Mál númer 201301426
- 28. ágúst 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #609
Umsókn um leyfi til að innrétta og starfrækja hárgreiðsluvinnustofu með einni vinnustöð í u.þ.b. 10 m2 rými með sérinngangi á norðurhlið hússins var grenndarkynnt 3. júlí 2013 með athugasemdafresti til 1. ágúst 2013. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 347. fundar skipulagsnefndar sérstaklega borin upp og samþykkt á 609. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði og einn sat hjá.
- 20. ágúst 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #347
Umsókn um leyfi til að innrétta og starfrækja hárgreiðsluvinnustofu með einni vinnustöð í u.þ.b. 10 m2 rými með sérinngangi á norðurhlið hússins var grenndarkynnt 3. júlí 2013 með athugasemdafresti til 1. ágúst 2013. Engin athugasemd barst.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umbeðin leyfi verði veitt, en áréttar að áskilið er að viðkomandi húsnæði verði gjaldskylt sem atvinnuhúsnæði svo lengi sem starfsemin fer þar fram.
- 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa.
Afgreiðsla 345. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 18. júní 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #345
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa.
Nefndin ítrekar fyrri afgreiðslu sína frá 336. fundi, þ.e. að hún tekur jákvætt í erindið og samþykkir að erindið verði grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Nefndin tekur fram að ekki er um að ræða breytingu á deiliskipulagi, heldur er sótt um leyfi fyrir breyttri notkun á hluta íbúðarhúss, sem nefndin telur að geti samræmst gildandi skipulagsákvæðum. Þá vill nefndin árétta að vegna samkeppnis- og jafnræðissjónarmiða telur hún að í tilvikum sem þessum beri að beita ákvæðum 8. gr. reglugerðar nr. 1160/2005 um fasteignaskatt, þar sem segir: Ef afnotum fasteignar, sem metin er sem ein heild, er á þann veg háttað að greiða ber fasteignaskatt af henni samkvæmt fleiri en einum gjaldflokki, sbr. 2.4. gr. ákveður byggingarfulltrúi skiptingu milli gjaldflokka.
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa.
Afgreiðsla 344. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 606. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 4. júní 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #344
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa.
Frestað.
- 30. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #604
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs, sem nefndin óskaði eftir á 339. fundi.
Afgreiðsla 341. fundar Skipulagsnefndar lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
- 23. apríl 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #341
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs, sem nefndin óskaði eftir á 339. fundi.
Umræður, afgreiðslu frestað.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar.
Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 9. apríl 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #339
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn frá bæjarritara um málið.
- 3. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #602
Spóahöfði 17, fyrirspurn um byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu aftur til skipulagsnefndar til frekari skoðunar.
- 20. febrúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #599
Jónas Bjarni Árnason og Kristín Ýr Pálmarsdóttir spyrja hvort innrétting og starfræksla hárgreiðslustofu einyrkja að Spóahöfða 17 samkvæmt framlögðum gögnum geti samræmst skipulagi svæðisins.
Afgreiðslu 336. fundar skipulagsnefndar frestað á 599. fundi bæjarstjórnar.
- 12. febrúar 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #336
Jónas Bjarni Árnason og Kristín Ýr Pálmarsdóttir spyrja hvort innrétting og starfræksla hárgreiðslustofu einyrkja að Spóahöfða 17 samkvæmt framlögðum gögnum geti samræmst skipulagi svæðisins.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að það verði grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.