Mál númer 201109385
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Meðfylgjandi er svar Innanríkisráðuneytisins vegna málsins frá 15. mars 2013.
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Fulltrúi íbúahreyfingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:$line$$line$"Í bréfi frá innanríkisráðuneytinu segir:$line$"Um matskennt lagaákvæði er að ræða og skiptir miklu að lagt sé mat hverju sinni á hagsmuni þess lögaðila sem upplýsingarnar varða. Líkt og lýst er í athugasemdum við 9.gr. Í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 þarf almennt við slíkt mat að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi"$line$$line$Óskað var ítrekað eftir því að bæjarstjórn tæki afstöðu í þessu máli. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar hefur einn lýsti yfir að hér séu um mikilvægar upplýsingar að ræða um ráðstöfun opinberra hagsmuna sem útsvarsgreiðendur eigi rétt á að vita og að Mosfellsbær eigi að upplýsa um. $line$Aðrir bæjarfulltrúar hafa með afstöðuleysi lýst yfir að þessar upplýsingar séu leyndarmál sem ekkert erindi eigi við útsvarsgreiðendur Mosfellsbæjar og bera fyrir sig að fara verði að lögum, en lögin segja að það séu þeir sjálfir sem eigi að meta eins og fulltrúi Íbúahreyfingarinnar hefur bent á og kemur fram í bréfi innanríkisráðuneytisins.$line$Gengið var svo langt í þessu máli að pantað var lögfræðiálit þar sem mælst var til þess að fulltrúi Íbúahreyfingarinnar væri kærður til saksóknara fyrir að birta upplýsingar er varða óumdeilanlega almannahag.$line$$line$Hve lengi ætla þessir bæjarfulltrúar að leyna upplýsingum fyrir bæjarbúum. Það er aftur búið að afskrifa skuldir lögaðila og einstaklinga og enn er þessum upplýsingum haldið leyndum, ekki vegna þess að lög kveða á um að svo skuli vera heldur vegna þess að aðrir bæjarfulltrúar með afstöðuleysi lýsa yfir að það sé leyndarmál."$line$$line$Bókun D og V lista.$line$$line$"Eins og kunnugt er liggur fyrir lögfræðiálit lögfræðinga bæjarins þess efnis að birting umræddra gagna sé ekki heimil nema að undangegnu upplýstu samþykki málsaðila. Til að fá frekari skoðun á þessu máli samþykkti bæjarráð að leita til Sambands íslenskra sveitarfélaga um nánari túlkun málsins. Bæjarfulltrúar V og D lista vísa því að sjálfsögu á bug að þeir séu að leyna upplýsingum fyrir bæjarbúum, heldur einvörðungu að stunda vandaða stjórnsýslu og fara skv. lögum."
- 4. apríl 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1115
Meðfylgjandi er svar Innanríkisráðuneytisins vegna málsins frá 15. mars 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að afla álits fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga á málinu.
- 26. október 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #567
Áður á dagskrá 556. fundar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þar sem samþykkt var að óska eftir því við lögmenn bæjarins að fram færi lögfræðileg skoðun á því hvort brotið hafi verið gegn reglum Mosfellsbæjar um meðferð mála, ákvæðum sveitarstjórnarlaga og ákvæðum annarra laga sem kveða á um vernd persónuupplýsinga þegar Íbúahreyfingin birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í Mosfellsbæ í dreifibréfi til íbúa Mosfellsbæjar í september sl.
