Mál númer 201403412
- 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, 344. mál.
Afgreiðsla 1159. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 27. mars 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1159
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, 344. mál.
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir það sjónarmið sem sterkt hefur komið fram í umræðum að undanförnu um þetta mál að þjóðin hafi aðkomu i þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður og síðar um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mikilvægt er að sem breiðust sátt verði um næstu skref vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Bæjarráð skorar á og treystir því að kjörnir fulltrúar á vettvangi Alþingis leiði málið til lykta svo að sem mest sátt megi nást um þetta mikilvæga mál.
Bæjarráðsmenn D lista bóka þá afstöðu sína að viðhafa hefði átt þjóðaratkvæðagreiðslu áður en aðildarviðræður hófust á sínum tíma við Evrópusambandið.