Mál númer 202408382
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Erindi frá Hönnu Símonardóttur þar sem óskað er eftir því að Mosfellsbær fordæmi árásir á Gaza og kalli eftir vopnahléi.
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. september 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1638
Erindi frá Hönnu Símonardóttur þar sem óskað er eftir því að Mosfellsbær fordæmi árásir á Gaza og kalli eftir vopnahléi.
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir ályktun utanríkismálanefndar Alþingis um tafarlaust vopnahlé á Gaza af mannúðarástæðum. Aðstæður almennra borgara á Gaza eru skelfilegar. Innviðir samfélagsins eru í molum vegna sprengjuárása og íbúar svæðisins á vergangi. Aðgangur að mat og vatni er stopull, heilbrigðisþjónusta lítil, skólastarf hverfandi og heimili fólks hafa verið jöfnuð við jörðu. Þúsundir saklausra barna og ungmenna hafa verið drepin. Þessum hörmungum verður að linna. Það gerist ekki nema komið verði á vopnahléi.