Mál númer 201312056
- 21. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #627
Óskað er eftir því að bæjarráð áriti skattalega útgáfu ársreiknings fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar, sem er B hluta fyrirtæki samstæðu Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1165. fundar bæjarráðs lögð fram á 627. fundi bæjarstjórnar.
- 15. maí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1165
Óskað er eftir því að bæjarráð áriti skattalega útgáfu ársreiknings fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar, sem er B hluta fyrirtæki samstæðu Mosfellsbæjar.
Undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Bæjarráð áritaði skattalega útgáfu ársreiknings Hitaveitu Mosfellsbæjar.
- 23. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #625
Bæjarstjórn sendir ársreikning Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Hlynur Sigurðsson (HLS) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Aldís Stefánsdóttir (AS) þjónustu- og upplýsingafulltrúi.
Forseti gaf orðið laust og fór fram stutt umræða um ársreikninginn eins og hann liggur fyrir eftir fyrri umræðu.
Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Ekki verður betur séð en að endurskoðunarskrifstofa KPMG taki undir gagnrýni Íbúahreyfingarinnar vegna framsetningu ársreikningsins um að birta samanburð við upprunalega fjárhagsáætlun.
Á bls. 31. "þannig segir samanburður við upphaflega rekstraráætlun oft meira en samanburður við áætlun sem breytt hefur verið seint á rekstrarárinu."
En ársreikningurinn er ekki bara fyrir stjórnendur, hann er fyrir íbúana, fjárfesta og aðra en með þessari framsetningu er þeim gert erfiðara fyrir að átta sig á breytingum yfir árið.
Við leggjum eindregið til að framsetningu ársreikningsins verði breytt með t.t. Þessa.Tillaga um að breyta framsetningu ársreikningsins verði breytt borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.
Bókun D og V- lista.
Ársreikningur sveitarfélagsins er í fullu samræmi við sveitarstjórnarlög og hafa endurskoðendur áritað hann. Framsetning ársreikningsins er í samræmi við tilmæli innanríkisráðuneytisins um hvernig ársreikningar skulu lagðir fram enda er í ársreikningum að finna samanburð við upphaflega fjárhagsáætlun svo og fjárhagsáætlun með viðaukum.
Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Endurskoðendur segja á síðu 31að áætlanir áranna 2015-2017 séu á föstu verðlagi en ekki gert ráð fyrir verðbólgu sem þeir telja æskilegt að gera.
Það er ljóst að meiri kostnaður fylgir hækkandi lánum en hækkandi verðlagi og því mjög æskilegt að taka inn viðmið sem gefur gleggri mynd af stöðu mála og leggur Íbúahreyfingin til að Mosfellsbær taki inn verðbólgspá eða viðmið við næstu fjárhagsáætlun.Fram kom málsmeðferðartilltag þess efnis að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunar 2015 og var hún samþykkt með sjö atkvæðum.
Tillaga S- lista Samfylkingar.
Geri það að tillögu minni að ábendingar endurskoðanda sem sendar eru bæjarstjórn um innra eftirlit, fjárhagskerfi, stjórnsýslu sveitarfélagsins og önnur atriði sem tengjast vinnu endurskoðanda séu lagðar fyrir bæjarráð.Fram kom málsmeðferðartilltag þess efnis að vísa tillögunni til bæjarráðs og var hún samþykkt með sjö atkvæðum.
Bókun D- og V lista.
Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2013 og var niðurstaðan í samræmi við fjárhagsáætlun. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði nam um 549 milljónir sem er um 8% af tekjum. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var afgangur af rekstri bæjarins um 31 milljónir. Kennitölur úr rekstri bera vott um trausta stöðu bæjarsjóðs. Veltufé frá rekstri eru 701 milljónir sem eru 10,5% af rekstrartekjum og framlegð frá rekstri er um 13%. Skuldahlutfall er 126% sem er vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum.
Um 1.664 milljónum var varið í framkvæmdir á árinu 2013 til þess að styðja við þann vöxt og þá uppbyggingu sem er í sveitarfélaginu. Stærstu framkvæmdirnar voru bygging framhaldsskólans í Mosfellsbæ sem tók til starfa í ársbyrjun 2014, bygging 30 rýma hjúkrunarheimilis sem vígð var sumarið 2013, bygging nýs íþróttahúss að Varmá, leikskólans Höfðabergs og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Á árinu var verulegum fjármunum jafnframt varið í viðhald og endurbætur á skólahúsnæði og íþróttaaðstöðu í bænum. Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir í sveitarfélaginu stendur skuldahlutfall milli ára í stað.
Við viljum færa öllu starfsfólki Mosfellsbæjar sérstakar þakkir fyrir að standa vel að rekstri bæjarfélagins á árinu 2013 og fyrir þá miklu eljusemi og ábyrgð sem sýnd hefur verið.Bókun S- lista Samfylkingar vegna afgreiðslu ársreiknings fyrir árið 2013.
Niðurstaða ársreiknings Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 sýnir að fjárhagsstaða bæjarins er nokkuð með ágætum miðað við stöðu margra annarra sveitarfélaga. Jafnframt kemur fram í skýrslu endurskoðanda bæjarins, um fyrirsjáanlega þróun til ársins 2017, að svo mun áfram verða fyrir þessi ár.
