Mál númer 201302269
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
613. fundur bæjarstjórnar vísar drögum að fjárhagsáætlun 2014 - 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2014 til 2017.$line$$line$Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 A og B hluta eru eftirfarandi:$line$$line$Tekjur: 7.379 m.kr. $line$Gjöld: 6.759 m.kr.$line$Fjármagnsgjöld: 576 m.kr$line$Rekstrarniðurstaða: 35 m.kr.$line$Eignir í árslok: 14.024 m.kr.$line$Eigið fé í árslok: 3.990 m.kr.$line$Fjárfestingar: 453 m.kr.$line$-------------------------------------------------------------$line$Útsvarsprósenta 2014.$line$$line$Útvarsprósenta fyrir árið 2014 verður 14,48% $line$-------------------------------------------------------------$line$Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2013 eru eftirfarandi:$line$$line$Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)$line$Fasteignaskattur A 0,265% af fasteignamati húss og lóðar$line$Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar$line$Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar$line$Lóðarleiga A 0,340% af fasteignamati lóðar$line$ $line$Fasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)$line$Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar$line$Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar$line$Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar$line$Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðar$line$ $line$Fasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)$line$Fasteignaskattur C 1,650% af fasteignamati húss og lóðar$line$Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar$line$Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar$line$Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar$line$$line$-------------------------------------------------------------$line$Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september.$line$Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 30.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar $line$með eindaga 14. febrúar.$line$-------------------------------------------------------------$line$Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2014.$line$$line$Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.$line$-------------------------------------------------------------$line$Eftirtaldar gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum þann 1.1.2014 og eru almennt að hækka um 3,5% milli ára.$line$$line$gjaldskrá, húsaleiga í þjónustuíbúðum fatlaðs fólks$line$gjaldskrá, í félagsstarfi aldraðra$line$gjaldskrá, húsnæðisfulltrúa Mosfellsbæjar$line$gjaldskrá, húsaleiga í íbúðum aldraðra$line$gjaldskrá, þjónustugjald í leiguíbúðum aldraðra$line$gjaldskrá, húsaleiga í félagslegum íbúðum$line$gjaldskrá, vegna heimsendingar fæðis$line$gjaldskrá, félagsleg heimaþjónusta í Mosfellsbæ$line$gjaldskrá, ferðaþjónusta fatlaðs fólks$line$gjaldskrá, ferðaþjónusta í félagsstarfi aldraðra$line$gjaldskrá, dagvist aldraðra$line$$line$samþykkt, um mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar$line$gjaldskrá, gæsluvalla í Mosfellsbæ$line$gjaldskrá,þjónustusamnings vegna daggæslu barna í heimahúsi$line$gjaldskrá, íþrótta- og tómstundaskóla Mosfellsbæjar$line$$line$gjaldskrá, íþróttamiðstöðva og sundlauga$line$gjaldskrá, Bókasafns Mosfellsbæjar$line$$line$gjaldskrá, Vatnsveitu Mosfellsbæjar$line$gjaldskrá, skipulags- og byggingarmála í Mosfellsbæ$line$gjaldskrá, fyrir rotþróargjald í Mosfellsbæ$line$gjaldskrá, um hundahald í Mosfellsbæ$line$gjaldskrá, Hitaveitu Mosfellsbæjar$line$gjaldskrá, fyrir fráveitugjald í Mosfellsbæ$line$gjaldskrá, fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ$line$-------------------------------------------------------------$line$ $line$Til máls tóku: KT, HSv, JJB, JS, KGÞ, BH og HP.$line$$line$Fram kom svohljóðandi tillaga:$line$Bæjarstjórn samþykkir að falla frá áformun um 3,5% hækkun á gjaldskrám í skólum bæjarins (leikskjólagjöld, mötuneytisgjöld, gjöld fyrir frístundasel og gjöld í Listaskóla) þann 1. janúar 2014. Þetta gerir bæjarstjórn til að taka þátt í þeirri viðleitni að ná samstöðu um lækkun verðbólgu og greiða fyrir kjarasamningum í landinu. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að ákvörðun um hvort breytingar verði á ofangreindum gjaldskrám verði tekin þegar upplýsingar verða komnar fram um þróun verðlags á árinu 2014. $line$Áhrif þessarar ákvörðunar á fjárhagsáætlun 2014 er 7 m.kr. lækkun tekna sem aftur leiðir af sér að rekstrarniðurstaða verður 28 mkr. í stað 35 m.kr.$line$$line$Tillaga borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.