9. apríl 2014 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varaforseti
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) 1. varabæjarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
- Þórður Björn Sigurðsson 1. varabæjarfulltrúi
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2013201312056
Bæjarráð sendir ársreikning Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Hlynur Sigurðsson (HLS) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Forseti gaf Hlyni Sigurðssyni orðið og fór hann yfir ársreikninginn bæði A hluta aðalsjóðs og B hluta stofnana Mosfellsbæjar vegna ársins 2013 og fór hann einnig yfir drög að endurskoðunarskýrslu sinni. Endurskoðandi þakkaði að lokum fyrir gott samstarf við starfsmenn.
Forseti þakkaði endurskoðanda fyrir framsögu hans og útskýringar og fyrir vel unnin störf, einnig færði hann starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra framlag fyrir hönd bæjarstjórnar.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2013 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1159201403023F
Fundargerð 1159. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 624. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Gatnagerð Reykjahvoli og Bjargslundi 200607122
Varðandi framkvæmdir við Reykjahvol, erindi frá Guðrúnu Ólafsdóttur varðandi yfirlýsingu um að framkvæmdum við Reykjahvol verði lokið eigi síðar en eftir fimm ár.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1159. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.2. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið 201112127
Vatnvernd á höfuðborgarsvæðinu - Heildarendurskoðun. Kynning á tillögu á vinnslustigi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1159. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.3. Erindi Guðjóns Jenssonar varðandi verkefnisstyrk 201403011
Guðjón Jensson sækir um verkefnisstyrk varðandi heimildaritun um Mosfellsheiði. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar menningarmálanefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1159. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu 201403409
Utanríkismálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, 340. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1159. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið 201403412
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, 344. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1159. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar 201403413
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar, 352. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1159. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.7. Ársreikningur Sorpu bs 2013 201403410
Ársreikningur Sorpu bs 2013 sem samþykktur var á stjórnarfundi þann 3. mars 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1159. fundar bæjarráðs lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
2.8. Erindi Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs varðandi verkefnið Vistvang o.fl. 201403444
Erindi Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs varðandi verkefnið Vistvang og staðarval gas- og jarðgerðarstöðvar fyrir höfuðborgarsvæðið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1159. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.9. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um hreinsun ofanvatns í Mosfellsbæ 201403460
Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis þar sem eftirlitið hvetur til þess að Mosfellsbær láti kortleggja þá staði sem æskilegt er að hreinsa ofanvatn frá íbúðar og iðnaðarhverfum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1159. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.10. ESB-viðræður, áskorun 201403469
Erindi áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jónasar Sigurðssonar þar sem lögð er fram tillaga um að skora á Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1159. fundar bæjarráðs lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
2.11. Ungmennaráð 201403503
Til umræðu er tillaga sem afgreidd var á 621. fundi bæjarstjórnar um greiðslur til Ungmennaráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1159. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1160201404001F
Fundargerð 1160. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 624. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010 201004045
Í tengslum við umfjöllun um byggingarskilmála í Leirvogstungu lagði bæjarráð til þá málsmeðferð að umhverfissviði og stjórnsýslusviði yrði falið að leggja valkosti fyrir bæjarráð. Hjálagt er tillaga að bréfi í þessu skini.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1160. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.2. Erindi SHS varðandi tillögu um aukningu á stofnfé byggðasamlagsins 201211205
Erindi SHS varðandi seinni greiðslu vegna aukningar á stofnfé til byggðasamlagsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1160. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.3. Erindi Elínar Rúnar Þorsteinsdóttur varðandi gönguljós 201304308
Elín Rún Þorsteinsdóttur óskaði í bréfi 15.4.2013 eftir uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð með tilliti til blindra skólabarna. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Lögð fram umsögn skipulagsnefndar frá 364. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1160. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.4. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2013 201312056
