Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201304187

  • 17. apríl 2013

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #603

    Minn­is­blað um­hverf­is­sviðs varð­andi und­ir­bún­ing að nýrri að­stöðu vegna skóla á verst­ur­svæði.

    Af­greiðsla 1116. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 603. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.$line$$line$Bók­un S-lista Sam­fylk­ing­ar.$line$"Þar sem ekki lágu fyr­ir full­nægj­andi gögn í mál­inu í bæj­ar­ráði sat ég hjá við af­greiðslu máls­ins. Mál þetta er hluti af klúðri meiri­hluta sjálf­stæð­is­manna og VG sem meiri­hlut­inn hef­ur kom­ið bæj­ar­fé­lag­inu í með því að van­rækja það hlut­verk sitt að móta með nægj­an­leg­um fyr­ir­vara stefnu um upp­bygg­ingu á að­stöðu leik- og grunn­skóla þrátt fyr­ir fyr­ir­sjá­an­lega aukn­ingu nem­enda og að í óefni stefndi. Ekki hef­ur ver­ið hlustað á ít­rek­að­ar við­var­an­ir bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar hvað þetta varð­ar held­ur er sí­fellt beitt skamm­tíma búta­lausn­um sem eru mót­að­ar með litl­um fyr­ir­vara."$line$$line$Full­trúi íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tek­ur und­ir bók­un S-lista.$line$$line$Bók­un D og V lista:$line$"Mos­fells­bær stát­ar af góð­um skól­um og öfl­ugri skóla­stefnu sem mót­uð hef­ur ver­ið í lýð­ræð­is­legu ferli í sátt við sam­fé­lag­ið. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja í Mos­fells­bæ hef­ur ver­ið metn­að­ar­full á und­an­förn­um árum. Í því sam­bandi má nefna Krika­skóla sem tek­inn var í notk­un 2010 og Leir­vogstungu­skóla árið 2011.$line$ $line$Að und­an­förnu hafa skóla­mál á vest­ur­svæði ver­ið til um­fjöll­un­ar í nánu sam­ráði við skóla­sam­fé­lag­ið. Nið­ur­staða sam­ráðs­ins er að hefja upp­bygg­ingu á nýj­um leik­skóla á vest­ur­svæði. Það ber í bakka­full­an læk­inn að gera at­hug­semd við að nið­ur­staða í máli sem þessu hafi feng­ist í sam­ráði við for­eldra og skóla­sam­fé­lag­ið. Öll gögn máls­ins liggja fyr­ir varð­andi um­rætt mál. Í fyrsta lagi var fjallað um mál­ið í vinnu við fjár­hags­áætlun og af­greiðslu henn­ar og í öðru lagi hef­ur mál­ið ver­ið til um­fjöll­un­ar á und­an­förn­um fræðslu­nefnd­ar­fund­um þar sem gögn liggja fyr­ir og hafði bæj­ar­full­trú­inn alla mögu­leika á að kynna sér þau."

    • 11. apríl 2013

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1116

      Minn­is­blað um­hverf­is­sviðs varð­andi und­ir­bún­ing að nýrri að­stöðu vegna skóla á verst­ur­svæði.

      Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að aug­lýsa eft­ir smíði eða kaup­um á fimm kennslu­stof­um í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað sviðs­ins.