$line$$line$$line$Upp er þá borið til samþykktar í einu lagi ofangreint, það er:$line$fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 til 2017,$line$Útsvarsprósenta fyrir árið 2014,$line$Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2014,$line$Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega og$line$ofangreindar gjaldskrár á vegnum Mosfellsbæjar.$line$$line$$line$Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 til 2017 ásamt ákvörðun um útsvarsprósentu, álagningarprósentur fasteignagjalda, reglna og gjaldskráa borin upp til atkvæða og samþykkt með sex atkvæðum.$line$ $line$$line$Bókun S-lista Samfylkingar vegna fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2014.$line$$line$Fjárhagsáætlunin er að mestu stefnumörkun og áherslur meirihluta sjálfstæðismanna og VG um rekstur og framkvæmdir næstu ára að því marki að minnihlutinn hefur ekki haft aðkomu að vinnu við áætlunargerðina á fyrri stigum. Áætlunin er því að stórum hluta full unnin og þá sérstaklega hvað rekstrarhliðina varðar, þegar hún kemur fyrir bæjarráð og bæjarstjórn. $line$Þó er ljóst að málflutningur og tillögur Samfylkingar á umliðnum árum hefur borið nokkurn árangur sem sjá má í fjárhagsáætluninni. $line$Stórauknar fjárveitingar til framkvæmda við grunnskóla og leikskóla þar sem Samfylkingin hefur ítrekað bent á að stefni í óefni hvað húsnæði varðar. $line$Veruleg aukning fjáveitinga til framkvæmda við fráveitu til m.a.að stemma stigu við mengun strandlengjunnar sem vonandi er fyrsta skrefið til að vinna gegn mengun strandlengjunnar og mengun í ám og í vötnum eins og Samfylkingin hefur lagt til. Hækkun frístundaávísunar í 25.000 kr. eins og Samfylkingin hefur a.m.k. í tvígang gert tillögu um.$line$Hækkun á viðmiðunarupphæð fjárhagsaðstoðar umfram vísitöluhækkanir, þó ekki sé því marki náð að viðmiðunarupphæðin sé sú sama og viðmiðunarupphæð atvinnuleysisbóta eins og Samfylkingin hefur ítrekað gert tillögu um á liðnum árum. Með þessari hækkun nú verður upphæð fjárhagsaðstoðar nær því sú sama og hjá þeim sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem best gera í þessum efnum utan Reykjavíkur.$line$Ýmsar aðrar breytingar hafa verið gerðar á fjárhagsáætluninni milli umræðna sem Samfylkingin telur til verulegra bóta.$line$Fagna ber þeirri ákvörðun, samanber tillögu bæjarstjóra, að Mosfellsbær feti í fótspor Reykjavíkur og fresti ýmsum gjaldskrárhækkunum sem einkum varða útgjöld fjölskyldna vegna barna.$line$$line$Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingar.$line$$line$$line$Bókun D- og V lista með fjárhagsáætlun$line$$line$Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er traust og reksturinn ábyrgur. Skuldastaða sveitarfélagsins er vel viðunandi miðað við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum samfara miklum vexti og fjölgun íbúa. Mosfellsbær hefur staðið fyrir miklum framkvæmdum í bænum síðustu ár. Þar má nefna byggingu hjúkrunarheimilis og framhaldsskóla, nýbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá ásamt leikskólanum Höfðabergi auk fjölda annarra smærri verkefna.$line$$line$Helstu áherslur í fjárhagsáætlun 2014 eru eftirfarandi:$line$-Að skuldir sem hlutfall af tekjum lækki.$line$-Að helstu gjaldskrár bæjarins hækki ekki .$line$-Að upphæð fjárhagsaðstoðar hækki um 8% og að reglur um fjárhagsaðstoð verði rýmkaðar með réttarbót í huga.$line$-Að hafin verð hönnun nýs skólahúsnæðis í samræmi við stefnumótun þar um.$line$-Að hafin verði vinna við gæðakerfi bæjarins og átak gert í þjónustu íbúagáttar.$line$-Að niðurgreiðslur til foreldra með börn hjá dagforeldrum hækki um 10%$line$-Að upphæð frístundaávísunar hækki í 25.000 kr. eða um 39%$line$-Að styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga hækki verulega í samræmi við nýja samninga.$line$-Að systkinaafsláttur með 3ja barni hækki í 75%.$line$-Að tekin verði í notkun nýr íþróttasalur að Varmá sem bæta mun aðstöðu Aftureldingar til muna.$line$-Að tekið verði í notkun nýr framhaldsskóli í miðbæ.$line$-Að þjónusta við eldri borgara eflist verulega með tilkomu nýs hjúkrunarheimils og þjónustumiðstöðvar á Hlaðhömrum.$line$$line$Mikil og ötul vinna hefur verið lögð í að koma þessari áætlun saman og hefur það verið krefjandi verkefni. Bæjarfulltrúar D- og V lista vilja þakka öllu því góða starfsfólki bæði á bæjarskrifstofunum sem og í stofnunum fyrir afar óeigingjarnt starf við að koma þessari áætlun saman.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Afgreiðsla 38. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 fyrir umhverfisdeild (Almenningsgarðar og útivist - flokkur 11) lögð fram til kynningar.
