veitna vera áþekk og taka mið af litavali spennistöðvar að Bjarkarholti 22A. Skipulagsnefnd áréttar mikilvægi þess að öll mannvirkjagerð og manngert umhverfi miðbæjarins sé vandað.
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Borist hefur umsókn um leyfi frá Veitum ohf. til að reisa 17,3 m² forsteypta spennistöð að Bjarkarholti 1B (áður Háholti 11A), í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 499. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæðis í gildandi deiliskipulagi miðbæjarins um umfjöllun skipulagsnefndar á öllum nýjum mannvirkjum.
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #592
Borist hefur umsókn um leyfi frá Veitum ohf. til að reisa 17,3 m² forsteypta spennistöð að Bjarkarholti 1B (áður Háholti 11A), í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 499. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæðis í gildandi deiliskipulagi miðbæjarins um umfjöllun skipulagsnefndar á öllum nýjum mannvirkjum.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við tillögu Veitna að nýrri spennistöð við Bjarkarholt. Fyrir er annarskonar spennistöð að Bjarkarholti 22A við sömu götu. Ný spennistöð er ekki í neinu samræmi við þá sem fyrir er og óskar skipulagsnefnd þess að þær verði hafðar áþekkar með einum eða öðrum hætti enda um miðbæjargötu Mosfellsbæjar að ræða. Skipulagsnefnd vill um leið gera athugasemd við spennistöð sem sett var innan lóðar Háholts 9 á sama svæði miðbæjar. Stöðin er lýti í umhverfi sínu og óskar nefndin þess að Veitur lagi einnig útlit hennar.
Afgreitt með fimm atkvæðum. - 16. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #592
Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum spennistöð á lóðinni Háholt nr. 11A í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: 17,3 m², 52,9 m³.
Lagt fram.
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum spennistöð á lóðinni Háholt nr. 11A í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: 17,3 m², 52,9 m³.
Afgreiðsla 499. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar.
- 1. júní 2023
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #499
Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum spennistöð á lóðinni Háholt nr. 11A í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: 17,3 m², 52,9 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna ákvæða deiliskipulags.