Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201304042

  • 30. apríl 2013

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #604

    603. fund­ur bæj­ar­stjórn­ar vís­ar árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2012 til annarr­ar um­ræðu á næsta bæj­ar­stjórn­ar­fundi.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Hlyn­ur Sig­urðs­son (HLS) end­ur­skoð­andi Mos­fells­bæj­ar, Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri, Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Björn Þrá­inn Þórð­ar­son (BÞÞ) fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs.

    For­seti gaf orð­ið laust og fóru fram stutt um­ræða um árs­reikn­ing­in eins og hann ligg­ur fyr­ir eft­ir fyrri um­ræðu.


    Bók­un Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.
    Íbúa­hreyf­ing­in vek­ur at­hygli á að full­trúi henn­ar benti end­ur­skoð­anda á í kynn­ingu hans á árs­reikn­ingi að fulln­að­ar­af­greiðsla bæj­ar­ráðs á samn­ingi við Lands­banka Ís­lands vegna ólög­legr­ar sjálf­skuld­arábyrgð­ar Mos­fells­bæj­ar á skuld Helga­fells­bygg­inga ehf. hafi ver­ið brot á 35. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga, en skv. 72. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga skulu end­ur­skoð­end­ur sveit­ar­fé­laga með­al ann­ars kanna hvort full­nægj­andi heim­ild­ir hafi ver­ið fyr­ir út­gjöld­um og hvort al­menn stjórn­sýsla sveit­ar­fé­lags­ins og ein­stak­ar ákvarð­an­ir af hálfu þess séu í sam­ræmi við regl­ur um fjár­mál sveit­ar­fé­laga, ábyrga fjár­mála­stjórn og upp­lýs­inga­skyldu sveit­ar­fé­laga.
    Skýrslu end­ur­skoð­anda hef­ur ekki ver­ið breytt með til­liti til þess­ar­ar at­huga­semd­ar.

    Íbúa­hreyf­ing­in ít­rek­ar fyrri bók­un vegna fram­setn­ing­ar á árs­reikn­ingi.
    "Mark­mið­ið með sam­an­burði á áætlun og nið­ur­stöðu árs­reikn­inga er að bera sam­an hvern­ig bæj­ar­fé­lag­ið stóðst fjár­hags­áætlun. Breyt­ing­ar sem gerð­ar eru á áætl­un­inni á tíma­bil­inu eru nefnd­ir við­auk­ar en það orð er oft notað yfir ít­ar­efni eða auka­efni í rit­um og bók­um og þá gef­ið út á sama tíma. Við­auk­ar fjár­hags­áætl­un­ar eru hins aldrei gefn­ir út á sama tíma, þeir verða til á öllu tíma­bil­inu og geta jafn­vel ver­ið gerð­ir í lok des­em­ber, en þá erum við að bera sam­an áætlun sem gerð var ein­hverj­um dög­um áður en árs­reikn­ing­ur­inn. Til­gangs­leysi þess að sýna og bera sam­an áætlun með breyt­ing­um ætti að vera nokk­uð aug­ljóst. Við­auk­ar eiga að vera neð­an­máls til þess að út­skýra hvers vegna breyta þurfti áætl­un­inni.
    Í 61. gr. Sveit­ar­stjórn­ar­laga seg­ir m.a. í árs­reikn­ingi skal koma fram sam­an­burð­ur við a) árs­reikn­ing und­an­far­ins árs, b) upp­haf­lega fjár­hags­áætlun árs­ins og c) fjár­hags­áætlun árs­ins ásamt við­auk­um."
    Íbúa­hreyf­ing­in lít­ur svo á að að árs­reikn­ing­ur­inn sé ekki í sam­ræmi við 61. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.


    Bók­un bæj­ar­full­trúa D og V-lista.
    Bæj­ar­full­trú­ar D og V-lista vísa því á bug að bæj­ar­ráð hafi ekki haft heim­ild til fulln­aða­af­greiðslu í um­ræddu máli. Bæj­ar­stjórn var á þess­um tíma í sum­ar­leyfi og fer bæj­ar­ráð á þeim tíma með hlut­verk og verk­efni bæj­ar­stjórn­ar eins og fram kem­ur í 35. gr. Sveit­ar­stjórn­ar­laga.

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar varp­ar skýru ljósi á fjár­hags­lega stöðu sveit­ar­fé­lags­ins. Árs­reikn­ing­ur sveit­ar­fé­lags­ins er í fullu sam­ræmi við sveit­ar­stjórn­ar­lög og hafa end­ur­skoð­end­ur áritað hann. Fram­setn­ing árs­reikn­ings­ins er í sam­ræmi við til­mæli inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um hvern­ig árs­reikn­ing­ar skulu lagð­ir fram enda er í árs­reikn­ing­um að finna sam­an­burð við upp­haf­lega fjár­hags­áætlun svo og fjár­hags­áætlun með við­auk­um.


    Bók­un D- og V-lista vegna af­greiðslu árs­reikn­ings.
    Rekst­ur Mos­fells­bæj­ar gekk vel á ár­inu 2012 og var nið­ur­stað­an í sam­ræmi við fjár­hags­áætlun. Rekstr­araf­gang­ur fyr­ir fjár­magnsliði nam um 612 millj­ón­ir sem er um 10% af tekj­um. Að teknu til­liti til fjár­magnsliða var af­gang­ur af rekstri bæj­ar­ins um 29 millj­ón­ir eða 0,4% af tekj­um. Kenni­töl­ur úr rekstri bera vott um trausta stöðu bæj­ar­sjóðs. Veltufé frá rekstri eru 676 millj­ón­ir sem eru 11% af rekstr­ar­tekj­um og fram­legð frá rekstri er 15%. Skulda­hlut­fall er 125% sem er vel inn­an þess 150% há­marks sem kveð­ið er á um í lög­um.

    Um 767 millj­ón­um var var­ið Í fram­kvæmd­ir á ár­inu 2012 sem er nær tvö­föld­un frá fyrra ári. Stærsta ein­staka fram­kvæmd­in er bygg­ing nýs 30 rýma hjúkr­un­ar­heim­ils sem verð­ur tek­ið í notk­un inn­an tíð­ar. Til þeirr­ar fram­kvæmd­ar runnu um 276 millj­ón­ir á ár­inu en áætl­að­ur bygg­ing­ar­kostn­að­ur er um 811 millj­ón­ir.
    Í Mos­fells­bæ rís einn­ig um þess­ar mund­ir nýr fram­halds­skóli sem byggð­ur er í sam­starfi við rík­ið en í þá fram­kvæmd fór um 121 millj­ón á ár­inu 2012. Ný­lega var tekin í notk­un ný þjón­ustumið­stöð fyr­ir aldr­aða að Hlað­hömr­um. Einn­ig var tals­verðu fjár­magni var­ið í við­hald og end­ur­bæt­ur á skóla­hús­næði og íþrótta­að­stöðu í bæn­um. Þrátt fyr­ir þess­ar miklu fram­kvæmd­ir í sveit­ar­fé­lag­inu lækk­ar skulda­hlut­fall milli ára.

    Við vilj­um færa öllu starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar sér­stak­ar þakk­ir fyr­ir að standa vel að rekstri bæj­ar­fé­lag­ins á ár­inu 2011 og fyr­ir þá miklu elju­semi og ábyrgð sem sýnd hef­ur ver­ið.


    For­seti ít­rek­aði þakk­ir til bæj­ar­stjóra, starfs­manna og end­ur­skoð­enda bæj­ar­ins fyr­ir vel gerð­an og vel fram­lagð­an árs­reikn­ing.
    For­seti bar upp árs­reikn­ing bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi og var árs­reikn­ing­ur­inn stað­fest­ur með sjö at­kvæð­um,
    en helstu nið­ur­stöðu­töl­ur úr sam­an­tekn­um reikn­ingi fyr­ir A og B hluta eru þess­ar í millj. kr. :
    Rekstr­ar­reikn­ing­ur 1. 1. - 31. 12. 2012
    Rekstr­ar­tekj­ur: 6.212,5 mkr.
    Rekstr­ar­gjöld: 5.600,7 mkr.
    Fjár­magnslið­ir: (-570,4) mkr.
    Tekju­skatt­ur: 12,1 mkr.
    Rekstr­arnið­ur­staða 29,3 mkr.

    • 17. apríl 2013

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #603

      Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2012 lagð­ur fram í bæj­ar­ráði á leið sinni til fyrstu um­ræðu í bæj­ar­stjórn. Fjár­mála­stjóri send­ir bæj­ar­ráðs­mönn­um árs­reikn­ing­inn í tölvu­pósti síð­ar í dag.

      Af­greiðsla 1116. fund­ar bæj­ar­ráðs, að vísa árs­reikn­ingi 2012 til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn, sam­þykkt á 603. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

      • 17. apríl 2013

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #603

        Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2012 sem vísað er frá bæj­ar­ráði til fyrstu um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

        Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Hlyn­ur Sig­urðs­son (HLS) end­ur­skoð­andi Mos­fells­bæj­ar, Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri, Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Björn Þrá­inn Þórð­ar­son (BÞÞ) fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs.

