Mál númer 201304042
- 30. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #604
603. fundur bæjarstjórnar vísar ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 til annarrar umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Hlynur Sigurðsson (HLS) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Forseti gaf orðið laust og fóru fram stutt umræða um ársreikningin eins og hann liggur fyrir eftir fyrri umræðu.
Bókun Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin vekur athygli á að fulltrúi hennar benti endurskoðanda á í kynningu hans á ársreikningi að fullnaðarafgreiðsla bæjarráðs á samningi við Landsbanka Íslands vegna ólöglegrar sjálfskuldarábyrgðar Mosfellsbæjar á skuld Helgafellsbygginga ehf. hafi verið brot á 35. gr. sveitarstjórnarlaga, en skv. 72. gr. sveitarstjórnarlaga skulu endurskoðendur sveitarfélaga meðal annars kanna hvort fullnægjandi heimildir hafi verið fyrir útgjöldum og hvort almenn stjórnsýsla sveitarfélagsins og einstakar ákvarðanir af hálfu þess séu í samræmi við reglur um fjármál sveitarfélaga, ábyrga fjármálastjórn og upplýsingaskyldu sveitarfélaga.
Skýrslu endurskoðanda hefur ekki verið breytt með tilliti til þessarar athugasemdar.Íbúahreyfingin ítrekar fyrri bókun vegna framsetningar á ársreikningi.
"Markmiðið með samanburði á áætlun og niðurstöðu ársreikninga er að bera saman hvernig bæjarfélagið stóðst fjárhagsáætlun. Breytingar sem gerðar eru á áætluninni á tímabilinu eru nefndir viðaukar en það orð er oft notað yfir ítarefni eða aukaefni í ritum og bókum og þá gefið út á sama tíma. Viðaukar fjárhagsáætlunar eru hins aldrei gefnir út á sama tíma, þeir verða til á öllu tímabilinu og geta jafnvel verið gerðir í lok desember, en þá erum við að bera saman áætlun sem gerð var einhverjum dögum áður en ársreikningurinn. Tilgangsleysi þess að sýna og bera saman áætlun með breytingum ætti að vera nokkuð augljóst. Viðaukar eiga að vera neðanmáls til þess að útskýra hvers vegna breyta þurfti áætluninni.
Í 61. gr. Sveitarstjórnarlaga segir m.a. í ársreikningi skal koma fram samanburður við a) ársreikning undanfarins árs, b) upphaflega fjárhagsáætlun ársins og c) fjárhagsáætlun ársins ásamt viðaukum."
Íbúahreyfingin lítur svo á að að ársreikningurinn sé ekki í samræmi við 61. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bókun bæjarfulltrúa D og V-lista.
Bæjarfulltrúar D og V-lista vísa því á bug að bæjarráð hafi ekki haft heimild til fullnaðaafgreiðslu í umræddu máli. Bæjarstjórn var á þessum tíma í sumarleyfi og fer bæjarráð á þeim tíma með hlutverk og verkefni bæjarstjórnar eins og fram kemur í 35. gr. Sveitarstjórnarlaga.Ársreikningur Mosfellsbæjar varpar skýru ljósi á fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Ársreikningur sveitarfélagsins er í fullu samræmi við sveitarstjórnarlög og hafa endurskoðendur áritað hann. Framsetning ársreikningsins er í samræmi við tilmæli innanríkisráðuneytisins um hvernig ársreikningar skulu lagðir fram enda er í ársreikningum að finna samanburð við upphaflega fjárhagsáætlun svo og fjárhagsáætlun með viðaukum.
Bókun D- og V-lista vegna afgreiðslu ársreiknings.
Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2012 og var niðurstaðan í samræmi við fjárhagsáætlun. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði nam um 612 milljónir sem er um 10% af tekjum. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var afgangur af rekstri bæjarins um 29 milljónir eða 0,4% af tekjum. Kennitölur úr rekstri bera vott um trausta stöðu bæjarsjóðs. Veltufé frá rekstri eru 676 milljónir sem eru 11% af rekstrartekjum og framlegð frá rekstri er 15%. Skuldahlutfall er 125% sem er vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum.Um 767 milljónum var varið Í framkvæmdir á árinu 2012 sem er nær tvöföldun frá fyrra ári. Stærsta einstaka framkvæmdin er bygging nýs 30 rýma hjúkrunarheimils sem verður tekið í notkun innan tíðar. Til þeirrar framkvæmdar runnu um 276 milljónir á árinu en áætlaður byggingarkostnaður er um 811 milljónir.
Í Mosfellsbæ rís einnig um þessar mundir nýr framhaldsskóli sem byggður er í samstarfi við ríkið en í þá framkvæmd fór um 121 milljón á árinu 2012. Nýlega var tekin í notkun ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða að Hlaðhömrum. Einnig var talsverðu fjármagni varið í viðhald og endurbætur á skólahúsnæði og íþróttaaðstöðu í bænum. Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir í sveitarfélaginu lækkar skuldahlutfall milli ára.Við viljum færa öllu starfsfólki Mosfellsbæjar sérstakar þakkir fyrir að standa vel að rekstri bæjarfélagins á árinu 2011 og fyrir þá miklu eljusemi og ábyrgð sem sýnd hefur verið.
