Mál númer 201301469
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Um er að ræða niðurstöðu á útboði á sorphirðu fyrir árin 2013-2017.
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 4. apríl 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1115
Um er að ræða niðurstöðu á útboði á sorphirðu fyrir árin 2013-2017.
Samþykkt með þremur atkvæðum að samþykkja málið.
- 3. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #602
Kynning á útboðsgögnum varðandi sorphirðu í Mosfellsbæ. Um er að ræða útboð 2013, en útboðið er sameiginlegt með Garðabæ og auglýsa þarf útboðið á EES-svæðinu.
Afgreiðsla 139. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
- 21. mars 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #139
Kynning á útboðsgögnum varðandi sorphirðu í Mosfellsbæ. Um er að ræða útboð 2013, en útboðið er sameiginlegt með Garðabæ og auglýsa þarf útboðið á EES-svæðinu.
Útboðsgögn vegna sorphirðu í Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
- 6. febrúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #598
Um er að ræða útboð 2013, en útboðið er sameiginlegt með Garðabæ og auglýsa þarf útboðið á EES-svæðinu.
Afgreiðsla 1106. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 24. janúar 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1106
Um er að ræða útboð 2013, en útboðið er sameiginlegt með Garðabæ og auglýsa þarf útboðið á EES-svæðinu.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að undirbúa útboð á sorphirðu í samstarfi við Garðabæ en fyrirhugað er að útboðið fari fram í mars/apríl 2013. Útboðsgögn leggist fyrir umhverfisnefnd áður en þau komi síðan til bæjarráðs.