Mál númer 202310341
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Tillaga um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025 sem atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkti og vísaði til formlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. september 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1638
Tillaga um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025 sem atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkti og vísaði til formlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að sótt verði um styrk vegna verkefnisins Orkugarðs í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025.
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Lagt er til að atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykki að sækja um verkefnið Orkugarður í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025.
Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. september 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #16
Lagt er til að atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykki að sækja um verkefnið Orkugarður í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025 og vísar tillögunni til formlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Yfirferð yfir styrkveitingar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2024. https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/island-saekjum-thad-heim-5387-milljonir-krona-til-uppbyggingu-ferdamannastada-a-landsvisu
Afgreiðsla 14. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. maí 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #14
Yfirferð yfir styrkveitingar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2024. https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/island-saekjum-thad-heim-5387-milljonir-krona-til-uppbyggingu-ferdamannastada-a-landsvisu
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir yfir vonbrigðum með að Mosfellsbær hafi ekki hlotið styrk úr Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða fyrir árið 2024 en sótt var um hönnun og undirbúning fyrir baðaðstöðu við Hafravatn og viðhald og uppbyggingu á Útivistarsvæðinu við Hamrahlíð við Úlfarsfell. Sömuleiðis lýsir nefndin yfir vonbrigðum með að svo fá verkefni þeirra sveitarfélaga sem heyra undir Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins hafi hlotið styrk en einungs um 4,4% af styrkfénu rann til höfuðborgarsvæðisins.
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Kynning á styrkumsóknum Mosfellsbæjar í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Afgreiðsla 8. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. nóvember 2023
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #8
Kynning á styrkumsóknum Mosfellsbæjar í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Nefndin fagnar því að Mosfellsbær hafi sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í fyrsta sinn. Þar sem það telur til stiga að verkefni sé hluti af áfangastaðaáætlun vill nefndin hvetja til þess að hugað verði að endurskoðun á þeim verkefnum sem tilgreind eru í Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins 2023-2026 þegar tækifæri til þess gefst í ársbyrjun 2024. Við þá endurskoðun verði hugað að þeim seglum sem eru í Mosfellsbæ og að styrkumsóknir miði sérstaklega að því að styrkja uppbyggingu á þeim svæðum og þannig efla Mosfellsbæ sem áfangastað ferðamanna.
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Lagt er til að bæjarráð samþykki tvær umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðmannastaða fyrir árið 2024, annars vegar vegna sundaðstöðu við Hafravatn og hins vegar vegna framkvæmdar á útivistarsvæði við Hamrahlíð við Úlfarsfell.
Afgreiðsla 1598. fundar bæjarráðs samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. október 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1598
Lagt er til að bæjarráð samþykki tvær umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðmannastaða fyrir árið 2024, annars vegar vegna sundaðstöðu við Hafravatn og hins vegar vegna framkvæmdar á útivistarsvæði við Hamrahlíð við Úlfarsfell.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að fyrirliggjandi umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2024.