Til máls tóku: HP, JJB, HS, HSv, HBA, BH og KT.<BR> <BR>Bókun bæjarfulltrúa S- og V lista.<BR> <BR>Bæjarstjórn Mosfellsbæjar óskaði á síðasta fundi sínum eftir lögfræðilegri skoðun bæjarlögmanna á því hvort bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar hefði brotið lög þegar hann birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í dreifibréfi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ sem sent var til íbúa í september sl.<BR>Nú liggur álit lögmannanna fyrir. Þar kemur fram að upplýsingar um afskriftir lögaðila hjá sveitarfélögum heyra undir þagnarskyldu sveitarstjórnarmanna. Í álitinu kemur einnig fram að birting umræddra upplýsinga var ekki í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Óheimilt var því fyrir sveitarstjórnarmanninn að birta upplýsingarnar opinberlega samkvæmt álitinu. Að auki er lagt til í álitinu að rétt sé að tilkynna innanríkisráðherra umrætt mál.<BR> <BR>Því er það tillaga að innanríkisráðuneytið verði upplýst um málið og jafnframt óskað leiðsagnar ráðuneytisins um framhald þess.<BR>Tillagan samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
<BR>Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna minnisblaðs LEX.<BR> <BR>Hvergi kemur fram í lögum að afskriftir lögaðila hjá sveitarfélögum heyri undir þagnarskyldu sveitarstjórnarmanna. Birting upplýsinganna varða ekki persónuverndarlög 77/2000 enda um að ræða upplýsingar er varða almannahag Mosfellinga og eðlilega upplýsingagjöf til bæjarbúa sem Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Samfylkingin vilja koma í veg fyrir að birtist. <BR>Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar ver ekki sérhagsmuni, hann er í vinnu fyrir Mosfellinga.<BR>Sú staðhæfing Lögmannsstofunnar LEX að Mosfellsbæ sé ekki heimilt að birta upplýsingar um afskriftir lögaðila fæst ekki staðist.
<BR>Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.<BR>Íbúahreyfingin leggur til að kosið verði um hvort bæjarfulltrúar séu sammála lögfræðiálitinu.
Forseti lýsti þeirri skoðun sinni að framkomin tillaga væri ekki tæk til afgreiðslu vegna þess að þegar hefði verið afgreidd tilllaga um meðferð málsins, en óskaði eftir afstöðu annarra bæjarfulltrúa til þess.<BR>Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar að framkomin tillaga Íbúahreyfingarinnar væri ekki tæk til atkvæðagreiðslu.
- 12. október 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #566
Sett á dagskrá í samræmi við tölvupóst þar um frá formanni bæjarráðs.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 1046. fundar bæjarráðs kemur á dagskrá 566. fundar bæjarstjórnar þar sem afgreiðsla erindisins í bæjarráði var ekki samhljóða.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, KT, HP, HSv, BH, RBG, HB.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun Jóns Jósefs Bjarnasonar bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar:</DIV><DIV> </DIV><DIV>"Hér er á ferðinni stórfurðulegt mál, meirihlutinn ásamt Samfylkingunni vill eyða hundruð þúsunda í lögfræðikostnað til þess að koma í veg fyrir gagnsæi þar sem þeir telja sig ekki hæfa til þess að sinna skyldum sínum sem fulltrúar bæjarbúa og taka afstöðu í málinu. Á sama fundi stendur til að samþykkja lýðræðisstefnu bæjarins sem unnin var í sjálfboðavinnu.<BR>Forsaga málsins er að það kom fyrst til bæjarráð á fundi sem haldin var í beinu framhaldi af bæjarstjórnarfundi 16.03 2011. Listinn yfir þá sem áttu að fá kröfur sínar niðurfelldar fylgdi ekki málinu í fundargáttinni en var dreift með tölvupósti eftir vinnutíma deginum áður en fundurinn var haldinn. Listinn var stimplaður trúnaðarmál án skýringa. Bæjarráðsmenn gátu ekki kynnt sér málið að neinu marki en það kom ekki í veg fyrir að aðalmenn bæjarráðs sýndu fullkomið ábyrgðarleysi og samþykktu afskriftirnar. Áheyrnarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerði athugasemd við að skjalið væri stimplað trúnaðarmál, þó það hafi ekki verið bókað á fundinum.