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 lagður fram í bæjarráði á leið sinni til fyrstu umræðu í bæjarstjórn.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun.$line$Bókun varðandi fundargerð bæjarráðs nr. 1160 - ársreikningur.$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinna gerir athugasemd við framsetningu ársreiknings þar sem rauntölur eru bornar saman við margendurskoðaða áætlun. Betur færi á því að rauntölur væru bornar saman við upphaflega fjárhagsáætlun.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa D og V lista.$line$Ársreikningur sveitarfélagsins er í fullu samræmi við sveitarstjórnarlög og hafa endurskoðendur áritað hann. Framsetning ársreikningsins er í samræmi við tilmæli innanríkisráðuneytisins um hvernig ársreikningar skulu lagðir fram enda er í ársreikningum að finna samanburð við upphaflega fjárhagsáætlun svo og fjárhagsáætlun með viðaukum.$line$$line$$line$Afgreiðsla 1160. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.5. Erindi Guðjóns Jenssonar varðandi verkefnisstyrk 201403011
Guðjón Jensson sækir um verkefnisstyrk varðandi heimildaritun um Mosfellsheiði. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra menningarsviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1160. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.6. Framkvæmdir við Varmárvöll 2014 201403094
Umhverfissvið óskar eftir heimild til að ganga til samninga um kaup á sætisskeljum í samræmi við fyrirliggjandi verðkönnun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1160. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.7. Tillaga að gjaldskrá ársins 2014 vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar og vörslu hrossa 201403500
Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2014. Tillagan er lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1160. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.8. Oddsmýri ehf, umsókn um lóðina Desjamýri 7 201403501
Úthlutun lóðarinnar Desjamýri 7 til félagsins Oddsmýri ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1160. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.9. Erindi Önnu Báru Ólafsdóttur varðandi kaup á landi 201403509
Erindi Önnu Báru Ólafsdóttur varðandi kaup á landi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1160. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.10. 50 ára afmæli Skólahljómsveitar 201404003
Minnisblað lagt fram vegna afmælis Skólahljómsveitar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1160. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 294201403028F
Fundargerð 294. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 624. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Raddir barna - samantekt 2014 201403525
Samantekt á viðhorfum barna frá 2ja ára til 18 ára. Unnið upp úr gögnum frá samantekt sem unnin var við gerð Skólastefnu Mosfellsbæjar árið 2010 og í tengslum við Skólaþing í maí 2013. Á fundinn mætir Páll Líndal umhverfissálfræðingur sem hefur unnið að skýrslunni með starfsmönnum Skólaskrifstofu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
4.2. Stóra upplestrarkeppnin 2014 201403528
Stóra upplestrarkeppnin árið 2014 hefur farið fram. Farið verður yfir hvernig til tókst og aðrar hugmyndir að verkefnum fyrir eldri og yngri grunnskólanemendur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
4.3. Sérþarfabörn í leik- og grunnskólum 2012 og 2013, samanburður milli ára 201403488
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
4.4. Skólar og menntun í fremstu röð - Samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fram til 2020 201403530
Lagðar fram tvær skýrslur verkefnisstjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem tengist Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins: Skólar og menntun í fremstu röð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
4.5. Könnun á framkvæmd reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. 201403529
Niðurstöður kynntar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
4.6. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 201401438
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 sendur frá umhverfisnefnd til fræðslunefndar til kynningar.
Verkefnalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 149. fundi umhverfisnefndar þann 13. mars 2014, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 364201403016F
Fundargerð 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 624. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Langitangi 3, umsókn um byggingarleyfi 201402290
N1 hf. sækir um leyfi til að reisa ca. 130 cm hátt timburgrindverk ofan á núverandi steinvegg á lóðinni, jafnframt er sótt um stöðuleyfi á lóðinni fyrir þrjá 40 feta lokaða geymslugáma, tvo opna 40 feta opna geymslugáma, tvo opna 20 feta sorpgáma og dekkjarekka. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsótt atriði séu innan ramma deiliskipulags á svæðinu. Frestað á 362. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Ástand gatna í Helgafellshverfi 201402312
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Tillaga kom fram frá bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar að erindinu verði vísað til bæjarráðs.$line$Tillagan samþykkt.
