Mál númer 201310334
- 23. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #625
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi við Gerplu- og Vefarastræti var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 12. febrúar 2014 með athugasemdafresti til 26. mars 2014. Ein athugasemd barst, frá íbúum og eigendum í Gerplustræti 25-27. Frestað á 365. fundi.
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 15. apríl 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #366
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi við Gerplu- og Vefarastræti var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 12. febrúar 2014 með athugasemdafresti til 26. mars 2014. Ein athugasemd barst, frá íbúum og eigendum í Gerplustræti 25-27. Frestað á 365. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta með fjórum greiddum atkvæðum gegn einu ásamt framlögðum drögum að svari við athugasemd, og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar óskar bókað að hann telur breytt fyrirkomulag og legu götu við torgið óásættanlega. - 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi við Gerplu- og Vefarastræti var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 12. febrúar 2014 með athugasemdafresti til 26. mars 2014. Ein athugasemd barst, frá íbúum og eigendum í Gerplustræti 25-27.
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
- 1. apríl 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #365
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi við Gerplu- og Vefarastræti var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 12. febrúar 2014 með athugasemdafresti til 26. mars 2014. Ein athugasemd barst, frá íbúum og eigendum í Gerplustræti 25-27.
Frestað.
- 12. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #620
Á 358. fundi sínum vísaði Skipulagsnefnd kostnaðarþátttöku lóðarhafa vegna áformaðra breytinga á deiliskipulagi til umfjöllunar bæjarráðs.
Afgreiðsla 1152. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 30. janúar 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1152
Á 358. fundi sínum vísaði Skipulagsnefnd kostnaðarþátttöku lóðarhafa vegna áformaðra breytinga á deiliskipulagi til umfjöllunar bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra úrvinnslu málsins.
- 29. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #619
Framhald umfjöllunar um endurskoðaða tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem lögð var fram á 357. fundi. Lagður fram nýr uppdráttur með nánari útfærslu.
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
- 21. janúar 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #358
Framhald umfjöllunar um endurskoðaða tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem lögð var fram á 357. fundi. Lagður fram nýr uppdráttur með nánari útfærslu.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með þeirri breytingu að gert verði ráð fyrir kennileiti á austurenda húss næst hringtorgi. Nefndin leggur áherslu á að umsækjandi beri allan kostnað sem leiðir af breytingum á deiliskipulaginu og vísar þeim þætti til umfjöllunar í bæjarráði. Jafnframt er embættismönnum falið að undirbúa kynningarfund með nágrönnum.
Jóhannes B. Eðvarðsson situr hjá við afgreiðslu málsins. - 15. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #618
Á fundinn komu Ingimundur Sveinsson og Örn Kjærnested og kynntu endurskoðaða tillögu að breytingum á deiliskipulagi á lóðunum Gerplustræti 16-22, Gerplustræti 24-26 og Vefarastræti 15-19. Fyrri tillaga var til umræðu á 352. fundi. Einnig lögð fram umsögn skipulagshöfundar, Gylfa Guðjónssonar og álit Sigurðar Einarssonar, arkitekts. Frestað á 356. fundi
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.
- 18. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #617
Ingimundur Sveinsson leggur fram f.h. Arnar Kjærnested endurskoðaða tillögu að breytingum á deiliskipulagi á lóðunum Gerplustræti 16-22, Gerplustræti 24-26 og Vefarastræti 15-19. Fyrri tillaga var til umræðu á 352. fundi. Einnig lögð fram umsögn skipulagshöfundar, Gylfa Guðjónssonar.
Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
- 17. desember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #357
Á fundinn komu Ingimundur Sveinsson og Örn Kjærnested og kynntu endurskoðaða tillögu að breytingum á deiliskipulagi á lóðunum Gerplustræti 16-22, Gerplustræti 24-26 og Vefarastræti 15-19. Fyrri tillaga var til umræðu á 352. fundi. Einnig lögð fram umsögn skipulagshöfundar, Gylfa Guðjónssonar og álit Sigurðar Einarssonar, arkitekts. Frestað á 356. fundi
Umræður um málið.
- 10. desember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #356
Ingimundur Sveinsson leggur fram f.h. Arnar Kjærnested endurskoðaða tillögu að breytingum á deiliskipulagi á lóðunum Gerplustræti 16-22, Gerplustræti 24-26 og Vefarastræti 15-19. Fyrri tillaga var til umræðu á 352. fundi. Einnig lögð fram umsögn skipulagshöfundar, Gylfa Guðjónssonar.
Frestað.
- 6. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #614
Ingimundur Sveinsson leggur 14.10.2013 fram f.h. Arnar Kjærnested tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Gerplustræti 16-22, Gerplustræti 24-26 og Vefarastræti 15-19. Í tillögunni felst m.a. lækkun húsa, fækkun íbúða og að ekki verði bílgeymslur í kjöllurum.
Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
- 29. október 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #352
Ingimundur Sveinsson leggur 14.10.2013 fram f.h. Arnar Kjærnested tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Gerplustræti 16-22, Gerplustræti 24-26 og Vefarastræti 15-19. Í tillögunni felst m.a. lækkun húsa, fækkun íbúða og að ekki verði bílgeymslur í kjöllurum.
Umræður um málið, frestað.