Mál númer 201304229
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klapparhlíðar var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 19. apríl 2013 með athugasemdafresti til 31. maí 2013. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 344. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 606. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 4. júní 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #344
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klapparhlíðar var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 19. apríl 2013 með athugasemdafresti til 31. maí 2013. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar. Samþykktin er með fyrirvara um að ekki berist athugasemdir sem sendar hafa verið af stað innan athugasemdafrests.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klapparhlíðar, unnin á Umhverfissviði Mosfellsbæjar. Í tillögunni felst að settar verði tímabundið færanlegar kennslustofur á grenndarvöll austan leikskólans Huldubergs.
Afgreiðsla 340. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 16. apríl 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #340
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klapparhlíðar, unnin á Umhverfissviði Mosfellsbæjar. Í tillögunni felst að settar verði tímabundið færanlegar kennslustofur á grenndarvöll austan leikskólans Huldubergs.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að auglýsa tillöguna samkvæmt 43. gr. skipulagslaga. Fulltrúi S-lista situr hjá.