Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201304053

  • 12. júní 2013

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #606

    Til­laga að deili­skipu­lagi skóla­lóð­ar til bráða­birgða vest­an Baugs­hlíð­ar næst sunn­an Þrast­ar­höfða var aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga 19. apríl 2013 með at­huga­semda­fresti til 31. maí 2013. Eng­in at­huga­semd barst.

    Af­greiðsla 344. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 606. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

    • 4. júní 2013

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #344

      Til­laga að deili­skipu­lagi skóla­lóð­ar til bráða­birgða vest­an Baugs­hlíð­ar næst sunn­an Þrast­ar­höfða var aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga 19. apríl 2013 með at­huga­semda­fresti til 31. maí 2013. Eng­in at­huga­semd barst.

      Nefnd­in sam­þykk­ir deili­skipu­lag­ið og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku þess. Sam­þykkt­in er með fyr­ir­vara um að ekki ber­ist at­huga­semd­ir sem send­ar hafa ver­ið af stað inn­an at­huga­semda­frests.

      • 17. apríl 2013

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #603

        Lögð fram til­laga að deili­skipu­lagi skóla­lóð­ar til bráða­birgða vest­an Baugs­hlíð­ar næst sunn­an Þrast­ar­höfða. Til­lag­an er unn­in á Teikni­stofu arki­tekta af Árna Ól­afs­syni.

        Bók­un S-lista Sam­fylk­ing­ar.$line$$line$"Hér í fund­ar­gerð skipu­lags­nefnd­ar liggja fyr­ir þrjár skipu­lagstil­lög­ur sem all­ar miða að því að skapa rými fyr­ir fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur fyr­ir leik- og grunn­skóla á vest­ur­svæði. Enn ein­ar búta­lausn­irn­ar til bráða­birgða. Af­leið­ing­ar þess­ara til­lagna fela m.a.í sér enn eina skerð­ing­una á leik­svæði barna í Lága­fells­skóla sem og skerð­ing­ar á leik­svæð­um í grennd­inni.$line$Enn og aft­ur skal bent á van­rækslu meiri­hluta sjálf­stæð­is­manna og VG á að móta stefnu fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið um upp­bygg­ingu skóla­mann­virkja leik- og grunn­skóla þrátt fyr­ir ít­rek­að­ar ábend­ing­ar og við­var­an­ir bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar þar um.$line$$line$Sam­fylk­ing­in hvet­ur til þess að án taf­ar verði hafin markviss vinna við stefnu­mót­un á upp­bygg­ingu var­an­legr­ar að­stöðu fyr­ir leik- og grunn­skóla í bæj­ar­fé­lag­inu. Í því sam­bandi verð­ið metn­ar mis­mun­andi vænt­ing­ar á upp­bygg­ingu íbúð­ar­svæða og hugs­an­leg­an upp­byggn­ing­ar hraða þeirra. Ákvörð­un um stað­setn­ing á nýj­um grunn­skóla verði síð­an byggð á nið­ur­stöðu á því mati án þess að binda hana fyrri hug­mynd­um um stað­setn­ingu skóla­mann­virkja." $line$$line$Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar ít­rek­ar bók­un full­trúa hreyf­ing­ar­inn­ar í nefnd­inni svohljóð­andi: "Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að efnt verði til íbúa­þings sem fyrst um fram­tíð­ar­lausn­ir í skóla­mál­um á vest­ur­svæði."$line$$line$Full­trú­ar V og D lista bóka eft­ir­far­andi:$line$$line$"Full­trú­ar V og D lista vísa enn og aft­ur á bug öll­um ásök­un­um um van­rækslu varð­andi skipu­lag skólastarfs í sveit­ar­fé­lag­inu og vísa til fyrri bók­ana um sama mál bæði á þess­um fundi og fyrri fund­um bæj­ar­stjórn­ar sem og í fræðslu­nefnd."$line$$line$Af­greiðsla 340. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar, að fela skipu­lags­full­trúa að aug­lýsa deili­skipu­lagstil­lög­una í sam­ræmi við 41. gr. skipu­lagslaga, stað­fest á 603. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

        • 17. apríl 2013

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #603

          Lögð fram til­laga að verk­efn­is­lýs­ingu sbr. 40. gr. skipu­lagslaga fyr­ir áform­að deili­skipu­lag skóla­lóð­ar til bráða­birgða vest­an Baugs­hlíð­ar næst sunn­an Þrast­ar­lund­ar. Björn Þrá­inn Þórð­ar­son fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs mætti á fund­inn und­ir þess­um lið og gerði grein fyr­ir vax­andi hús­næð­is­þörf leik- og grunn­skóla í Mos­fells­bæ og hvern­ig áætlað er að mæta þeirri þörf á næstu árum.