        For­seti gaf Har­aldi Sverris­syni orð­ið og fór hann yfir árs­reikn­ing­inn bæði A hluta að­alsjóðs og B hluta stofn­ana Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2012. Hlyn­ur Sig­urðs­son end­ur­skoð­andi Mos­fells­bæj­ar fór yfir drög að end­ur­skoð­un­ar­skýrslu sinni. End­ur­skoð­andi þakk­aði að lok­um fyr­ir gott sam­st­arf við starfs­menn.

        For­seti þakk­aði bæj­ar­stjóra og end­ur­skoð­anda fyr­ir þeirra tölu og út­skýr­ing­ar og fyr­ir vel unn­in störf, einn­ig færði hann starfs­mönn­um bæj­ar­ins þakk­ir fyr­ir þeirra fram­lag fyr­ir hönd bæj­ar­stjórn­ar.

        Sam­þykkt með sjö at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2012 til annarr­ar og síð­ari um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        Bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:

        "Mark­mið­ið með sam­an­burði á áætlun og nið­ur­stöðu árs­reikn­inga er að bera sam­an hvern­ig bæj­ar­fé­lag­ið stóðst fjár­hags­áætlun. Breyt­ing­ar sem gerð­ar eru á áætl­un­inni á tíma­bil­inu eru nefnd­ir við­auk­ar en það orð er oft notað yfir ít­ar­efni eða auka­efni í rit­um og bók­um og þá gef­ið út á sama tíma. Við­auk­ar fjár­hags­áætl­un­ar eru hins aldrei gefn­ir út á sama tíma, þeir verða til á öllu tíma­bil­inu og geta jafn­vel ver­ið gerð­ir í lok des­em­ber, en þá erum við að bera sam­an áætlun sem gerð var ein­hverj­um dög­um áður en árs­reikn­ing­ur­inn. Til­gangs­leysi þess að sýna og bera sam­an áætlun með breyt­ing­um ætti að vera nokk­uð aug­ljóst. Við­auk­ar eiga að vera neð­an­máls til þess að út­skýra hvers vegna breyta þurfti áætl­un­inni.
        Í 61. gr. Sveit­ar­stjórn­ar­laga seg­ir m.a. Í árs­reikn­ingi skal koma fram sam­an­burð­ur við a) árs­reikn­ing und­an­far­ins árs, b) upp­haf­lega fjár­hags­áætlun árs­ins og c) fjár­hags­áætlun árs­ins ásamt við­auk­um."

        "Til­laga:
        Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að árs­reikn­ing­ur­inn verði sett­ur upp í sam­ræmi við sveit­ar­stjórn­ar­lög svo að auð­veld­lega sé hægt að bera sam­an upp­runa­lega fjár­hags­áætlun og árs­reikn­ing­inn."

        Fram kom til­laga um að vísa til­lögu íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar frá. Sam­þykkt með sex at­kvæð­um gegn einu.

        Jón­as Sig­urðs­son gerði grein fyr­ir at­kvæði sínu.

        Bók­un bæj­ar­full­trúa D- og V-lista

        "Árs­reikn­ing­ur Mos­fell­bæj­ar er sett­ur fram í sam­ræmi við sveit­ar­stjórn­ar­lög. Fram­setn­ing­in er í fullu sam­ræmi við til­mæli Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sem fram koma í aug­lýs­ingu ráðu­neyt­is­ins um fram­setn­ingu árs­reikn­inga sveit­ar­fé­laga. Það er rangt að ekki sé sam­an­burð­ur á upp­run­ar­legri áætlun, áætlun með við­auk­um og nið­ur­stöðu árs­reikn­ings. All­ar þess­ar upp­lýs­ing­ar eru sett­ar fram í árs­reikn­ing­um sjálf­um sem og end­ur­skoð­un­ar­skýrslu end­ur­skoð­enda bæj­ar­ins."

        • 11. apríl 2013

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1116

          Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2012 lagð­ur fram í bæj­ar­ráði á leið sinni til fyrstu um­ræðu í bæj­ar­stjórn. Fjár­mála­stjóri send­ir bæj­ar­ráðs­mönn­um árs­reikn­ing­inn í tölvu­pósti síð­ar í dag.

          Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur end­ur­skoð­andi bæj­ar­ins, Hlyn­ur Sig­urðs­son (HSi).
          Auk hans sátu fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið fram­kvæmda­stjór­ar sviða Mos­fells­bæj­ar Björn Þrá­inn Þórð­ar­son, Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir og Jó­hanna B. Han­sen auk fjár­mála­stjóra Mos­fells­bæj­ar Pét­urs J. Lockton.

          Bæj­ar­ráð sam­þykkti árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2012 með árit­un sinni og telst hann til­bú­inn til end­ur­skoð­un­ar og af­greiðslu í sveit­ar­stjórn. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2012 til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.