Mál númer 202308506
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Óskað er heimildar bæjarráðs til greiðslu viðbótarkostnaðar sem féll til við viðbótar- og aukaverk vegna framkvæmda við leikskólann Reykjakot.
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. september 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1638
Óskað er heimildar bæjarráðs til greiðslu viðbótarkostnaðar sem féll til við viðbótar- og aukaverk vegna framkvæmda við leikskólann Reykjakot.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum aukið fjármagn vegna viðbótar- og aukaverkefna vegna framkvæmda við leikskólann Reykjakot í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Fjármála- og áhættustýringarsviði er falið að meta hvort gera þurfi viðauka vegna framkvæmdarinnar.
- 6. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #846
Óskað er heimildar til að endurbyggja tengibyggingu í leikskólanum Reykjakoti í tengslum við endurnýjun eldhússtofu.
Afgreiðsla 1615. fundar bæjarráðs samþykkt á 846. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. febrúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1615
Óskað er heimildar til að endurbyggja tengibyggingu í leikskólanum Reykjakoti í tengslum við endurnýjun eldhússtofu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila endurnýjun á tengibyggingu við leikskólann Reykjakot í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Fjármála- og áhættustýringasviði er falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði við framkvæmdina.
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Óskað er eftir að bæjaráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í nýtt mötuneytiseldhús leikskólans Reykjakots á grundvelli tilboðs hans.
Afgreiðsla 1598. fundar bæjarráðs samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. október 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1598
Óskað er eftir að bæjaráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í nýtt mötuneytiseldhús leikskólans Reykjakots á grundvelli tilboðs hans.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Mineral ehf., í kjölfar útboðs að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Óskað er eftir að bæjarráð heimili útboð á endurnýjun mötuneytiseldhús leikskólans Reykjakots.
Afgreiðsla 1590. fundar bæjarráðs samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. ágúst 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1590
Óskað er eftir að bæjarráð heimili útboð á endurnýjun mötuneytiseldhús leikskólans Reykjakots.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út færanlega kennslustofu sem hýsir mötuneytiseldhús leikskólans Reykjakots í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.