Mál númer 201303053
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Skýrsla yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar vegna framkvæmdar Alþingiskosninganna 27. apríl 2013.
Afgreiðsla 1123. fundar bæjarráðs lögð fram á 606. fundi bæjarstjórnar.
- 30. maí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1123
Skýrsla yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar vegna framkvæmdar Alþingiskosninganna 27. apríl 2013.
Skýrslan lögð fram.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Umboð til bæjarstjóra vegna framlagningar kjörskrár
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 11. apríl 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1116
Umboð til bæjarstjóra vegna framlagningar kjörskrár
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs í hans umboði, að semja kjörskrá vegna komandi Alþingiskosninga sem fram fara hinn 27. apríl 2013. Jafnframt er ofangreindum með sama hætti veitt fullnaðarumboð til að fjalla um athugasemdir, úrskurða um og gera breytingar á kjörskránni eftir atvikum fram að kjördegi.