Mál númer 201304054
- 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 7. maí 2013 með athugasemdafresti til 18. júní 2013. Enn hefur engin athugasemd borist.
Afgreiðsla 345. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 18. júní 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #345
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 7. maí 2013 með athugasemdafresti til 18. júní 2013. Enn hefur engin athugasemd borist.
Nefndin samþykkir tillögurnar og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku þeirra. Samþykktin er þó með fyrirvara um að ekki berist athugasemdir, sem sendar hafa verið af stað innan athugasemdafrests.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu. Í tillögunni felst að lega Tunguvegar breytist lítillega og að reiðvegur færist vestur fyrir hann, auk ýmissa smærri breytinga á lóðarmörkum, húsgerðum og skilmálum á einstökum lóðum.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:$line$$line$"Tunguvegur er umdeild framkvæmd á viðkvæmum stað. Íbúahreyfingin leggur til að bæjarstjórn leggi lagningu Tunguvegar fyrir íbúa bæjarins með íbúakosningu."$line$$line$Tillaga Íbúahreyfingarinnar tekin til atkvæðagreiðslu. Tillagan felld með fimm atkvæðum gegn tveimur.$line$$line$Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar, að auglýsa tillöguna samkvæmt 43. gr. skipulagslaga, staðfest á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 9. apríl 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #339
Lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu. Í tillögunni felst að lega Tunguvegar breytist lítillega og að reiðvegur færist vestur fyrir hann, auk ýmissa smærri breytinga á lóðarmörkum, húsgerðum og skilmálum á einstökum lóðum.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga.