Mál númer 201302210
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Tilnefning þeirra efnilegu ungmenna í Mosfellsbæ sem hljóta styrk til að stunda íþrótta sína, tómstund eða listir sumarið 2013.
Afgreiðsla 170. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
- 11. apríl 2013
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #170
Tilnefning þeirra efnilegu ungmenna í Mosfellsbæ sem hljóta styrk til að stunda íþrótta sína, tómstund eða listir sumarið 2013.
Á fundinn mættu styrkþegar og gestir þeirra.
- 3. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #602
íþrótta- og tómstundanefnd hafa borist 24 umsóknir um styrk til efnilegra ungmenna vegna úthlutunar styrkja fyrir sumarið 2013.
Afgreiðsla 169. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 21. mars 2013
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #169
íþrótta- og tómstundanefnd hafa borist 24 umsóknir um styrk til efnilegra ungmenna vegna úthlutunar styrkja fyrir sumarið 2013.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi ungmenni hljóti styrk til að stunda íþróttir, listir og tómstundir sumarið 2013.
Ásta Margrét Jónsdóttir, til að stunda hestamennsku, Arnór Breki til að stunda frjálsar íþróttir og fótbolta, Brynja Hlíf Hjaltadóttir til að stunda motocross, Kristín María Þorsteinsdóttir til að stunda golf, Margrét Dís Stefánsdóttir til að stunda badminton, Ágúst Elí Ásgeirsson til að stunda grafíska hönnun, myndlist og kvikmyndagerð, Björn Óskar Guðjónsson til að stunda golf, Birkir Benediktsson til að stunda handbolta, Emil Tumi Víglundsson til að stunda götuhjólreiðar, Stefán Ás Ingvarsson til að stunda badminton, Áróra Eir Pálsdóttir til að stunda handbolta og Magni Þór Pétursson til að stunda grafíska hönnun, myndlist og kvikmyndagerð.