5.3. Efnissöfnun Ístaks á Tungumelum 201402313
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.4. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ 201109233
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.5. Hljóðmanir við Leirvogstungu 201402314
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
5.6. Erindi Elínar Rúnar Þorsteinsdóttur varðandi gönguljós 201304308
Elín Rún Þorsteinsdóttur óskaði í bréfi 15.4.2013 eftir uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð með tilliti til blindra skólabarna. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Lagt fram minnisblað Eflu dags. 26. febrúar. Frestað á 362. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
5.7. Meðferð ofanvatns af húsþökum og lóðum í Helgafellshverfi. 201402133
Umræða um tillögur um ráðstafanir til að hreinsa ofanvatn af lóðum og þökum í hverfinu og veita því niður í jarðveg á staðnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
5.8. Aðalskipulag Hafnarfjarðar til kynningar og umsagnar 201311168
Bjarki Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi sendir 28.2.2014 til kynningar samantekt um umsagnir umsagnaraðila um tillögu að aðalskipulagi og svör Hafnarfjarðarbæjar við þeim. Tillagan er í auglýsingu, með athugasemdafresti til 7.04.2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
5.9. Ósk Veritas lögmanna um umsögn vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 201402294
Erindi Veritas lögmanna þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 í Mosfellsbæ. Bæjarráð vísaði erindinu til nefndarinnar til umsagnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
5.10. Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu 201305136
Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt tillöguteikningu, dagsett 10. mars 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
5.11. Seljadalsnáma, mat á umhverfisáhrifum 2014 201403446
Skipulagsstofnun óskar 20.3.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu Eflu verkfræðistofu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 7. apríl 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
5.12. Uglugata 24-30, fyrirspurn um fjölgun íbúða 201401122
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt 21.2.2014 með athugasemdafresti til 24.3.2014. Engin athugasemd hefur borist.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.13. Landnúmer 125620 Þormóðsdal, ósk um byggingu frístundahúss 201309155
Umsókn um byggingu frístundahúss í stað eldra húss sem brann, var grenndarkynnt 20.2.2014 með athugasemdafresti til 21.3.2014. Þátttakendur í grenndarkynningunni sem voru tveir auk umsækjanda hafa lýst yfir samþykki sínu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.14. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 201306129
Lögð fram lokaskýrsla Mannvits um samanburð á samgöngusviðsmyndum, sem svæðisskipulagsnefnd vísaði á 43. fundi sínum til kynningar í fagráði og fagnefndum sveitarfélaganna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
5.15. Tillaga um hugsanlega lækkun gjalda á óbyggðum sérbýlislóðum í Mosfellsbæ. 201403465
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 365201403026F
Fundargerð 365. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 624. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Langitangi 3, umsókn um byggingarleyfi 201402290
N1 hf. sækir um leyfi til að reisa ca. 130 cm hátt timburgrindverk ofan á núverandi steinvegg á lóðinni, jafnframt er sótt um stöðuleyfi á lóðinni fyrir þrjá 40 feta lokaða geymslugáma, tvo opna 40 feta opna geymslugáma, tvo opna 20 feta sorpgáma og dekkjarekka. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsótt atriði séu innan ramma deiliskipulags á svæðinu. Frestað á 364. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.2. Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu 201305136
Tekið fyrir að nýju erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt tillöguteikningu, dagsett 10. mars 2014. Framhald umfjöllunar á 364. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.3. Seljadalsnáma, mat á umhverfisáhrifum 2014 201403446
Skipulagsstofnun óskar 20.3.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu Eflu verkfræðistofu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 7. apríl 2014. Frestað á 364. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.4. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 201306129
Lögð fram lokaskýrsla Mannvits um samanburð á samgöngusviðsmyndum, sem svæðisskipulagsnefnd vísaði á 43. fundi sínum til kynningar í fagráði og fagnefndum sveitarfélaganna. Frestað á 364. fundi. Einnig lagt fram bréf svæðisskipulagsstjóra dags. 24.03.2014 varðandi forkynningu á tillögu að svæðisskipulagi á vinnslustigi skv. 23. gr. skipulagslaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.5. Meðferð ofanvatns af húsþökum og lóðum í Helgafellshverfi. 201402133
Á fundinn kom Gísli Karel Halldórsson frá Verkís og gerði grein fyrir tillögum um ráðstafanir til að hreinsa ofanvatn af lóðum og þökum í hverfinu og veita því niður í jarðveg á staðnum. Frestað á 364. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga kom fram frá bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar um að erindinu verði vísað til bæjarráðs.$line$Tillagan samþykkt.$line$$line$Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.6. Tillaga um hugsanlega lækkun gjalda á óbyggðum sérbýlislóðum í Mosfellsbæ. 201403465
