Mál númer 201302068
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Þjónustukönnun Capacent tekin til umfjöllunar vegna tillögu um kannanir sem beinist að þjónustuþegum, sbr. 279. fundur fræðslunefndar.
Afgreiðsla 281. fundar fræðslunefndar samþykkt á 606. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 21. maí 2013
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #281
Þjónustukönnun Capacent tekin til umfjöllunar vegna tillögu um kannanir sem beinist að þjónustuþegum, sbr. 279. fundur fræðslunefndar.
Fræðslunefnd felur Skólaskrifstofu að leita leiða til að afla samræmdra tölulegra upplýsinga til að leggja fram í fræðslunefnd, svo nefndin geti betur lagt mat á þá þjónustu sem veitt er á vegum sveitarfélagsins í leik- og grunnskólum.
- 15. maí 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #605
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar. Lögð fram bókun S-lista frá 599. fundi bæjarstjórnar um að nefndir bæjarins geri kannanir sem beinist að þjónustuþegum í viðkomandi málaflokkum.
Afgreiðsla 33. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
- 6. maí 2013
Þróunar- og ferðamálanefnd #33
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar. Lögð fram bókun S-lista frá 599. fundi bæjarstjórnar um að nefndir bæjarins geri kannanir sem beinist að þjónustuþegum í viðkomandi málaflokkum.
Þjónustukönnun lögð fram til kynningar. Bókun S-lista lesin upp og rædd.
- 30. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #604
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012. Málsmeðferðartillögu vegna tillögu Jónasar Sigurðssonar á 599. fundi bæjarstjórnar vísað til umhverfisnefndar til umfjöllunar.
Afgreiðsla 1115. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 18. apríl 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #140
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012. Málsmeðferðartillögu vegna tillögu Jónasar Sigurðssonar á 599. fundi bæjarstjórnar vísað til umhverfisnefndar til umfjöllunar.
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að taka til skoðunar tillögu Jónasar Sigurðssonar um þjónustukannanir sem samþykkt var á 599. fundi bæjarstjórnar.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Lögð fram skýrsla um Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012, þar sem könnuð var skoðun íbúa á þjónustu 16 stærstu sveitarfélaganna. Einnig lögð fram tillaga JS frá 599. fundi bæjarstjórnar.
Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 170. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Bókun D og V lista vegna þjónustukönnunar$line$$line$"Í þjónustukönnun Gallup meðal sveitarfélaga kemur fram að 90,5% Mosfellinga voru ánægð með aðstöðu til íþróttaiðkunar árið 2009. Í könnuninni fyrir árið 2012 er samsvarandi hlutfall 90,8%. Það er því ekki rétt sem kemur fram í bókun fulltrúa S-lista í íþrótta- og tómstundanefnd að aukin ónægja sé með aðstöðu til íþróttaiðkunar samkvæmt þessari könnun. Þess má geta að samkvæmt könnuninni er Mosfellsbær í 3-4 sæti meðal sveitarfélaga hvað varðar útkomu úr þessari spurningu."$line$$line$Bókun S - lista:$line$"Í þjónustukönnuninni kemur fram að frá árinu 2009 er aukin óánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunnar í Mosfellsbæ. Það er í samræmi við könnun íþróttahreyfingarinnar (Rannsókn og greining 2012) þar sem fram kemur að íþróttaiðkendur í 8. - 10. bekk grunnskólanna í Mosfellsbæ eru einna óánægðastir með aðstöðu til íþróttaiðkunnar."
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 279. fundar fræðslunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
- 11. apríl 2013
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #170
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Þjónustukönnunin lögð fram.
Valdimar Leó Friðriksson óskaði eftir að leggja fram eftirfarandi bókun:
Í þjónustukönnuninni kemur fram að frá árinu 2009 er aukin óánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunnar í Mosfellsbæ. Það er í samræmi við könnun íþróttahreyfingarinnar (Rannsókn og greining 2012) þar sem fram kemur að íþróttaiðkendur í 8. - 10. bekk grunnskólanna í Mosfellsbæ eru einna óánægðastir með aðstöðu til íþróttaiðkunnar.
Upp var lesin tillaga Jónasar Sigurðssonar frá 1109. fundi bæjarráðs. Nefndin tekur undir tillögu Jónasar enda er hún í samræmi við nýsamþykkta stefnu Mosfellsbæjar um íþrótta- og tómstundamál.
- 9. apríl 2013
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #279
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012 lögð fram. Einnig var lögð fram bókun S-lista frá 599. fundi bæjarstjórnar um að nefndir bæjarins geri kannanir sem beinist að þjónustuþegum í viðkomandi málaflokkum.
Fræðslunefnd leggur til að þessi tillaga verði skoðuð í ljósi matsáætlana leik- og grunnskóla og staða þeirra kynnt í fræðslunefnd. Í kjölfar þess verði ákveðið hvort frekari kannana sé þörf. Þá er einnig áréttað að Mosfellsbær leiti leiða til að efla ábendingakerfi fyrir bæjarskrifstofur og stofnanir bæjarins.
- 9. apríl 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #339
Lögð fram skýrsla um Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012, þar sem könnuð var skoðun íbúa á þjónustu 16 stærstu sveitarfélaganna. Einnig lögð fram tillaga JS frá 599. fundi bæjarstjórnar.
Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012 lögð fram til kynningar.
Skipulagsnefnd fagnar niðurstöðu könnunar Capacent hvað varðar stöðu skipulagsmála í Mosfellsbæ. Tillaga bæjarfulltrúa Jónasar Sigurðssonar tekin til umræðu og verður hún tekin til frekari umræðu við næsta tækifæri. - 9. apríl 2013
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #203
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Niðurstöður þjónustukönnunar Capacent lagðar fram til kynningar.
Að mati meirihluta fjölskyldunefndar er ánægjulegt hvað Mosfellsbær raðast hátt í könnuninni borið saman við önnur sveitarfélög sem könnunin tekur til.
Mosfellsbær tók eins og önnur sveitarfélög í landinu við félagsþjónustu ríkisins við fatlað fólk í byrjun árs 2011. Þó að margt hafi áunnist frá þeim tíma eru einnig fjölmörg verkefni framundan. Sem dæmi um það má nefna verkefni sem eru á framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fram til ársins 2014, svo sem bætt aðgengi upplýsinga um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðu sveitarfélagsins, endurskipulagning ferðaþjónustu með það að markmiði að þjónustan verði betur löguð að þörfum notenda og skipun notendaráðs í málaflokknum. Þá hefur í ár verið ráðinn ráðgjafaþroskaþjálfi í hlutastarf á fjölskyldusvið með það að markmiði að bæta þjónustu við fatlað fólk.
Fjölskyldunefnd telur ástæðu til þess að kanna viðhorf þeirra fötluðu einstaklinga sem njóta þjónustunnar og er framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs falið að útfæra verkefnið nánar.
- 3. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #602
Lögð fram til kynningar niðurstaða þjónustukönnunar Capacent fyrir árið 2012 þar sem könnuð er og borin saman þjónustu sextán stærstu sveitarfélaganna.
Afgreiðsla 139. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
- 3. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #602
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 174. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
- 25. mars 2013
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #174
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Þjónustukönnun kynnt.
- 21. mars 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #139
Lögð fram til kynningar niðurstaða þjónustukönnunar Capacent fyrir árið 2012 þar sem könnuð er og borin saman þjónustu sextán stærstu sveitarfélaganna.
Niðurstöður þjónustukönnunar Capacent hjá 16 sveitarfélögum á Íslandi lagðar fram til kynningar.
- 20. febrúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #599
Þjónustukönnun Capacent 2012 er könnun á vegum fyrirtækisins þar sem könnuð er og borin saman þjónustu sextán stærstu sveitarfélaganna. Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála fylgir könnuninni úr hlaði.
Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$$line$Bókun S-lista Samfylkingar vegna þjónustukönnunar.$line$$line$Það er ánægjuefni fyrir Mosfellsbæ hversu hátt bæjarfélagið raðast í einkunn í samanburði við önnur sveitarfélög sem könnunin tekur til. Þá er það líka ánægjulegt hversu margir eru ánægðir með Mosfellsbæ sem stað til að búa á. Ef litið er frá samanburðinum við önnur sveitarfélög og niðurstaða hverrar spurningar skoðuð í ljósi þess sem við viljum sjá í viðhorfum bæjarbúa til einstakra málaflokka, er ljóst að hluta til, að niðurstaðan er ekki nægjanlega góð. Það er líka eftirtektarvert að í sumum spurningum sem snerta þjónustu við börn og unglinga skuli meiri hluti svaranda ekki eiga börn á leikskóla eða í grunnskóla. $line$Fyrir Mosfellsbæ gefur niðurstaða þessarar könnunar það til kynna að nauðsynlegt sé að skoða nánar óánægjuefni bæjarbúa í sumum þessara þjónustuflokka og í því sambandi að beina sjónum að þjónustuþegum hvers þeirra.$line$$line$Tillaga.$line$Í samþykktum fyrir fagnefndir bæjarins kemur eftirfarandi fram um hlutverk nefndanna:$line$"-að leggja mat á þá þjónustu sem veitt er á vegum sveitarfélagsins í" .." með tölulegum upplýsingum og könnunum á meðal bæjarbúa. Einnig að fjalla um þær kvartanir sem berast vegna þjónustunnar."$line$Ég gera það því að tillögu minni í samræmi við þetta ákvæði í samþykktum nefndanna að gerðar verði slíkar kannanir sem beinist að þjónustuþegum í viðkomandi málaflokkum. Einnig að því ákvæði verði komið í framkvæmd að nefndirnar fjalli um þær kvartanir sem berast vegna þjónustunnar.$line$$line$Jónas Sigurðsson.$line$$line$Fram kom málsmeðferðartillaga um að vísa tillögunni til einstakra nefnda til skoðunar og meðferðar. En könnuninni hefur þegar verið vísað til fagnefnda til umfjöllunar.$line$Málsmeðferðartillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.
- 14. febrúar 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1109
Þjónustukönnun Capacent 2012 er könnun á vegum fyrirtækisins þar sem könnuð er og borin saman þjónustu sextán stærstu sveitarfélaganna. Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála fylgir könnuninni úr hlaði.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála.
Aldís fóru yfir þjónustukönnunina og útskýrði helstu atriði hennar. Könnunin lögð fram og jafnframt verði könnunin kynnt í öllum nefndum bæjarins.