<BR>Af hverju var skjalið stimplað trúnaðarmál, er það á valdi embættismanna eða hverra er það að meta hvort skjöl úr bókhaldi Mosfellsbæjar séu trúnaðarmál, getur hver sem er ákveðið það upp á eigin spýtur, þarf ekki að liggja einhver ástæða að baki, er hún sú að koma í veg fyrir gagnrýni skattgreiðenda á ákvarðanir kjörinna fulltrúa, var eitthvað óeðlilegt við afskriftirnar, trúnaði gagnvart hverjum er verið að gæta ?<BR>Á bæjarstjórnarfundi 30.03 2011 var fundargerð bæjarráðs staðfest með eftirfarandi bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar og dagskrártillögu Hafsteins Pálssonar sem losaði bæjarstjórnarmenn frá því að gefa upp afstöðu sína í málinu en það virðist vera það sem allir flokksbundnir bæjarstjórnarmenn forðast eins og heitann eldinn. <BR>Íbúahreyfingin leggur til að allar upplýsingar um afskrifaðar skuldir lögaðila verði birtar opinberlega ásamt ástæðum fyrir því hvers vegna ekki sé talið mögulegt að innheimta kröfuna. Einnig, að allar upplýsingar um afskrifaðar skuldir einstaklinga þar sem félagslegar aðstæður eru ekki ástæða afskrifta séu birtar opinberlega.<BR>Þá leggur Íbúahreyfingin til að fjöldi einstaklinga og heildarupphæð krafna þeirra sem fá niðurfelldar kröfur vegna félagslegra aðstæðna verði birt opinberlega ásamt helstu félagslegum ástæðum sem valda því að afskrifa þarf kröfurnar. Að því gefnu að birtingin brjóti ekki í bága við lög.<BR>Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.<BR> <BR>Tillaga um málsmeðferð kom fram frá bæjarfulltrúa Hafsteini Pálssyni þess efnis að óskað verði eftir umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs um tillöguna og að umsögnin fari síðan til bæjarráðs.<BR> <BR>Tillagan um málsmeðferð borin upp og samþykkt með sex atkvæðum.<BR>6 mánuðir líða án þess að nokkuð er gert í málinu, send er fyrirspurn og henni svarað með því að málið hafi ekki verið ofarlega í forgangsröðinni og mikið verið að gera. <BR>Við þurfum að þola pólitískan bæjarstjóra sem forgangsraðar verkefnum, sambærilegar fyrirspurnir og þessi berast ósjaldan frá fréttamönnum, þeim er svarað samdægurs eða innan fárra daga, öðru máli gegnir um að upplýsa íbúa Mosfellsbæjar og að framfylgja því sem samþykkt er í bæjarstjórn. <BR>Íbúahreyfingin birtir hluta af þessum upplýsingum í fréttablaði sínu í september s.l. enda engin rök fyrir því að birta þær ekki og raunar pólitísk spilling að bæjarstjórn birtir þær ekki strax eftir afgreiðslu málsins. Upplýsingar sem hugsanlega stangast á við persónuverndarlög eru settar fram nafnlausar í töflu líkt og beðið var um í bæjarstjórn. <BR>Listinn er hins vegar birtur sem málsgang í heild sinni undir þessum lið.<BR>Nú tekur við önnur stórfurðuleg atburðarrás, á bæjarráðsfundi 22.09 2011 er þess farið á leit að bæta við sem fyrsta mál, dagskrárlið undir nafninu "Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar". <BR>Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskaði eftir að málinu yrði frestað og tekið upp eins og önnur mál á næsta bæjarráðsfundi. Því var hafnað og með því brotið á lýðræðislegum vinnubrögðum bæjarráðs og 47. gr. Samþykkta Mosfellsbæjar þar sem segir m.a.<BR>.... Heimilt er að taka erindi til meðferðar í bæjarráði þótt ekki sé það tilgreint í dagskrá. Þó er skylt að fresta afgreiðslu slíks erindis ef einhver bæjarráðsmanna eða áheyrnarfulltrúi óskar þess....