Forseti ítrekaði þakkir til bæjarstjóra, starfsmanna og endurskoðenda bæjarins fyrir vel gerðan og vel framlagðan ársreikning.
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningurinn staðfestur með sjö atkvæðum,
en helstu niðurstöðutölur úr samanteknum reikningi fyrir A og B hluta eru þessar í millj. kr. :
Rekstrarreikningur 1. 1. - 31. 12. 2012
Rekstrartekjur: 6.212,5 mkr.
Rekstrargjöld: 5.600,7 mkr.
Fjármagnsliðir: (-570,4) mkr.
Tekjuskattur: 12,1 mkr.
Rekstrarniðurstaða 29,3 mkr. - 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 lagður fram í bæjarráði á leið sinni til fyrstu umræðu í bæjarstjórn. Fjármálastjóri sendir bæjarráðsmönnum ársreikninginn í tölvupósti síðar í dag.
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs, að vísa ársreikningi 2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn, samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 sem vísað er frá bæjarráði til fyrstu umræðu í bæjarstjórn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Hlynur Sigurðsson (HLS) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Forseti gaf Haraldi Sverrissyni orðið og fór hann yfir ársreikninginn bæði A hluta aðalsjóðs og B hluta stofnana Mosfellsbæjar vegna ársins 2012. Hlynur Sigurðsson endurskoðandi Mosfellsbæjar fór yfir drög að endurskoðunarskýrslu sinni. Endurskoðandi þakkaði að lokum fyrir gott samstarf við starfsmenn.
Forseti þakkaði bæjarstjóra og endurskoðanda fyrir þeirra tölu og útskýringar og fyrir vel unnin störf, einnig færði hann starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra framlag fyrir hönd bæjarstjórnar.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2012 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar:
"Markmiðið með samanburði á áætlun og niðurstöðu ársreikninga er að bera saman hvernig bæjarfélagið stóðst fjárhagsáætlun. Breytingar sem gerðar eru á áætluninni á tímabilinu eru nefndir viðaukar en það orð er oft notað yfir ítarefni eða aukaefni í ritum og bókum og þá gefið út á sama tíma. Viðaukar fjárhagsáætlunar eru hins aldrei gefnir út á sama tíma, þeir verða til á öllu tímabilinu og geta jafnvel verið gerðir í lok desember, en þá erum við að bera saman áætlun sem gerð var einhverjum dögum áður en ársreikningurinn. Tilgangsleysi þess að sýna og bera saman áætlun með breytingum ætti að vera nokkuð augljóst. Viðaukar eiga að vera neðanmáls til þess að útskýra hvers vegna breyta þurfti áætluninni.
Í 61. gr. Sveitarstjórnarlaga segir m.a. Í ársreikningi skal koma fram samanburður við a) ársreikning undanfarins árs, b) upphaflega fjárhagsáætlun ársins og c) fjárhagsáætlun ársins ásamt viðaukum.""Tillaga:
Íbúahreyfingin leggur til að ársreikningurinn verði settur upp í samræmi við sveitarstjórnarlög svo að auðveldlega sé hægt að bera saman upprunalega fjárhagsáætlun og ársreikninginn."Fram kom tillaga um að vísa tillögu íbúahreyfingarinnar frá. Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu.
Jónas Sigurðsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Bókun bæjarfulltrúa D- og V-lista
"Ársreikningur Mosfellbæjar er settur fram í samræmi við sveitarstjórnarlög. Framsetningin er í fullu samræmi við tilmæli Innanríkisráðuneytisins sem fram koma í auglýsingu ráðuneytisins um framsetningu ársreikninga sveitarfélaga. Það er rangt að ekki sé samanburður á upprunarlegri áætlun, áætlun með viðaukum og niðurstöðu ársreiknings. Allar þessar upplýsingar eru settar fram í ársreikningum sjálfum sem og endurskoðunarskýrslu endurskoðenda bæjarins."
- 11. apríl 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1116
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 lagður fram í bæjarráði á leið sinni til fyrstu umræðu í bæjarstjórn. Fjármálastjóri sendir bæjarráðsmönnum ársreikninginn í tölvupósti síðar í dag.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur endurskoðandi bæjarins, Hlynur Sigurðsson (HSi).
Auk hans sátu fundinn undir þessum dagskrárlið framkvæmdastjórar sviða Mosfellsbæjar Björn Þráinn Þórðarson, Unnur V. Ingólfsdóttir og Jóhanna B. Hansen auk fjármálastjóra Mosfellsbæjar Péturs J. Lockton.Bæjarráð samþykkti ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2012 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.