Ekki er þó allt sem sýnist í þessum efnum. Hin jákvæða fjárhagsstaða bæjarins og þá einkum skuldastaðan, byggir að stóru leyti á, að því hefur ekki verið sinnt að fullnægjandi aðstaða sé fyrir hendi fyrir grunnskóla bæjarins og fjármunum til þess varið . Fjölgun nemenda grunnskólans á undanförnum árum hefur verið mætt með bráðabirgða húsnæði og ýmsum tilfæringum sem hefur í för með sér fórnarkostað sem skiptir tugum ef ekki vel á annað hundrað milljóna. Þeim fjármunum hefði verið betur varið til byggingar á varanlegu húsnæði fyrir starfsemi skólanna.
Skýrsla endurskoðanda bæjarins um fyrirsjáanlega þróun á fjárhagslegri stöðu hans til ársins 2017 byggir á fjárhagsáætlun bæjarins til sama tíma, þar með taldar áætlanir um fjárfestingar m.a. í skólamannvirkjum. Vafasamt er að þeir fjármunir muni duga til að leysa þann vanda sem nú ríkir í aðstöðumálum skólanna sem og að mæta auknum nemendafjölda á næstu árum, sem fylgir aukningu á fjölda íbúa. Jafnframt má í þessu sambandi einnig benda á væntingar sem gefnar hafa verið um byggingu fjölnota íþróttahúss.
Það er því ljóst, ef taka skal á uppsöfnuðum húsnæðisvanda skólanna, að gera þarf ráð fyrir meiri fjárfestingum til þeirra þarfa á næstu árum en gert er ráð fyrir í þriggja ára áætlun bæjarins. Það felur þá í sér auknar lántökur og að einhverju leyti aukinn rekstrarkostnað.
Að mati Samfylkingarinnar verður ekki undan því vikist að taka með skjótum hætti á aðstöðuvanda skólastofnana bæjarins. Að öðrum kosti er því góða starfi sem þar fer fram stefnt í voða.
Það er því ljóst að sú ?góða? fjárhagsstaða bæjarins sem hér er kynnt með ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 og horfum til 2017 stendur afar völtum fótum.Jónas Sigurðsson.
Bókun D- og V- lista.
Eins og bæjarfulltrúa S lista er fullkunnugt um hefur ítrekað komið fram í umræðum að myndarleg uppbygging hefur átt sér stað á undanförum árum og fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu skólamannvirkja á næstu árum. Fjárhagsstaða bæjarins stendur traustum fótum eins og allar kennitölur segja til um í ársreikningi.
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningur ársins 2013 staðfestur með sjö atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur eru þessar:Rekstrarreikningur A og B hluta:
Rekstrartekjur: 6.828 mkr.
Rekstrargjöld: 6.279 mkr.
Fjármagnsgjöld: 528 mkr.
Tekjuskattur: 9 mkr.
Rekstrarniðurstaða 31 mkr.
Efnahagsreikningur A og B hluta:
Eignir alls: 13.684 mkr.
Skuldir og skuldbindingar: 9.732 mkr.
EIgið fé: 3.952 mkr. - 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 lagður fram í bæjarráði á leið sinni til fyrstu umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun.$line$Bókun varðandi fundargerð bæjarráðs nr. 1160 - ársreikningur.$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinna gerir athugasemd við framsetningu ársreiknings þar sem rauntölur eru bornar saman við margendurskoðaða áætlun. Betur færi á því að rauntölur væru bornar saman við upphaflega fjárhagsáætlun.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa D og V lista.$line$Ársreikningur sveitarfélagsins er í fullu samræmi við sveitarstjórnarlög og hafa endurskoðendur áritað hann. Framsetning ársreikningsins er í samræmi við tilmæli innanríkisráðuneytisins um hvernig ársreikningar skulu lagðir fram enda er í ársreikningum að finna samanburð við upphaflega fjárhagsáætlun svo og fjárhagsáætlun með viðaukum.$line$$line$$line$Afgreiðsla 1160. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Bæjarráð sendir ársreikning Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Hlynur Sigurðsson (HLS) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Forseti gaf Hlyni Sigurðssyni orðið og fór hann yfir ársreikninginn bæði A hluta aðalsjóðs og B hluta stofnana Mosfellsbæjar vegna ársins 2013 og fór hann einnig yfir drög að endurskoðunarskýrslu sinni. Endurskoðandi þakkaði að lokum fyrir gott samstarf við starfsmenn.
Forseti þakkaði endurskoðanda fyrir framsögu hans og útskýringar og fyrir vel unnin störf, einnig færði hann starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra framlag fyrir hönd bæjarstjórnar.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2013 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
- 3. apríl 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1160
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 lagður fram í bæjarráði á leið sinni til fyrstu umræðu í bæjarstjórn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur endurskoðandi bæjarins, Hlynur Sigurðsson (HSi).
Auk hans sat fundinn undir þessum dagskrárlið Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2013 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreiknngi Mosfellsbæjar 2013 til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráðsmaður Íbúahreyfingarinnar mótmælir framsetningu ársreikningsins.