Mál númer 202409180
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Borist hefur erindi frá Birni Guðbrandssyni frá Arkís arkitektum, f.h. Óðalsteins ehf., dags. 09.09.2024, með ósk um gerð deiliskipulagsbreytingar lóða við Bjarkarholt 26, 28 og 30 (áður 1, 2 og 3).
Afgreiðsla 616. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #616
Borist hefur erindi frá Birni Guðbrandssyni frá Arkís arkitektum, f.h. Óðalsteins ehf., dags. 09.09.2024, með ósk um gerð deiliskipulagsbreytingar lóða við Bjarkarholt 26, 28 og 30 (áður 1, 2 og 3).
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að funda með lóðarhafa og hönnuðum hans. Skipulagsnefnd áréttar bókun og afgreiðslu á 605. fundi sínum um mikilvægi þess að Mosfellsbær hafi yfirsýn og stjórn á deiliskipulagsbreytingum miðbæjarins og samráði vegna þess. Lögð skal áhersla á heildar yfirbragð, gæði byggðar, samgöngur, stíga og opin græn svæði.