Mál númer 202409180
- 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa vegna fundar með málsaðila, til samræmis við afgreiðslu á 616. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi frá Birni Guðbrandssyni frá Arkís arkitektum, f.h. Óðalsteins ehf.
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 1. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #619
Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa vegna fundar með málsaðila, til samræmis við afgreiðslu á 616. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi frá Birni Guðbrandssyni frá Arkís arkitektum, f.h. Óðalsteins ehf.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 43. gr. sömu laga. Tillagan skal unnin í nánu samstarfi við skipulagsteymi umhverfissviðs Mosfellsbæjar og skipulagsnefnd.
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Borist hefur erindi frá Birni Guðbrandssyni frá Arkís arkitektum, f.h. Óðalsteins ehf., dags. 09.09.2024, með ósk um gerð deiliskipulagsbreytingar lóða við Bjarkarholt 26, 28 og 30 (áður 1, 2 og 3).
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #616
Borist hefur erindi frá Birni Guðbrandssyni frá Arkís arkitektum, f.h. Óðalsteins ehf., dags. 09.09.2024, með ósk um gerð deiliskipulagsbreytingar lóða við Bjarkarholt 26, 28 og 30 (áður 1, 2 og 3).
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að funda með lóðarhafa og hönnuðum hans. Skipulagsnefnd áréttar bókun og afgreiðslu á 605. fundi sínum um mikilvægi þess að Mosfellsbær hafi yfirsýn og stjórn á deiliskipulagsbreytingum miðbæjarins og samráði vegna þess. Lögð skal áhersla á heildar yfirbragð, gæði byggðar, samgöngur, stíga og opin græn svæði.