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um tillögu sína. Frestað á 364. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga kom fram frá bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar um að erindinu verði vísað til bæjarráðs.$line$Tillagan samþykkt.$line$$line$Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.7. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis 200803137
Tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013. Ein athugasemd barst, frá umhverfisnefnd Varmárskóla. Lögð fram drög að svörum við athugasemdinni, sbr. bókun 354. fundar (koma á fundargátt á mánudag). Tillagan lögð fram að nýju, breytt í nokkrum atriðum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
6.8. Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis 201310334
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi við Gerplu- og Vefarastræti var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 12. febrúar 2014 með athugasemdafresti til 26. mars 2014. Ein athugasemd barst, frá íbúum og eigendum í Gerplustræti 25-27.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
6.9. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi lóðar við Desjarmýri 201301425
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Desjarmýri 7 var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 27.6.2013 með athugasemdafresti til 8.8.2013. Engin athugasemd barst en afgreiðslu var frestað á 347. fundi. Tillagan lögð fram að nýju ásamt erindi Oddsmýrar ehf. frá 26.3.2014 varðandi nýtingarhlutfall.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
6.10. Fólkvangur í Bringum við Helgufoss 201306072
Lögð fram til kynningar drög að skilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum við Helgufoss í Mosfellsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
6.11. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 201401438
Lagður fram verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 sem umhverfisnefnd vísaði til skipulagsnefndar til kynningar. Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og samþykktur á 149. fundi umhverfisnefndar 13. mars 2014, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
6.12. Reykjahvoll 25 (Efri Hvoll), ósk um óbreytta aðkomu 201403511
Vígmundur Pálmarsson óskar með bréfi innkomnu 27.3.2014 eftir því að aðkoma að húsinu megi vera óbreytt, vestan og norðan frá um land Pálmars Vígmundssonar, en deiliskipulag gerir ráð fyrir að lóðin fái aðkomu um nýja götu sunnan frá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
6.13. Framkvæmdir í Ævintýragarði 201206253
Lögð fram skýrsla umhverfisstjóra um stöðu framkvæmda í Ævintýragarði í mars 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.14. Skýrsla um starfsemi umhverfissviðs 2013 201403118
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
7. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 24201403022F
Fundargerð 24. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 624. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Heilsueflandi samfélag 201208024
Ólöf Sívertsen Lýðheilsufræðingur og stjórnarformaður Heilsuvinjar kemur og kynnir stöðu og markmið þróunarverkefnisins Heilsueflandi samfélag.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar ungmennaráðs lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Niðurstöður rannsókna 2013 201401414
Niðurstöður rannsókna á líðan grunnskólabarna í Mosfellsbæ árið 2013 kynntar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar ungmennaráðs lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 201401438
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 sendur frá umhverfisnefnd til ungmennaráðs til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar ungmennaráðs lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
7.4. Áhrif verkfalls framhaldsskólakennara vorið 2014 á nemendur í Mosfellsbæ 201403467
Umræða um áhrif verkfalls framhaldsskólakennara, sem hófst þann 17. mars 2014, á framhaldsskólanemendur í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar ungmennaráðs lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
7.5. Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með bæjarstjórn 201002260
Undirbúningsfundur ungmennaráðs fyrir fund með bæjarstjórn Mosfellsbæjar, sem fyrirhugaður er í apríl 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar ungmennaráðs lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerðir til kynningar
8. Fundargerð 130. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201403456
.
Fundargerð 130. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 21. mars 2014 lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 194. fundar Strætó bs.201404007
.
Fundargerð 194. fundar Strætó bs. frá 28. mars 2014 lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 44. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201403489
.
Fundargerð 44. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 21. mars 2014 lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 8. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis201403457
.
Fundargerð 8. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frá 8. janúar 2014 lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 814. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga201403508
.
Fundargerð 814. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 21. mars 2014 lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 9. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis201403458
.
Fundargerð 9. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frá 19. mars 2014 lögð fra á 624. fundi bæjarstjórnar.