          Bók­un S-lista Sam­fylk­ing­ar.$line$$line$"Það er minn skiln­ing­ur á skipu­lagslög­um að ekki hafi ver­ið far­ið að þeim lög­um við birt­ingu verk­efn­is­lýs­ing­ar fyr­ir áform­að deili­skipu­lag til bráða­birgða með því að mál­ið var ekki lagt fyr­ir bæj­ar­stjórn. Það er ansi hart að vegna van­rækslu meiri­hluta sjálf­stæð­is­manna og VG í stefnu­mörk­un á lausn­um á hús­næð­is­mál­um leik- og grunn­skóla þurfi vegna tíma­skorts að ganga á svig við skipu­lagslög."$line$$line$Bók­un V og D lista.$line$$line$"Full­trú­ar V og D lista vísa til 40. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 sem kveð­ur á um að áður en til­laga að deili­skipu­lagi er tekin til af­greiðslu í sveit­ar­stjórn skal hún kynnt íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins og öðr­um hags­muna­að­il­um á al­menn­um fundi eða á ann­an full­nægj­andi hátt. Það var sú skylda sem ver­ið var að upp­fylla með opn­um fundi í Lága­fells­skóla síð­ast­lið­ið mánu­dags­kvöld."$line$$line$Af­greiðsla 339. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar, að fela skipu­lags­full­trúa að kynna verk­efna­lýs­ing­una í sam­ræmi við 40. gr. skipu­lagslaga, stað­fest á 603. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

          • 16. apríl 2013

            Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #340

            Lögð fram til­laga að deili­skipu­lagi skóla­lóð­ar til bráða­birgða vest­an Baugs­hlíð­ar næst sunn­an Þrast­ar­höfða. Til­lag­an er unn­in á Teikni­stofu arki­tekta af Árna Ól­afs­syni.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 4 at­kvæð­um að aug­lýsa til­lög­una sam­kvæmt 41. gr. skipu­lagslaga. Full­trúi S-lista sit­ur hjá.

            Bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar: Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að efnt verði til íbúa­þings sem fyrst um fram­tíð­ar­lausn­ir í skóla­mál­um á vest­ur­svæði.

            Bók­un full­trúa D- og V-lista: Í til­efni af bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar vill meiri­hluti D- og V-lista koma því á fram­færi að þeg­ar hef­ur ver­ið ákveð­ið að halda skóla­þing sem fyrst um fram­tíð­ar­skip­an skóla­mála, eins og fram kom hjá sviðs­stjóra fræðslu­mála á fundi í gær.

            Bók­un full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar: Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur í lang­an tíma bent á þörf fyr­ir nýj­ar skóla­bygg­ing­ar. Þetta hef­ur ekki feng­ið hljómgrunn í bæj­ar­stjórn. Þvi þarf nú að koma fjölda nem­enda fyr­ir í bráða­birgða­hús­næði. Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar greið­ir ekki at­kvæði.

            • 9. apríl 2013

              Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #339

              Lögð fram til­laga að verk­efn­is­lýs­ingu sbr. 40. gr. skipu­lagslaga fyr­ir áform­að deili­skipu­lag skóla­lóð­ar til bráða­birgða vest­an Baugs­hlíð­ar næst sunn­an Þrast­ar­lund­ar. Björn Þrá­inn Þórð­ar­son fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs mætti á fund­inn und­ir þess­um lið og gerði grein fyr­ir vax­andi hús­næð­is­þörf leik- og grunn­skóla í Mos­fells­bæ og hvern­ig áætlað er að mæta þeirri þörf á næstu árum.

              Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir verk­efn­is­lýs­ing­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að kynna hana í sam­ræmi við 40. gr. skipu­lagslaga.