Mál númer 201304064
- 3. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #639
Eftirlitið hefur lokið rannsókn málsins sem snýr að einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á bláum endurvinnslutunnum. Niðurstöður eftirlitsins lagðar fram.
Afgreiðsla 1189. fundar bæjarráðs samþykkt á 639. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. nóvember 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1189
Eftirlitið hefur lokið rannsókn málsins sem snýr að einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á bláum endurvinnslutunnum. Niðurstöður eftirlitsins lagðar fram.
Erindi Samkeppniseftirlitsins lagt fram. Bæjarráð óskar eftir því við bæjarstjóra að málið verði tekið upp á vettvangi SSH.
- 25. september 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #611
Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf. þar sem fyrirtækið kvartar yfir einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á svokölluðum bláum endurvinnslutunnum. Kynnt er ákvörðun eftirlitsins um að hefja formlega rannsókn á umkvörtunarefni Gámaþjónustunnar.
Afgreiðsla 1135. fundar bæjarráðs samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 19. september 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1135
Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf. þar sem fyrirtækið kvartar yfir einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á svokölluðum bláum endurvinnslutunnum. Kynnt er ákvörðun eftirlitsins um að hefja formlega rannsókn á umkvörtunarefni Gámaþjónustunnar.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að leggja drög að svari fyrir bæjarráð.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf. þar sem fyrirtækið kvartar yfir einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á svokölluðum bláum endurvinnslutunnum.
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 11. apríl 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1116
Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf. þar sem fyrirtækið kvartar yfir einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á svokölluðum bláum endurvinnslutunnum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara erindinu.