<BR>Engin önnur sýnileg ástæða liggur að baki því að taka málið upp á þessum fundi fremur en næsta en að koma í veg fyrir lýðræðislegan rétt bæjarráðsmanna að geta undirbúið sig og kynnt sér mál sem liggja fyrir fundi.<BR>Frestað var að staðfesta dagskrárliðinn á bæjarstjórnarfundi vegna brota formanns bæjarráðs á samþykktum Mosfellsbæjar, en það kom ekki í veg fyrir að meirihlutinn bókaði um innihald dagskrárliðsins, en það var ekki á dagskrá heldur bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar um fundarsköp formanns bæjarstjórnar. Það mál endaði með því að tilkynnt var að þessi valdníðsla og samþykktarbrot yrðu kærð til innanríkisráðuneytis skv. 103 gr. sveitarstjórnarlaga.<BR>Það er allrar athygli vert að forseti bæjarráðs hafi ekki kynnt sér þau fáu atriði í Samþykktum Mosfellsbæjar sem snúa að bæjarráði og ekki síður að fulltrúar sem hafa setið í áratugi í bæjarstjórn og embættismenn hafi ekki næga þekkingu á þessum Samþykktum.<BR>Á bæjarráðsfundunum þar sem þetta mál var rætt, kom fram að hugsanlegur lögfræðikostnaður við að koma í veg fyrir að birta íbúum gögn sem þeir eiga rétt á að fá gæti numið allt að 800þ kr. Það skortir ekki fé þegar koma á í veg fyrir gagnsæi en lýðræðisnefndin mátti vinna í sjálfboðavinnu.<BR>Það má líkja þessu máli við að einstaklingur sem ekki hefur til þess umboð, setji upp læst hlið ásamt umferðamerkjum á veg sem liggur í þjóðgarði og er almenningseign til þess að almennir borgarar sem án tímæla eiga fullan rétt á að nota veginn, raski ekki ró þess forréttindahóps sem á sumarbústað í þjóðgarði.<BR>Það er klár spilling að hafa ekki birt þessar afskriftir í beinu framhaldi af afgreiðslu málsins og umhugsunarefni fyrir kjósendur í Mosfellsbæ hverjir treysta sér til þess að taka afstöðu í málum og hverjir þurfa að eyða út tómum sjóðum sveitarfélagsins til kaupa á lögfræðiþjónustu þegar heilbrigð skynsemi nægir. "<BR></DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa D lista og lista Vinstri grænna:</DIV><DIV>"Við vísum fullyrðingum og dylgjum í bókun Íbúahreyfingarinnar alfarið á bug, þær dæma sig sjálfar. Þetta mál snýst um hvort bæjarfulltrúar fari eftir þeim lögum og reglum sem þeir hafa undirgengist varðandi stjórnsýslu Mosfellsbæjar."</DIV><DIV> </DIV><DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar Hönnu Bjartmars:</DIV><DIV>"Aðalatriðið er að farið sé að lögum við birtingu upplýsinga og er því mikilvægt að engin vafi leiki á hvort gögn sem kjörnir fulltrúar fá í hendur séu trúnaðarmál eða ekki. Því er nauðsynlegt að þau gögn sem sett eru á fundargátt séu merkt hvað það varðar. Telji fundarmenn vafa leika á slíkri merkingu skjals þá sé afstaða tekin til þess á þeim fundi þar sem um málið er fjallað. Sé ágreingur fyrir hendi er þá leitað úrskurðar í málinu."</DIV></DIV><DIV> </DIV><DIV>Svohljóðandi tillaga borin upp til afgreiðslu:</DIV><DIV>Bæjarstjórn óskar eftir því við lögmenn bæjarins að fram fari lögfræðileg skoðun á því hvort brotið hafi verið gegn reglum Mosfellsbæjar um meðferð mála, ákvæðum sveitarstjórnarlaga og ákvæðum annarra laga sem kveða á um vernd persónuupplýsinga þegar Íbúahreyfingin birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í Mosfellsbæ í dreifibréfi til íbúa Mosfellsbæjar í september sl.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingar bókar að ekki sé ástæða til að leita til lögfræðings þegar heilbrigð skynsemi nægir.<BR><BR></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 29. september 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1046
Sett á dagskrá í samræmi við tölvupóst þar um frá formanni bæjarráðs.
