Mál númer 201403467
- 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Umræða um áhrif verkfalls framhaldsskólakennara, sem hófst þann 17. mars 2014, á framhaldsskólanemendur í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 24. fundar ungmennaráðs lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
- 27. mars 2014
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #24
Umræða um áhrif verkfalls framhaldsskólakennara, sem hófst þann 17. mars 2014, á framhaldsskólanemendur í Mosfellsbæ.
Rætt um áhrif verkfalls framhaldsskólakennara, sem staðið hefur í 10 daga, á framhaldsskólanemendur í Mosfellsbæ.
Ungmennaráð lýsir yfir áhyggjum sínum yfir áhrifum verkfalls framhaldsskólakennara á nemendur í Mosfellsbæ. Ungmennaráð vill þakka bæjaryfirvöldum fyrir að bjóða framhaldsskólanemendum frítt í sund, en bendir á að auglýsa mætti það mun betur. Ennfremur mætti opna félagsmiðstöðvar grunnskólanna í samráði við nemendafélag Framhaldsskóla Mosfellsbæjar.