Mál númer 201109233
- 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 25. mars 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #364
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.
Skipulagsnefnd felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að afla frekari upplýsinga í tengslum við málið.
- 12. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #622
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
- 4. mars 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #362
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.
Frestað.
- 23. nóvember 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #569
Áður á dagskrá 1049. fundar bæjarráðs þar sem umræður fóru fram. Framkvæmdastjórar umhverfis- og stjórnsýslusviðs gera grein fyrir stöðu málsins. Engin gögn lögð fram.
<DIV>Afgreiðsla 1052. fundar bæjarráðs, um að SSH beiti sér fyrir samvinnu sveitarfélaga innan SSH varðandi setningu lögreglusamþykkta o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 17. nóvember 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1052
Áður á dagskrá 1049. fundar bæjarráðs þar sem umræður fóru fram. Framkvæmdastjórar umhverfis- og stjórnsýslusviðs gera grein fyrir stöðu málsins. Engin gögn lögð fram.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Ásbjörn Þorvarðarson (ÁS) byggingarfulltrúi.
Til máls tóku: HS, ÁÞ, SÓJ, JJB, BH og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að skrifa stjórn SSH bréf þar sem því er beint til stjórnarinnar að hún beiti sér fyrir því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni saman í því, í samvinnu við lögreglustjóraembættið og eftir atvikum Mannvirkjastofnun, að sett verði samræmd ákvæði í lögreglusamþykktir fyrir höfuðborgarsvæðið og nauðsynlegar lagfæringar gerðar á lagagrunni til þess að styrkja setningu nýrrar lögreglusamþykktar m.a. hvað varðar stöðu vinnuvéla og tækja á lóðum og á götum í íbúðhverfum sem þykja geta valdið íbúum ónæði.
- 9. nóvember 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #568
Áður á dagskrá 1048. fundar bæjarráðs og þá frestað. Erindið er sett á dagskrá að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða stöðu erindisins til upplýsingar fyrir íbúa og bæjarstjórn. Engin gögn lögð fram.
<DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, SÓJ og HS.</DIV><DIV>Umræða fór fram á 1049. fundi bæjarráðs um stöðu og undirbúning að setningu sérstakrar lögreglusamþykktar. Lagt fram á 568. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 27. október 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1049
Áður á dagskrá 1048. fundar bæjarráðs og þá frestað. Erindið er sett á dagskrá að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða stöðu erindisins til upplýsingar fyrir íbúa og bæjarstjórn. Engin gögn lögð fram.
Til máls tóku: HS, JJB, SÓJ, BH og KT.
Umræða fór fram um stöðu og undirbúning að setningu sérstakrar lögreglusamþykktar fyrir Mosfellsbæ en ráðgert er að sú samþykkt leysi af hólmi reglugerð um lögreglusamþykktir 1127/2007.
- 26. október 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #567
Erindið er sett á dagskrá að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða stöðu erindisins til upplýsingar fyrir íbúa og bæjarstjórn. Engin gögn fylgja.
<DIV><DIV>Afgreiðslu erindisins frestað á 1048. fundi bæjarráðs. Frestað á 567. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 20. október 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1048
Erindið er sett á dagskrá að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða stöðu erindisins til upplýsingar fyrir íbúa og bæjarstjórn. Engin gögn fylgja.
Frestað.