Mál númer 202402394
- 17. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #623
Skipulagsnefnd samþykkti á 616. fundi sínum að kynna nýtt deiliskipulag frístundabyggðar að Lynghólsvegi 24, L125324, í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun einnar nýrrar lóðar. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 02.12.2024 til og með 10.01.2025. Umsögn barst frá Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 11.12.2024. Brugðist hefur verið við umsögn og tillaga uppfærð til samræmis. Hjálagt er deiliskipulag til afgreiðslu.
Umsögn er lögð fram til kynningar. Í ljósi þess að brugðist hefur verið við ábendingum samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. Þá áréttar nefndin að tillaga og gögn skuli einnig unnin á stafrænu formi og skilað þannig síðar til Skipulagsstofnunar, til samræmis við ný ákvæði laga.
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð tillaga að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar að Lynghólsvegi 24, L125324, í samræmi við athugasemdir á 615. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun einnar nýrrar lóðar, í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #616
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð tillaga að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar að Lynghólsvegi 24, L125324, í samræmi við athugasemdir á 615. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun einnar nýrrar lóðar, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt með áberandi hætti á vef sveitarfélagsins www.mos.is, í Mosfellingi, í Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og með kynningarbréfum til aðliggjandi landeigenda.
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð tillaga að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar að Lynghólsvegi 24, L125324. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun einnar nýrrar lóðar, í samræmi við gögn. Nefndin synjaði fyrri tillögu skipulags á 610. fundi sínum þar sem hún samræmdist ekki aðalskipulagi.
Afgreiðsla 615. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #615
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð tillaga að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar að Lynghólsvegi 24, L125324. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun einnar nýrrar lóðar, í samræmi við gögn. Nefndin synjaði fyrri tillögu skipulags á 610. fundi sínum þar sem hún samræmdist ekki aðalskipulagi.
Máli frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir skýrari og læsilegri uppdráttum. Til samræmis við önnur nýleg deiliskipulög skal fjalla betur um til að mynda aðkomur, aðstæður, umhverfi, borholu, slökkvivatn og sorp, auk þess að vitna í viðeigandi og réttar reglugerðir. Þá bendir skipulagsnefnd á að þó byggt verði innan frístundabyggðar samkvæmt aðalskipulagi er ekki um breytingu á landnotkun að ræða.
- 8. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #850
Borist hefur erindi frá Gesti Ólafssyni, f.h. landeigenda að Lynghólsvegi 24, dags. 20.02.2024, með ósk um heimild til skipulagsgerðar að landi L125324. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun fjögurra nýrra lóða. Gert er ráð fyrir möguleika á þremur byggingarreitum á hverri lóð þar sem hver reitur er um 190 m2 að stærð. Tillagan byggir á heimild til uppbyggingu íbúðarhúsa með léttri atvinnustarfsemi, í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #610
Borist hefur erindi frá Gesti Ólafssyni, f.h. landeigenda að Lynghólsvegi 24, dags. 20.02.2024, með ósk um heimild til skipulagsgerðar að landi L125324. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og stofnun fjögurra nýrra lóða. Gert er ráð fyrir möguleika á þremur byggingarreitum á hverri lóð þar sem hver reitur er um 190 m2 að stærð. Tillagan byggir á heimild til uppbyggingu íbúðarhúsa með léttri atvinnustarfsemi, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd synjar með fimm atkvæðum ósk um deiliskipulagsgerð. Erindi og áætlanir samræmast ekki heimildum og ákvæðum aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 um frístundabyggð í sveitarfélaginu.