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, SÓJ, JS, BH og KT.
Fyrirliggjandi er tillaga að samþykkt bæjarráðs.<BR>Bæjarráð óskar eftir því við framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að fram fari lögfræðileg skoðun á því hvort brotið hafi verið gegn reglum Mosfellsbæjar um meðferð mála, ákvæðum sveitarstjórnarlaga og ákvæðum annarra laga sem kveða á um vernd persónuupplýsinga þegar Íbúahreyfingin birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í Mosfellsbæ í dreifibréfi til íbúa Mosfellsbæjar í september sl.<BR>
<BR>Bókun bæjarráðsmanns Íbúahreyfingarinnar.<BR>Í umræðu um þetta mál kemur fram að fréttamenn hafi í auknu mæli sóst eftir fundargögnum og hafi þá fengið svör innann stutts tíma. Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerði samskonar fyrirspurn sem bókuð var á bæjarstjórnarfundi fyrir 6 mánuðum síðan og verður að teljast nokkuð óeðlilegur munur á þjónustu við þessa aðila.<BR>Umrædd gögn eru augljóslega ekki trúnaðargön og skiptir þar engu stimplun á þeim, þau hefði átt að birta strax eftir afgreiðslu enda um að ræða upplýsingar sem íbúar eiga rétt á að vita.<BR>Íbúahreyfingin telur enga ástæðu til þess að skoða málið frekar en sé það gert er óeðlilegt að sá sem átti að svara erindinu fyrir 6 mánuðum taki það að sér.<BR>
<BR>Bókun bæjarráðsfulltrúa S-lista.<BR>Aðal atriðið er að farið sé að lögum við birtingu upplýsinga og er því mikilvægt að engin vafi leiki á hvort gögn sem kjörnir fulltrúar fá í hendur séu trúnaðarmál eða ekki. Því er nauðsynlegt að þau gögn sem sett eru á fundargátt séu merkt hvað það varðar. Telji fundarmenn vafa leika á slíkri merkingu skjals þá sé afstaða tekin til þess á þeim fundi þar sem um málið er fjallað. Sé ágreingur fyrir hendi er þá leitað úrskurðar í málinu.
Lagt er til í ljósi bókana og umræðna að sú breyting verði gerð á ofangreindri tillögu að samþykkt bæjarráðs, að lögfræðileg skoðun fari fram af lögmönnum bæjarins í stað framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
<BR>Tillagan borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði Jóns Jósefs Bjarnasonar.
Bókun bæjarráðsmanna D- og V lista.<BR>Okkur þykir miður að hlutleyfi embættismanna Mosfellsbæjar sé dregið í efa.
Bókun bæjarráðsfulltrúa Íbúaheyfingarinnar.<BR>Íbúahreyfingin telur ekki ástæðu til þess að kaupa lögfræðiþjónustu fyrir þetta augljósa mál og minnir á að bæjarráðsmenn eiga sjálfir að geta tekið ákvarðanir af þessum toga enda til þess kosnir.<BR>Hlutleysi embættismanna er ekki dregið í efa en þar sem þeir eru aðilar máls með þessum hætti, þá bendir Íbúahreyfingin á að eðlilegast væri að fela umrætt verkefni í hendur öðrum, ef kjörnir fulltrúar geta ekki sinnt sínu starfi og skorið úr málinu.
- 28. september 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #565
<DIV><DIV>Í upphafi þessa 565. fundar bæjarstjórnar var samþykkt samhljóða að frestað erindinu og vísa því aftur til bæjarráðs.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV></DIV>
- 22. september 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1045
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, JS, BH, KT og SÓJ.
Bæjarráð óskar eftir því við framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að fram fari lögfræðileg skoðun á því hvort brotið hafi verið gegn reglum Mosfellsbæjar um meðferð mála, ákvæðum sveitarstjórnarlaga og ákvæðum annarra laga sem kveða á um vernd persónuupplýsinga þegar Íbúahreyfingin birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í Mosfellsbæ í dreifibréfi til íbúa Mosfellsbæjar í september sl.