Mál númer 202309521
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Kynning á stöðu umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar frá Vegagerðinni.
Afgreiðsla 251. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. september 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #251
Kynning á stöðu umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar frá Vegagerðinni.
Helga Jóna Jónasdóttir verkefnastjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni mætti og kynnti stöðu vinnu við Sundabraut frá Sæbraut að Kjalarnesi.Umræður um framkvæmd Sundabrautar, þróun umferðar og umhverfisþætti í tengslum við framkvæmdina svo sem áhrif á Leirvoginn. Stefnt er að því að umhverfismatsskýrsla liggi fyrir til kynningar síðar á árinu.
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Umsögn Mosfellsbæjar vegna matsáætlunar fyrir Sundabraut lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 242. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. nóvember 2023
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #242
Umsögn Mosfellsbæjar vegna matsáætlunar fyrir Sundabraut lögð fram til kynningar.
Umsögn Mosfellsbæjar um matsáætlun vegna áforma um Sundabraut lögð fram til kynningar.
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Umsögn umhverfissviðs um fyrstu matsáætlun umhverfisáhrifa fyrirhugaðrar lagningar Sundabrautar lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1598. fundar bæjarráðs samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. október 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1598
Umsögn umhverfissviðs um fyrstu matsáætlun umhverfisáhrifa fyrirhugaðrar lagningar Sundabrautar lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að senda umsögn um málið inn í Skipulagsgáttina, að teknu tilliti til ábendinga sem fram komu á fundinum.
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Borist hefur erindi frá Vegagerðinni, dags. 20.09.2023, þar sem tilkynnt er um kynnta matsáætlun umhverfisáhrifa um fyrirhugaða lagningu Sundabrautar. vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Með verklýsingunni eru boðaðar breytingar sem varða legu og útfærslu áformaðrar Sundabrautar, verkefnið er á frumdragastigi. Matsáætlun er til kynningar og umsagna í skipulagsgáttinni, umsagnafrestur er til og með 19.10.2023.
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. október 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #597
Borist hefur erindi frá Vegagerðinni, dags. 20.09.2023, þar sem tilkynnt er um kynnta matsáætlun umhverfisáhrifa um fyrirhugaða lagningu Sundabrautar. vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Með verklýsingunni eru boðaðar breytingar sem varða legu og útfærslu áformaðrar Sundabrautar, verkefnið er á frumdragastigi. Matsáætlun er til kynningar og umsagna í skipulagsgáttinni, umsagnafrestur er til og með 19.10.2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að metin verði vandlega mögulega áhrif Sundabrautar á Leiruvog, hvað varðar strauma og lífríki svæðisins. Leiruvogur og Blikastaðakró voru friðlýst árið 2022 en svæðið er mikilvægur viðkomustaður farfugla, einkum vaðfugla og fóstrar ríkulegt fuglalíf allt árið um kring. Auk þeirra einkennist vogurinn af fjölbreyttum vistgerðum, leirum, þangfjörum, kræklingaáreyrum og sandfjörum sem eru lífauðugar.