Mál númer 201304053
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Tillaga að deiliskipulagi skólalóðar til bráðabirgða vestan Baugshlíðar næst sunnan Þrastarhöfða var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 19. apríl 2013 með athugasemdafresti til 31. maí 2013. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 344. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 606. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 4. júní 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #344
Tillaga að deiliskipulagi skólalóðar til bráðabirgða vestan Baugshlíðar næst sunnan Þrastarhöfða var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 19. apríl 2013 með athugasemdafresti til 31. maí 2013. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku þess. Samþykktin er með fyrirvara um að ekki berist athugasemdir sem sendar hafa verið af stað innan athugasemdafrests.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi skólalóðar til bráðabirgða vestan Baugshlíðar næst sunnan Þrastarhöfða. Tillagan er unnin á Teiknistofu arkitekta af Árna Ólafssyni.
Bókun S-lista Samfylkingar.$line$$line$"Hér í fundargerð skipulagsnefndar liggja fyrir þrjár skipulagstillögur sem allar miða að því að skapa rými fyrir færanlegar kennslustofur fyrir leik- og grunnskóla á vestursvæði. Enn einar bútalausnirnar til bráðabirgða. Afleiðingar þessara tillagna fela m.a.í sér enn eina skerðinguna á leiksvæði barna í Lágafellsskóla sem og skerðingar á leiksvæðum í grenndinni.$line$Enn og aftur skal bent á vanrækslu meirihluta sjálfstæðismanna og VG á að móta stefnu fyrir sveitarfélagið um uppbyggingu skólamannvirkja leik- og grunnskóla þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og viðvaranir bæjarfulltrúa Samfylkingar þar um.$line$$line$Samfylkingin hvetur til þess að án tafar verði hafin markviss vinna við stefnumótun á uppbyggingu varanlegrar aðstöðu fyrir leik- og grunnskóla í bæjarfélaginu. Í því sambandi verðið metnar mismunandi væntingar á uppbyggingu íbúðarsvæða og hugsanlegan uppbyggningar hraða þeirra. Ákvörðun um staðsetning á nýjum grunnskóla verði síðan byggð á niðurstöðu á því mati án þess að binda hana fyrri hugmyndum um staðsetningu skólamannvirkja." $line$$line$Fulltrúi Íbúahreyfingar ítrekar bókun fulltrúa hreyfingarinnar í nefndinni svohljóðandi: "Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að efnt verði til íbúaþings sem fyrst um framtíðarlausnir í skólamálum á vestursvæði."$line$$line$Fulltrúar V og D lista bóka eftirfarandi:$line$$line$"Fulltrúar V og D lista vísa enn og aftur á bug öllum ásökunum um vanrækslu varðandi skipulag skólastarfs í sveitarfélaginu og vísa til fyrri bókana um sama mál bæði á þessum fundi og fyrri fundum bæjarstjórnar sem og í fræðslunefnd."$line$$line$Afgreiðsla 340. fundar skipulagsnefndar, að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga, staðfest á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu sbr. 40. gr. skipulagslaga fyrir áformað deiliskipulag skólalóðar til bráðabirgða vestan Baugshlíðar næst sunnan Þrastarlundar. Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir vaxandi húsnæðisþörf leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ og hvernig áætlað er að mæta þeirri þörf á næstu árum.
Bókun S-lista Samfylkingar.$line$$line$"Það er minn skilningur á skipulagslögum að ekki hafi verið farið að þeim lögum við birtingu verkefnislýsingar fyrir áformað deiliskipulag til bráðabirgða með því að málið var ekki lagt fyrir bæjarstjórn. Það er ansi hart að vegna vanrækslu meirihluta sjálfstæðismanna og VG í stefnumörkun á lausnum á húsnæðismálum leik- og grunnskóla þurfi vegna tímaskorts að ganga á svig við skipulagslög."$line$$line$Bókun V og D lista.$line$$line$"Fulltrúar V og D lista vísa til 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem kveður á um að áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skal hún kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Það var sú skylda sem verið var að uppfylla með opnum fundi í Lágafellsskóla síðastliðið mánudagskvöld."$line$$line$Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar, að fela skipulagsfulltrúa að kynna verkefnalýsinguna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga, staðfest á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 16. apríl 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #340
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi skólalóðar til bráðabirgða vestan Baugshlíðar næst sunnan Þrastarhöfða. Tillagan er unnin á Teiknistofu arkitekta af Árna Ólafssyni.
Skipulagsnefnd samþykkir með 4 atkvæðum að auglýsa tillöguna samkvæmt 41. gr. skipulagslaga. Fulltrúi S-lista situr hjá.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar: Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að efnt verði til íbúaþings sem fyrst um framtíðarlausnir í skólamálum á vestursvæði.
Bókun fulltrúa D- og V-lista: Í tilefni af bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar vill meirihluti D- og V-lista koma því á framfæri að þegar hefur verið ákveðið að halda skólaþing sem fyrst um framtíðarskipan skólamála, eins og fram kom hjá sviðsstjóra fræðslumála á fundi í gær.
Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar: Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur í langan tíma bent á þörf fyrir nýjar skólabyggingar. Þetta hefur ekki fengið hljómgrunn í bæjarstjórn. Þvi þarf nú að koma fjölda nemenda fyrir í bráðabirgðahúsnæði. Fulltrúi Samfylkingarinnar greiðir ekki atkvæði.
- 9. apríl 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #339
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu sbr. 40. gr. skipulagslaga fyrir áformað deiliskipulag skólalóðar til bráðabirgða vestan Baugshlíðar næst sunnan Þrastarlundar. Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir vaxandi húsnæðisþörf leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ og hvernig áætlað er að mæta þeirri þörf á næstu árum.
Skipulagsnefnd samþykkir verkefnislýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.