Í framhaldi af tillögum fulltrúa Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar í umhverfisnefnd endurflytjum við bæjarfulltrúar sömu aðila þessar tillögur sem verkefni til vinnslu.$line$$line$1. Gerð verði 5 ára áætlun um að gera við bakka Varmár og lagfæra göngustíga varanlega. $line$2. Útlit brúa yfir Varmá verði samræmt. $line$3. Útbreiðsla lúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ verði kortlögð og vinna hafin næsta sumar við eyðingu meðfram árbökkum.$line$4. Gerð verði áætlun til 10 ára um hvernig hægt sé að sjá til þess að regnvatn á vatnasvæðum í þéttbýli skili sér aftur í vötn og ár. Skoðaður verði sá möguleiki að hreinsa vatnið með vistvænum lausnum svo sem með því að byggja sandgryfjur á svæðunum.$line$$line$Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingar og Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúaheyfingarinnar.$line$$line$Fram kom málsmeðferðartillaga um að vísa tillögunni til umsagnar umhverfissviðs og umsögn sviðsins berist síðan til umhverfisnefndar.$line$Málsmeðferðartillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum. $line$$line$$line$Afgreiðsla 145. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Bæjarverkfræðingur kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2014 vegna skipulags og byggingarmála.
Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Afgreiðsla 178. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Afgreiðsla 176. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Afgreiðsla 287. fundar fræðslunefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Afgreiðsla 211. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
- 14. nóvember 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #145
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 fyrir umhverfisdeild (Almenningsgarðar og útivist - flokkur 11) lögð fram til kynningar.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, fór yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir umhverfismál árið 2014.
Fyrirspurnir og umræður um drög að fjárhagsáætlun.
Borin upp tillaga Sigrúnar Pálsdóttur um umhverfisverkefni inn á fjárhagsáætlun ársins 2014. Tillagan felld með fjórum atkvæðum gegn einu.Fulltrúi S-lista gerir að tillögu sinni að:
1. Gerð verði 5 ára áætlun um að gera við bakka Varmár og lagfæra göngustíga. Framkvæmdir hefjist á fjárhagsárinu 2014.
2. Útlit brúa yfir Varmá verði samræmt. Framkvæmdir hefjist á fjárhagsárinu 2014.
3. Útbreiðsla lúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ verði kortlögð og vinna hafin við eyðingu meðfram árbökkum á fjárhagsárinu 2014.
4. Gerð verði áætlun til 10 ára um hvernig hægt sé að sjá til þess að regnvatn á vatnasvæðum skili sér aftur í vötn og ár. Skoðaður verði sá möguleiki að hreinsa vatnið með vistvænum lausnum svo sem með því að byggja sandgryfjur á svæðunum.
- 14. nóvember 2013
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #176
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lagt fram.
- 13. nóvember 2013
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #178
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fjárhagsáætlun 2014 lögð fram.
- 12. nóvember 2013
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #287
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fjárhagsáætlanir á fræðslusviði lagðar fram. Forstöðumenn stofnana mættu á fundinn og gerðu grein fyrir áætlun sinna stofnana. Þá var farið yfir aðrar deildir á fræðslusviði.
- 12. nóvember 2013
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #211
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir framlögð drög að fjárhagsáætlun 2014 félagsþjónustu (02)og félagslegra íbúða (61).
- 12. nóvember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #353
Bæjarverkfræðingur kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2014 vegna skipulags og byggingarmála.
Umræður um málið, lagt fram.
- 12. nóvember 2013
Þróunar- og ferðamálanefnd #38
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fjárhagsáætlun lögð fram
- 23. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #613
Drög að fjárhagsáætlun lögð fyrir bæjarráð.
Afgreiðsla 1139. fundar bæjarráðs samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 23. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #613
Bæjarráð vísar drögum að fjárhagsáætlun 2014 - 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fyrir fundinum lágu drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2014 til 2017 en drögin eru send til bæjarstjórnar frá bæjarráði sem fjallaði um drögin á 1139. fundi sínum þann 17. október sl.
Fundinn undir þessum dagskrárlið sátu einnig Ásgeir Sigurgeirsson verkefnastjóri á fjölskyldusviðis, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála, Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs og Þorsteinn Sigvaldason (ÞS) forstöðumaður þjónustustöðvar.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2013 til 2017 og gerði grein fyrir helstu atriðum eins og þau voru kynnt á fundi bæjarráðs í sl. viku. Bæjarstjóri þakkaði að lokum starfsmönnum fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar.
Forseti bæjarstjórnar tók undir orð bæjarstjóra og þakkaði starfsmönnum fyrir framlag þeirra til undirbúnings áætlunarinnar.
Allir bæjarfulltrúar tóku undir þakkir bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar til starfsmanna.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn á reglulegum fundi þann 20. nóvember nk.
- 17. október 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1139
Drög að fjárhagsáætlun lögð fyrir bæjarráð.
Undir þessum dagskrárlið er mættur á fundinn Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri bæjarins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2014 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Tímaáætlun vegna vinnslu fjárhagsáætlunar 2014 til kynningar bæjarráðs.
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
- 11. apríl 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1116
Tímaáætlun vegna vinnslu fjárhagsáætlunar 2014 til kynningar bæjarráðs.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið sat Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Fjármálastjóri kynnti tímaáætlun og verkgang vegna vinnslu fjárhagsáætlunar 2014 og var hún samþykkt.