Mál númer 201304187
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Minnisblað umhverfissviðs varðandi undirbúning að nýrri aðstöðu vegna skóla á verstursvæði.
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Bókun S-lista Samfylkingar.$line$"Þar sem ekki lágu fyrir fullnægjandi gögn í málinu í bæjarráði sat ég hjá við afgreiðslu málsins. Mál þetta er hluti af klúðri meirihluta sjálfstæðismanna og VG sem meirihlutinn hefur komið bæjarfélaginu í með því að vanrækja það hlutverk sitt að móta með nægjanlegum fyrirvara stefnu um uppbyggingu á aðstöðu leik- og grunnskóla þrátt fyrir fyrirsjáanlega aukningu nemenda og að í óefni stefndi. Ekki hefur verið hlustað á ítrekaðar viðvaranir bæjarfulltrúa Samfylkingar hvað þetta varðar heldur er sífellt beitt skammtíma bútalausnum sem eru mótaðar með litlum fyrirvara."$line$$line$Fulltrúi íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun S-lista.$line$$line$Bókun D og V lista:$line$"Mosfellsbær státar af góðum skólum og öflugri skólastefnu sem mótuð hefur verið í lýðræðislegu ferli í sátt við samfélagið. Uppbygging skólamannvirkja í Mosfellsbæ hefur verið metnaðarfull á undanförnum árum. Í því sambandi má nefna Krikaskóla sem tekinn var í notkun 2010 og Leirvogstunguskóla árið 2011.$line$ $line$Að undanförnu hafa skólamál á vestursvæði verið til umfjöllunar í nánu samráði við skólasamfélagið. Niðurstaða samráðsins er að hefja uppbyggingu á nýjum leikskóla á vestursvæði. Það ber í bakkafullan lækinn að gera athugsemd við að niðurstaða í máli sem þessu hafi fengist í samráði við foreldra og skólasamfélagið. Öll gögn málsins liggja fyrir varðandi umrætt mál. Í fyrsta lagi var fjallað um málið í vinnu við fjárhagsáætlun og afgreiðslu hennar og í öðru lagi hefur málið verið til umfjöllunar á undanförnum fræðslunefndarfundum þar sem gögn liggja fyrir og hafði bæjarfulltrúinn alla möguleika á að kynna sér þau."
- 11. apríl 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1116
Minnisblað umhverfissviðs varðandi undirbúning að nýrri aðstöðu vegna skóla á verstursvæði.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að auglýsa eftir smíði eða kaupum á fimm kennslustofum í samræmi við framlagt minnisblað sviðsins.