Mál númer 201304071
- 26. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #681
Kosning í kjördeildir vegna komandi kosninga til Alþingis.
Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á kjördeildum í Mosfellsbæ:
Kjördeild 3
Fjóla Hreindís Gunnarsdóttir, D-lista, verði aðalmaður í stað Ásdísar Magneu Erlendsdóttur.
Sólborg Alda Pétursdóttir, S-lista, verði aðalmaður í stað Kristrúnar Höllu Gylfadóttur.
Guttormur Þorláksson, V-listi, verði varamaður í stað Daníels Ægis Kristjánssonar.Kjördeild 4
Valgeir Steinn Runólfsson, S-lista, verði varamaður í stað Ernu Bjargar Baldursdóttur.
Hreiðar Ingi Eðvarðsson, D-lista, verði aðalmaður í stað Stefáns Óla Jónssonar.Kjördeild 5
Ásthildur S. Haraldsdóttir, D-lista, verði aðalmaður í stað Guðrúnar Ernu Hafsteinsdóttur.
Inga Rut Ólafsdóttir, V-lista, verði aðalmaður í stað Guðjóns Sigþórs Jenssonar.Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast ofangreindar breytingar því samþykktar.
- 21. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #627
.
Fram kom tilnefning um breytingu í 7. kjördeild þess efnis að Kári Ingason verði aðalmaður í stað Sumarliða Gunnars Halldórssonar.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Kári Ingason því rétt kjörinn. - 7. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #626
Bæjarfulltrúi Samfylkingar óskar eftir breytingu á skipan varamanns í yfirkjörstjórn.
Fram kom tilnefning um Rúnar Birgir Gíslason sem varamann í yfirkjörstjórn í stað Hjalta Árnasonar.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast ofangreindur varamaður því rétt kjörinn. - 23. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #625
Yfirkjörstjórn óskar eftir tilnefningum þriggja aðalmanna og þriggja varamanna í nýja 7. kjördeild vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.
Fram kom eftirfarandi tillaga um aðal- og varamenn í nýja sjöundu kjördeild.
Aðalmenn, Finnur Sigurðsson, Sumarliði Gunnar Halldórsson og Elva Ösp Ólafsdóttir.
Varamenn, Stefán B. Sigtryggsson, Ýr Þórðardóttir, Bergsteinn Pálsson.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast ofangreind því rétt kjörin sem aðal- og varamenn í nýja sjöundu kjördeild. - 26. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #623
Yfirkjörstjórn óskar eftir tilnefningum um nokkra aðal- og varamenn í kjörstjórnir.
Eftirfarandi tilnefningar komu fram um aðal- og varamenn í kjördeildir 2, 3, 4 og 5.
Kjördeild 2, varamaður í stað Sturlu Snær Erlendssonar,
verði Steinunn Steinþórsdóttir.Kjördeild 3, aðalmaður í stað Rafns Hafbergs Gunnlaugssonar,
verði Lísa Sigríður Greipsson.Kjördeild 3, varamaður í stað Ólafs Inga Óskarssonar,
verði Óskar Markús Ólafsson.Kjördeild 4, aðalmaður í stað Dóru Hlínar Ingólfsdóttur,
verði Margrét Gróa Björnsdóttir.Kjördeild 4, varamaður í stað Ólafs Inga Óskarssonar,
verði Ólafur Guðmundsson.Kjördeild 5, varamaður í stað Elísabetar Kristjánsdóttur,
verði Þóra Sigurþórsdóttir.Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast ofanskráðir því rétt kjörnir til starfa í viðkomandi kjörstjórnum.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Yfirkjörstjórn óskar eftir kosningu í kjördeildir í stað þeirra sem eru brottfluttir eða hafa beðist undan störfum í kjördeildum.
Eftirfarandi tilnefningar komu fram um aðal- og varamenn í kjördeildir:
Kjördeild 1, varamaður í stað Hönnu Símonardóttur, Helga Friðriksdóttir.
Kjördeild 2, aðalmaður í stað Sævars Inga Eiríkssonar, Ólafur Karlsson.
Kjördeild 2, varamaður í stað Ólafs Karlssonar, Pálmi Steingrímsson.
Kjördeild 2, varamaður í stað Fanneyjar F Leósdóttur, Sturla Sær Erlendsson.
Kjördeild 3, aðalmaður í stað Jónasar Björnssonar, Ásdís Magnes Erlendsdóttir.
Kjördeild 3, varamaður í stað Hafdísar Rutar Rudolfsdóttur, Elías Pétursson.
Kjördeild 4, aðalmaður í stað Hjördísar Kvaran Einarsdóttur, Stefán Óli Jónsson.
Kjördeild 4, varamaður í stað Þóris Helga Bergssonar, Ólafur Ingi Óskarsson.Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast ofangreindir rétt kjörnir til setu sem aðal- og varamenn í ofangreindum kjördeildum.